mánudagur, september 10, 2007

Við hjónin höfum ákveðið að rugla saman reitum í netheimum.
Verðum nú að hafa eitt sameiginlegt heimilisfang, búa saman á einhverjum heimi... það verður víst að vera netheimurinn í þetta skipti!

Takk fyrir samfylgdina hér og velkomin í heimsókn á setrið ( setrid.bloggar.is (því miður get ég ekki gert link á þetta, blogger er með einhver leiðindi))
Hilsen Frú Sigríður

þriðjudagur, september 04, 2007

Hér koma nokkrir punktar:

- Þakkir til allra sem komu að deginum okkar á einhvern hátt. Það er hættulegt að byrja að telja fólk upp, maður gæti gleymt einhverjum. Dagurinn var yndislegur í allastaði.

- Takk fyrir kommentin á síðustu færslu, þið eruð frábær.

- Daginn eftir giftinguna var guðdóttir mín skírð og fékk hún nafnið Guðrún Inga, í höfuðið á mömmu minnar (jú jú og Benna) og mömmu Hrefnu. Mamma hélt henni undir skírn og ég og syss vorum skírnarvottar og þar af leiðandi guðmæður (barnið verður sko í góðum höndum)

- Yfirgáfum Ísland þann 17. ágúst, stutta útgáfan af ferðasögunni er þessi: Egilsstaðir-Köben-Genf-París-Köben-Esbjerg.
Vorum s.s í Genf í 8 daga, París í 3 daga og 1 dag í Köben og erum núna komin til Esbjerg og Ingó ætlar að vera hjá mér þangað til 9.sept (sunnudagur)

-Búin að eyða síðustu dögum í að koma mér fyrir. Ikea, Jysk og aðrar lágvöruverslannir hafa verið heimsóttar ansi mikið. Leigðum bíl til að fara til Århusa (þar er ikea) fengum þennan glæsilega Fiat Punto.... komum ótrúlega miklu í hann ;) Keypti t.d sófa í Jysk og komhonum heim í einni ferð :D

-Skólinn er byrjaður og allt að komast í fastar skorður, hveitibrauðsdagarnir alveg að taka enda (því miður :( )

-ætli ég reyni ekki að setja inn færslu hér af og til fyrst að rútínan er að komast á eftir flakk síðustu tveggja mánaða.

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

laugardagur, júlí 14, 2007

jæja þá er maður komin á klakann og byrjaður að vinna... gaman að því!
Veðrið er ekki alveg það besta þessa dagana og húmorinn er kannski heldur ekki upp á marga fiska. Þannig að ég hef ekkert skemmtilegt að segja enda gerist nú ekki mikið hjá mér, bara vinna, borða sofa... gaman

Er reyndar að undirbúa brúðkaupið, gengur bara voða vel en fólk er eitthvað að gleyma að láta vita hvort það ætlar að koma eða ekki.... þannig að þið sem vitið upp á ykkur sökina ... látið mig vita sem allra fyrst.

Geri ekki ráð fyrir því að ég skrifi mikið næsta mánuðinn eða svo, vona að þið njótið sumarsins.

laugardagur, júní 30, 2007

Síðasta bloggið héðan frá Hedelundvej 104-2. Allt dótið komið yfir í Stenkrogen 17-1-8 (nr.17-1.hæð-herb.8.) og ég bara eftir að skúra mig héðan út.
Búin að mála og allt, hefði reyndar aldrei getað þetta allt á svona stuttum tíma nema fyrir einstaka hjálpsemi syss og reynis. Takk
Óska Ásdísi Lind Vigfúsdóttur til hamingju með nafnið, hlakka til að sjá dömuna, já og allla.
Blogga sennilega ekki fyrr en ég kem heim ;) Sjáumst

sunnudagur, júní 24, 2007

já já hvað er að gerast, komin sunnudagur. Hver er sagði tímanum að líða svona hratt halló hægja pínu á sér... eða hvað.
Kannski er bara best að koma þessu prófi frá til að ég geti einbeitt mér að einhverju öðru.. humm já er það ekki bara.

Nú eru öll partý yfirstaðin, stóra verkefnið er godkendt (s.s við náðum þessari önn) og prófið er svo ekki á morgun heldur hinn (s.s á þriðjudaginn 26 júní) Strax eftir prófið verður brunað til Köben og borðað með syss og Reyni og brunað heim til Esbjerg með síðustu lest samdægurs.
Hlakka svo til að hitta þau, vona bara að þau villist ekki svakalega í köbe hihi, þau eru nefninilega að koma á morgun og gista eina nótt í höfuðborginni.

Svo er það "bara" að þrýfa, mála og flytja. Flyt reyndar ekki langt, rétt 200 metra, fæ afhent þann 2. júlí og flýg heim 5. júlí fer í heimsókn ásamt mömmu til Benna, Hrefnu , Óla og litlu sætu frænku og svo keyrum við mæðgur austur þegar Benni og fam henda okkur út. ohh hvað ég hlakka til að knúsast aðeins með snúlluna ;) pínu hrædd samt, hef ekki haldið á unga barni í laannngan tíma, sennilega ekki síðan Jón Gunnar var smá barn... vá hvað það er langt síðan, krakkinn er orðin 14 ára. Hrefna spurning að hafa augun á mér hehe

Jæja best að lesa pínu... þannig að maður standi ekki eins og álfur út úr hól í þessu blessaða prófi... þó að það gildi nú ekki neitt.. og það er ekki hægt að fella mig héðan í frá heheh.

fimmtudagur, júní 21, 2007

Varúð afmælispistill! (rétt næ að vera á réttum tíma með þetta)
Í dag eiga tveir stórkostleigir kappar afmæli, það eru þeir Þráinn og Jón Smári. Ekki viss um að þeir þekkist en ég þekki þá báða heeh... Til hamingju með daginn

Svo á ég bráðum afmæli
Þorgerður og Reynir eru alveg að koma til mín
Ég er alveg að komast í sumarfrí
Ég er alveg að fara að flytja
Ég fer á klakann eftir ca. 15 daga
Alveg að komast heim til að sjá litlu prinssessurnar.... þær stækka bara svo hratt að ég er hrædd um að þær verði ekkert litlar þegar ég loksins sé þær..

Knús á línuna

þriðjudagur, júní 19, 2007

Verkefninu hefur verið skilað og nú tekur við allskonar rugl:
-Fimmtudagur - Partý sem við busarnir halda fyrir þá sem eru að útskrifast
-Föstudagur - fáum verkefnið til baka... fáum að vita hvort við höfum staðist önnina eða að við þurfum að vinna í þessu í sumarfríinu....arrrg
-Föstudagur - Partý til heiðurs því að fyrsta önnin er að klárast. Þemað er Hawai !!!!
lausu dagarnir fram að næsta þriðjudegi notaðir í að lesa fyrir munlegt próf upp úr öllu námsefni annarinar. Prófið gildir ekki neitt en metur bara stöðuna, væri nú leiðinilegt að valda kennara greyinu vonbrigðum.

ohh sakna Ingós alveg ólýsanlega mikið....

Svo á þriðjudaginn kemur syss og reynir í heimsókn og vá hvað verður gaman að fá þau til mín. Við ætlum að leigja bíl og keyra Jótland á enda og það verður:
-farð í stærsta sædýrasafn danmerkur
-Go kartað í höllin í Esbjerg
-bowlað
-vonandi farið í legoland
-málað og flutt í nýtt húsnæði
-voða gaman......... vona bara að sólin láti sjá sig ;)

Hlakka til að sjá ykkur, svo eru bara 16 dagar í heimferð..... vá hvað þetta líður hratt

laugardagur, júní 16, 2007

púhha, voðalega er maður orðin gamall!
þynkan er eitthvað að gera vart við sig eftir þvílíkt skemmtilegt kvöld, eitt er víst að bekkjarfélagar mínir sáu mig í aðeins öðru ljósi í gærkvöldi. Ég nebblega held mig dálítið til baka í skólanum, segi ekki svo mikið. Ég er samt ekkert að segja að maður hafi dansað upp á borðum.. ehehe bara í góðum fíling ;)
æi... best að plata einhvern með í þynkumatarferð...

miðvikudagur, júní 13, 2007

langaði að deila þessu með ykkur

-ég er ekki lengur Offitusjúklingur núna er ég bara ofeldissjúklingur, bmið mitt er s.s 29,1.
-það eru bara 10,5 kíló eftir í heilbrigðan bmi stuðul
-það eru 16,5 kíló í draumaþyngdina
-ég er s.s 30,5 kílóum léttari en ég var þegar ég vóg þyngst

Ég var á ferðalagi um daginn og bakpokinn minn vóg slétt 20 kíló… og ég var að bölva því hvað hann væri þungur þegar allt í einu uppgvötaði ég það að ég væri búin að missa fleiri kíló en ég væri að burðast með í bakpokanum.

vá… ég er ekki að fatta það…. ég er “bara” 10 kílóum of þung… BARA tíu kíló….

þriðjudagur, júní 12, 2007

Ok, af einhverjum ásæðum fæ ég ekki sms sem send eru frá Íslandi. Þannig að þið neyðist bara til að hringja í mig eða kommenta hér á síðuna.

búin að sjá mynd af dömunni, alveg eins og mamma sín, sýndist ég sjá krullur. Agarlega dúlla.... núna vill maður bara fleirri myndir.

Benni hringdi í mig í gær kl hálf tólf (að dönskum tíma), ég auðvita löngu sofnuð (var svo úrvinda að ég rotaðist um kl 10 ( að dönskum tíma). Þegar síminn hringdi, glápti ég bara á hann og skildi ekkert hvað var að gerast, loksins þegar ég áttaði mig þá gat ég ekki svarað (fingers to fat.. press any key (simpson)) að ég skellti óvart á hann. Svo átti ég ekki inneign til þess að hringja til baka þannig að ég fór bara að sofa. Sem betur fer fyrir hann, hringdi hann ekki aftur eins og Jói um daginn. Jói bró hringdi s.s í mig um daginn og klukkan var hálf tólf (23:30 að dönskum tíma) á virkum degi og ég steinsofandi, skellti óvart á og hvað haldið þið að bríðir hafi ekki verið sætur og beðið í hálftíma með að hringa aftur..... mín var sko pirruð.
Elskurnar mínar muna að það er TVEGGJA TÍMA munur og ég reyni að fara snemma í bólið, sérstaklega núna þegar maður þarf virkilega á góðri hvíld að halda. Það þarf að vera eitthvað mjög mikilvægt(eða sérstakt) ef þið eruð að hringja eftir kl 9 (21 að íslenskum tíma) plís.... :D

jæja.. það nennir ekki nokkur maður að lesa ruglið... góða nótt

mánudagur, júní 11, 2007

Stúlkan er komin í heiminn!
Samkvæmt nýjustu tölum var hún 14 merkur og 50 cm.
Ég er samt hálf móðguð... fékk ekkert að vita fyrr en um kl 19 (að dönskum tíma) en samkvæmt mömmu fæddist stúlkan um hádegisbilið (að íslenskum tíma). Reyndar sagði mamma að hún hefði sent mér sms, held að hún sé að skrökva því að ég fékk ekkert sms... Eins gott að bróðir noti ekki þessa afsökun líka. Spurning um að ath hvað maður sendir mörg sms (og borgi) sem komast bara alls ekki til skila, þrátt fyrir að maður sendi á rétt númer.

En stúlkan er komin og held ég að móður og barni heilsist bara vel, hef reyndar ekki hugmynd um það, en væri nú sennilega búin að frétta það ef eitthvað hefði verið að. (vona ég)

Benni og Hrefna innilega til hamingju með dótturina.

Nú heimta ég að sjá myndir ;)

Hljómar þetta blogg nokkuð frekjulega..... neee held ekki

sunnudagur, júní 10, 2007

Sirkusinn stóð gersamlega undir væntingum og aðeins meira en það. Lét sykurinn eiga sig í þetta skipti, hefði nú samt þurft á honum að halda, 4 tíma sýning, vond sæti.... en atriðin bara flott. Set inn nánari lýsingu seinna!

Blogg dagsins er afmælisblogg!

Amma mín hún Þorgerður er 73 ára í dag, til hamingju með daginn elsku amma mín (ég hringdi nú samt í hana, hún er nú ekki svo tæknileg ;) )
Benni bróðir og Hrefna eiga 1 árs brúðkaupsafmæli, til hamingju með það. Sendi þeim báðum sms í morgun og hef ekkert svar fengið... hummm. Vona að lukkudýrið þeirra fari að koma sér út úr kúlunni ;)
Svo eru það Elfar, Gísli Freyr og Sarah sem eiga líka afmæli í dag... til hamingju þið

Svo ef ég blogga ekki fyrir 14 júní þá á Jói bróðir afmæli 32 ára... til hamingju með það.

Veðrið hérna er búið að vera vangefið... bara 20-30 gráðu hiti dag eftir dag (komin vika...) og það sér ekki fyrir endann á þessum andskota... það ætti að banna svona hita í lestrar fríinu... ik?
Tíbískt að leið og skólinn klárast fari að rigna... Vona samt ekki, syss og Reynir verða nú að kynnast góða veðrinu( ef ekki þá bara góða verðinu.. hehehe)

laugardagur, júní 09, 2007

Sirkus Arena( www.arena.dk ) er í bænum, spurnig um að skella sér á sýningu! Fortíðarþráin eitthvað að spila með mig.... hihi ohh hvað ég man hvað var gaman að fara í sirkus á Egilsstaðatúninu ( þar sem kleinan og níjan standa nú) í gamladaga!
Man að ég vildi alltaf fá kandífloss, mamma sagði sagði alltaf að hún vissi að mér fyndist það vont .. en ég lét hana sko ekki plata mig með einhverju rugli. Endaði svo á því að henda sykrinum útaf því að mér fannst þetta svo ógeðslegt! Mamma veit best (var ekki einhver texti sem innihélt þetta?)

mánudagur, júní 04, 2007

Í dag var ég búin að ákveða að blogga.
Ástæðan, jú Hrefna mágkona mín átti að fera fyrst á skurðarborðið á fæðingadeildinni á Selfossi. Það átti að ss. kippa litlu dömunni í heiminn agalega snemma í morun. En! Nei læknirinn hringdi í gærkvöldi og sagði að það væri bara ekki pláss og þau ættu bara að koma eftir viku. Það var sem sagt einhver fjöldi kvenna sem þurfti á bráðakeisara að halda og þau bara sett á "hold" á meðan. (vona að það sé í lagi að ég bloggi um þetta...)
Þannig að ég verð bara að bíða með þetta æsi spennandi blogg mitt.

En að öðru

Ingó er búin að vera hjá mér síðastliðna vikuna og ég verð bara að segja ohhh hvað var gott að hafa hann hjá mér. Við munum sennilega bara ekki hittast aftur fyrr en í ágúst, æi.. það er bara svo langt þangað til.
Við áttum algerlega frábærann tíma, fórum meðal annars til Ribe (mæli svakalega með að fólk skelli sér þangað), gerði svo næstum útaf við kallinn í hjólatúr sem varð hringferð um esbjerg (túr du Esbjerg) þar sem við nánast hjóluðum hringinn í kringum bæinn. (reyndar er bærinn nú ekki stór) og á meðan ég var í skólanum var Ingó bara á egin vegum að skoða hvað bærinn hefur upp á að bjóða (nánar um það má lesa á hans bloggi, mæli með þeirri lesningu bara fyndið)
En Ingó er farin í vinnuna og ég sit hér ein eftir og á víst að vera að læra.... prófið nálgast með ógnar hraða. Sem segir það líka að Þorgerður og Reynir eru bara alveg að fara að koma til mín.

Jæja best að ganga frá boðskorta sendingum og fara svo að læra. (ef það eru einhverjir sem endilega vilja fá boðskort þá meiga þeir alveg láta í sér heyra með að kommenta.

Gleymdi aðeins ... þegar ég setti þetta inn í morgun! Já ss.
-Við erum s.s búin að panta hringana og boðskortin eru frímerkjuð (ég er s.s búin að vera að sleikja upp drottninguna í dag...)
-Ég brann svo svo skemmtilega á baki/öxlum. Ég er skjöldótt á bakinu hehehe, svona er að setja sólarvörn á sig á met tíma....
- Ingó lennti í meiri hremmingum ... Taskan hans var skilin eftir í Köben... þvílíkt vesen

fimmtudagur, maí 24, 2007

Já loksins, að sjálfsögðu var það stelpa.
Varð alls ekki hissa þegar mamma (já mamma mín... ekki tengdó...) sagði að það hefði verið stelpa, einhvernig var það bara ekki inni í myndinni að þetta yrði strákur... skrítið :D

En já, Fúsi og Guðveig Innilega til hamingju með stúlkuna!
Nu vantar mig bara nákvæmari upplýsingar um dömuna, já og bíddu mamma er á línunni
Daman var semsagt 16 merkur og 52 cm.

Til hamingju

Svo er bara spurning hvort ég og Ingó höfum rétt fyrir okkur með nafn á skvísuna!

miðvikudagur, maí 23, 2007

Finnst engum nema mér loforð þessarar nýju ríkisstjórnar hljóma dálítið OF vel... sé ekki alveg hvernig þetta á allt að púslast saman með því að halda ríkiskassanum á réttrihlið. Mér finnst eins og þeir séu bara að halda áfram með nokkra hluti sem framsókn er búin að vinna hart að síðustu ár og sjálfstæðið hefur ekki viljað takast á við... svo taka þeir að sjálfsögðu allt hrósið.. hnuss það er kúkalykt af þessari baugstjórn sérstaklega sjálfstæðisplebbunum.
Eins og Guðni segir um loforðin "þau eru óljós eins og andatrúin". Guðni er snillingur.


æi... ég nenni ekki að útskýra mál mitt betur og hér verður ekki spjallað meira um pólitík í bili... OK

þriðjudagur, maí 22, 2007

Krabbi: Vertu bjánalegur, fjarstæðukenndur. Fylltu höfuðið af hugsunum sem eru fallegar en skipta engu máli. Búðu til ný orð yfir það sem þú uppgötvar.


já, best að fara eftir spánni! Er að læra anatomi (s.s allt um innihald og hreyfigetu líkamanns). Spurning um að ég gefi öllu draslinu bara ný nöfn, eitthvað sem er auðveldara að muna. Ekki?

Annars er spáð allt að 30 gráðu hita hér um næstu helgi.... spurning hvora spánna á að taka alvarlega?

laugardagur, maí 19, 2007

Allt of langt frí í skólanum, er s.s búin að vera í fríi síðan um hádegi á miðvikudag. Eitthvað vantar upp á staðfestuna hjá mér, dorma bara hér í lausulofti og get ekki annað... best að drífa sig í að gera eitthvað ef viti.... læra... kannski.

p.s bara vika í að Ingó komi... eins gott að ég verði búin að lesa almennilega ... hehe

Kommon segið mér sögur... mér leiðist ;)

fimmtudagur, maí 17, 2007

Guðveig! Hvurnig er það... er barnið ekkert að fara að koma í heiminn???
kveðja
Ein að farast úr spenningi

Mér s.s leiðist alveg svakalega og mig vantar eitthvað til að huxa um heeh... nenni ekki að læra :S

þriðjudagur, maí 15, 2007

Hvað segið þið, komin tími á blogg?
Það er nebblega þannig að þegar það hefur ekki verið bloggað lengi þá hringir stóribróðir í mig og skammast.... eina leiðin til að heyra í þeim hjónum er að blogga ekki, þannig ég er á báðum áttum með hvort ég eigi að blogga eða ekki!

Það er samt greinilegt að það er prófatíð og sumarfrí eru að byrja því að það nennir ekki nokkur maður að blogga, já og kannski er bloggið að detta uppfyrir!

Fyrsti gesturinn minn fer að koma til mín, komin tími til að ég fái einhvern í heimsókn !!! Það er hann Ingó sem ætlar að dvelja hjá mér í viku ohhh hvað ég hlakka til :D Hann kemur nú samt ekki fyrr en 26 mai en það er í lagi að fara að hlakka til.
Svo kemur litla syss og Reynir í heimsókn eftir prófin og verða í 2 vikur!!! svo er bara ísland í sumar.... Vantar reyndar vinnu, bara í einn mánuð þar sem ég hef ekki tíma í meira. Ef þið vitið um einhvern sem vantar hörkuduglega stelpu í vinnu frá 6 júlí til 6 ágúst endilega látið mig vita... TAKK!

En þar sem allt er á fullu í skólanum og líður að prófum hef ég nánast ekkert að segja. Reyndar eru prófin á fyrstu önninni ansi undarleg þar sem við fáum ekki einkunn og getum ekki fallið. Ansi undarlegt ég veit. Prófin standa yfir í 2 daga (25 og 27 júní) og verður prófað saman úr öllum námsgreinum.... já ég skil þetta ekki heldur. En maður verður auðvita að standa sig þannig að ég er farin að lesa.

Afmælisbörn þessarrar viku eru, Óli Hrefnu (fóstursonur stóra bró) þann 13, Óli foss (forsetinn) þann 14, Drífa M(sveit-ungi) og Eydna (færeyingurinn) þann 17. Man ekki eftir fleirum þannig að þið! Til hamingju með daginn ;)

Læt fylgja með mynd af mér og Torfa vini mínum, barnið bara vildi ekki við neinn annann tala, ég átti bara að halda á honum, bursta tennur og bara allann pakkann. Endaði með því að hann sofnaði hjá mér, vildi ekki liggja hjá mömmu sinni... vandræðalegt :D hehe.. þetta er semsagt annað barna Sveins (hinn íslenski sjúkraþj.neminn hér í Esb.) og Guðrúnar sem eru búin að vera svo yndæl að bjóða mér að verða húsgagn hjá þeim.

föstudagur, maí 11, 2007

Kosningar kosningar kosningar mikið verður gott þegar þetta er yfirstaðið og landinn getur farið að tala um eitthvað annað. Heppin að búa í útlöndum!

En afhverju tala pólitíkusar ekki um annað en álver og virkjannir? Hvernig væri nú að tala um eitthvað annað.
Mér hefur fundist umræðan vera á svo láguplani fyriri þessar kosningar allir bara að skíta hvorn annan út, allt einhverjum öðrum að kenna. Hvernig væri nú að vera málefnalegut og hætta að tyggja sama hel"#$%? tyggjóið.

Það eru allir að tala um uppbyggingu á austurlandi, jú jú það hefur verið gerð myndarleg andlitslyfting en ynnihaldið er það sama. Fólk bara vinnur myrkranna á milli, safnar skuldum og baktalar náungann.
Ég veit alveg að ég hef nánast ekkert verið þarna á austurlandinu síðustu fjögur árin, nema að vinna(myrkranna á milli) en opnið augun áður en það verður of seint. Það er fólkið sjálft sem verður að gera eitthvað, það er ekki hægt að bíða bara eftir að "pólitíkusar" geri eitthvað fyrir ykkur... VAKNIÐ. Standið saman og gerð austurlandið að stað sem fólk vill búa á, það er ekki hægt að ætlast til að fólk bara streymi austur til að vinna á þessum eina vinnustað sem er að verða eftir (lesist álver). Hvað varð um að skemmta sér, hafa gaman og njóta lífsins.
Eins og staðan á Egilsstöðum er í dag þá myndi ég ekki vilja búa þarna, það er ekkert sem togar í mig nema fjölskyldan mín. Það þarf eitthvað til að unga fólkið vilji snúa heim aftur eftir nám.

Don't ask what your country can do for you, ask what you can do for your country

Kannsi er ég hræsnari að tala svona en það verður bara að hafa það.

kv Sigga sem lofar að skrifa ekki meira svona rugl.

miðvikudagur, maí 09, 2007

Gleði gleði gleði
Fæ annað húsnæði þann 1 júlí. hehe.. Þorgerður og Reynir verða sko notuð við flutningana ;)

þriðjudagur, maí 08, 2007

Ég hélt að ég gæti aldrei hlustað á óperur, hélt að það myndi ég bara láta ógert. En ég verð að viður kenna að ég er gersamlega kolfallin fyrir Garðari "okkar" Cortes, ekki nóg með það að maðurinn syngur svona líka vel þá er hann líka hot ;) mæli með því að þið kíkð á síðuna hans http://www.cortes.is/ (af einhverjum ásæðum get ég ekki sett inn link.... ) og hlusta á lögin þar inni Ohh var gersamlega með gæsahúð þetta er svo flott.

Er s.s. komin heim eftir yndilsega helgi í Hamborg þar sem við túrisuðumst örlítið og "hygguðum" (þýðir að hafa það notalegt) alveg helling.

Ætli það sé ekki best að koma með nokkrar afmæliskveðjur svona í lokinn.
Krisín, Trausti og Jónas urðu öll 33 ára þann 3 mai
Þorgerður mín yndislega systir varð 21 árs þann 6 mai
Til hamingju með daginn öllsömul ;)

Þetta verður afmælisdaga blogg núna í mai, allt of margir sem eiga afmæli i þessum mánuði

góða nótt

sunnudagur, apríl 29, 2007

Mér þætti gaman að vita nákvæmlega hvaða dagur það er sem allir danir læsa sokkaskúffunni og pakka niður síðubuxunum. Hér er það nefninilega þannig að bara allt í einu eru allir í kvartbuxum(hehe.. að vera á kvartbuxunum... ætli fólk kvarti meira en vanalega) og sandölum (berfætir). Ég reyi eftir fremsta megni að halda í við þessa tísku, enda er þetta ákv. sparnaðar ráð þar sem maður þarf ekki að þvo sokka og langar buxur hehe.

Héðan er annars bara allt fínt að frétta, skólinn á fullu og það er alveg greinilegt skipulagsleysi kennara (auðvita eru til undantekningar..) er ekki einskorðað við ísalandið. Það er alltaf eins, seinnihluta annar er alltaf klikkað mikið sem á að gera.

Er búin að vera í mestu vandræðum, átti að kaupa "eitthvað" handa unganum sem á að koma í heiminn núna upp úr mánaðarmótum. Hvað veit ég um hvað á að kaupa handa ungabarni ... ekkert... veit ekki hvort kynið það er þannig að það hjálpaði nú ekki, var bara sagt að þeim vantaði "allt" þvílíkar upplýsingar. Þar sem ég þekki Guðveigu nánast ekkert var bara erfiðara að velja. Keypti smá af fötum (gulum hehe) og ákvað svo bara að gefa þeim stóra gjöf ásamt tengdó. Þannig að þau fengu sent smá af ósamstæðum fötum þar sem veit ekkert... en svona er þetta bara. Ég verð nú að komast í gírinn með að versla barnadót þar sem 2 eru á leiðinni í familíunni.

Er annars á leiðinni til Hamborgar á fimmtudaginn þar sem ég mun eyða helginni með Ingó. Það verður sko túristast helling ;) Hlakka svo til að skoða borgina, er búin að fara þarna í gegn nokkrum sinnum og lýst bara svo vel á þessa næststærstu borg Þýskalands.

Í dag, 29. apríl 2007 hefði langamma mín, Oddný Jónasdóttir orðið 100 ár, í til efni dagsins munu afkomendur hennar koma fyrir kross á leiði hennar í kirkjugarði á Stöðvarfirði. Hún lést af barnsförum (er þetta rétta orðið?) aðeins 29 ára, frá manni og fjórum börnum. Guð blessi minningu þína, amma!

nenni ekki meiru... yfir og út

sunnudagur, apríl 22, 2007

Mátti til með að blogga þar sem ég á að vera að læra.

Fyrst vill ég óska öldruðum bróður mínum til hamingju með daginn í dag, alveg 34 ára (það er að sejga ef ég er að telja rétt, enda ekki hægt að hafa tölu á þessu) Benni minn ég er nú bara að grínast, til hamingju.

Svo er það litla barnið mitt sem átti afmæli á föstudaginn síðasta, mér finnst ég þurfa að íhuga að panta pláss á elliheimilinu (handa mér sko) en hann bróðursonur minn, eina barnabarn foreldra minna varð 14 ára þann 20. apríl. Jón Gunnar til hamingju með daginn.

Það eru nú nokkrir sem áttu líka nokkrir aðrir afmæli í þessum blessaða mánuði t.d. Sibba, Hafþór Snólfur, Kári, Þórhildur drottning og að ógleymdri nýrri prinsessu sem fæddist í gær. Til hamingju allir, líka þeir sem ég er að gleyma.

bið að heilsa í bili ;)

miðvikudagur, apríl 18, 2007

ohhhh ég er bara að verða brjáluð á fólkinu sem ég bý með.
- vaskurinn alltaf fullur af drasli
- eldavélin og ofninn gersamlega viðbjóðslega út subbað
- þetta litla bekkpláss í elhúsinu fullt af mat, matarleyfum, vibba subbi, og óhreinum matarílátum (pottum, diskum osvfr.)
- allir pottar óhreinir
- óhreinar nærbuxur á baðherbergisgólfinu
- framhjáhalds læti fram á nótt
- að þurfa að þola það að vakna um miðja nótt við að það sé verið að blása upp vindsæng til að stunda reiðar á framm á morgun
- að veggirnir eru svo þunnir að ef ég kynni spænsku vissi ég nákvæmlega hvað væri verið að segja
- að ég er búin að vera alveg svakalega þolinmóð þennann tíma og að vera að missa móðinn núna þegar það er bara mánuður eftir af sambúðinni, þær fara heim 12 mai.

Fyrst voru þær svo þægilegar í sambúð en núna eru þær bara í standi (eins og hundarnir) stráka vesen alla daga og það eru sko læti í þeim (talað hátt og hlegið svakalega... ) Fyrstu vikurnar voru þær að biðja mig t.d að passa mig að loka hurðinni minni varlega eftir kl 10....... en núna koma þær ekki heim fyrr en ca. 1 um nóttina og þá með viðhöldin sín með og það ...... ohhh

kv. Sigga pirraða.

p.s það er bara stundum sem ég á svona daga, þar sem ég get snappað yfir minnstu hlutunum. Bara allir litlu hlutirnir eru búnir að safnast upp og svo kemmur bara einn pínuhlutur sem lætur allt fara af stað. Held mig bara inni í herbergi í dag, reyni að hafa sem minnst samskipti við þau sem ég bý með ... vona að þetta jafni sig ef maður lækkar bara undir, svo bara vona að það sjóði ekki uppúr.

föstudagur, apríl 13, 2007

Ok eins og fólk veit kannski er að ég og Ingó erum að fara að gifta okkur í sumar. Við erum nánast ekkert búin að plana og já þetta reddast. Er búin að vera að horfa aðeins á amerískann þátt sem heitir bridezillas, vá hvað fólk getur verið crasy. Peningarnir sem fólk er að nota í þetta allt saman. Eitt parið var að spyrja sig hvort þau vildu frekar hús eða stórt brúðkaup, er ekki í lagi með fólk, eyða fleiri millum á einn dag!!

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Komin “heim”, reyndar sagði einhver gáfulegur að “home is where the heart is”, þannig að ég er dálítið rugluð í þessu öllu saman, hvar er heim?

Er búin að eiga æðislegan tíma “heima” í Genf.
Ferðin byrjaði í stress kasti þar sem mikil seinkun var á lestinni á leiðinni til Þýskalands en Þjóðverjarnir voru svo sætir að bíða bara eftir okkur sem áttum að halda áfram með þeim. Ég komst s.s. alla leið og átti frábæra 10 daga í örmum míns heitt elskaða. Ég nenni nú ekki að skrifa alla ferðasöguna en hér eru nokkrir punktar:
- Fórum í dagsferð til Lyon í Frakklandi, alltaf langað að koma þangað og varð alls ekki fyrir vonbrigðum.
- Keyptum línuskauta, erum núna eftir mikla þjálfun orðin fær um að standa sjálf og renna okkur í rétta átt án þess að eiga á stórhættu að slasa okkur eða aðra.
- Þar sem veðrið var vægast sagt gott seinnihluta dvalarinnar erum við ögn dekri á hörund en í upphafi frís, engar brunarústir líkt og fyrir ári síðan (tyrkland páskar 06)
- Búin að upplifa hvað er erfitt að tala ekki (né skilja) stakt orð í frönsku, það er ekkert smá óþolandi. Þegar ég kom í terminalið heyrði ég svo mikla dönsku að mér leið eins og ég væri að fara heim. Flugáhöfnin talaði dönsku, mér leið líkt og þegar maður kemur um borð í íslenska vél og það er talað íslensku, ég skildi þau! ( Svo er farið að selja extra tyggjó hér í DK þannig að ...)
- Í Swiss nota menn núna allan frítíma sinn í að fara á skíði, þar sem snjórinn í vetur var ömurlegur og það er fyrst núna sem gott færi er í brekkunum. Þar sem sólin skein gersamlega eins og hún átti lífið að leisa var hægt að þekkja skíðaglaða skandinavíubúa langar leiðir, alveg skelfilega fyndið að sjá suma sem höfðu verið með hjálm og skíðagleraugu (nefbroddurinn og neðrihluti andlits alveg svaka brún en resin hvít .....
- Verslaði frá mér allt vit og er nú á kúpunni og geri ráð fyrir að uppistaðan í matarræðinu verði hrökkbrauð og vatn út mánuðinn
- Fórum að sjálfsögðu út að borða, einu sinni með Ragga og Þórunni (Raggi vinnur með Ingó og Þórunn er konan hans Ragga já... og svo er Raggi bróðir litlu brosandi konunnar á Egilsstöum (löng saga og skemmtileg)) Já já við borðuðum afganskann mat með þeim, takk takk. Rakklett (sagt svona en skrifað einhvernvegin sem ég man ekki) var borðað í fallegu sveitaþorpi með Hafrúnu (vinnur með Ingó) og austurrískri vinkonu hennar. Rakklett er s.s bræddur ostur sem borðaður er með soðnum kartöflum, súrum gúrkum og sultuðum lauk. Svo fórum við hjúin og fengum okkur fondu sem stóð bara ekki undir væntingum. (prófa það samt alveg aftur). Vorum svo að huxa um að fara á Eþíópskann stað en vorum hrædd um að fá ekkert að borða (svartur aulahúmor)
- Á flugvellinum í Genf er ekki selt annað sælgæti en súkkulaði, reyndar ca. Milljón tegundir af súkkulaði en það er allt annað mál.
- Fékk 1 og ½ páska egg. Eitt frá Nóa (númer 1) (takk Hafrún) og svo eitt, hálft (plús... þar sem Ingó er ekki eins gráðugur og ég... ) og var það swissneskt. Það þarf auðvita ekki að koma neinum á óvart að Íslenska eggið var auðvita miklu betra enda var hitt fyllt með konfekti sem var ansi misjafnlega gott, vægast sagt, en það var rosa fallegt!
- Borðaði einusinni á mcdonalds í ferðinni, nokkuð sátt þar sem maturinn stóðst væntingarnar en svo rakst ég á þessa síðu http://www.mcdonaldsmenu.info/ þarna komst ég s.s að því að það sem ég hafði borðað innihélt um 1700 kkal. Ég viðurkenni það að ég borðaði bigtasty(850 kkal), franskar(mið), coke (light =0 kkal) og mcflurry (ísinn með m og m). Er ekki í lagi með þetta.... það hlítur einhver að vera að grínast, er verið að hafa okkur að fíflum. Ég held að ég stiðji Kalla prins af Englandií því að láta banna svona staði.
- Borðaði, drakk og skemmti mér, las nánast ekkert, og núna er ég farin í megrun og lestrarmaraþon.
- Þar sem vorið er aðeins öflugra í Swiss en í DK þá var ofnæmið gersamleg að drepa mig, er ekki hægt að gera eitthvað við þessu... kommon hlýtur einhver að vera með lausn á þessu sem inniheldur ekki pillur, nefsprey og augndropa.
- Náði ekki að hitta Bubbu (sorry Guðbjörgu hehe) og familí, þegar hún vissi af því að ég ætlaði að koma í heimsókn, stakk hún af til Íslands. Maður ætti að skilja sneiðina. Uppgvötaði síðan allt of seint að Elva Rakel býr auðvita líka í Köben en ég var bara of sein þannig að ég vildi ekki vera að hringja.... hvað varð af því að bara “droppa inn”... er maður að verða danskur, að hafna þrándar upprunanum... hvað er að gerast (skrifa sko ekki ske... það er danska hehe...). Ætlaði að eyða tímanum á Svarta demantinum sem er bókasafn en sleppti því og fór bara í Fields, risa verslunarmiðstöð, kennararnir mínir hljóta að sýna því skilning.. ekki???
- Sit núna í lestinni á leið til Esbjerg, klukku tími þangað til ég kem heim í rottuholuna mína. Náði ekki að laga til áður en ég fór, ekki gaman að koma heim í skítinn, ískápurinn tómur og skóli á morgun.

Mikið er samt erfitt að búa svona á sitthvorum staðnum og hittast svona sjaldan, mæli nú ekki með þessu. Þakka bara fyrir skype og önnur hjálparadekk. Elska Ingó minn bara svo endalaust mikið að ég geri allt sem þarf til að hitta hann (væmið ég veit, en bara satt) Takk fyrir fríið, Ingó.
Þið verðið bara að afsaka mál- og stafsetnigavillur (staðreyndir og allann pakkann ef ég á að fara út í smáatriði) ég kann ekkert tungumál þessa dagana, sýnið mér smá skilning.

Læt heyra frá mér fljótlega aftur, þrátt fyrir litla virkni í mér við kommennt þætti mér vænt um nokkur hér fyrir neðan!

föstudagur, mars 30, 2007

Jæja núna er víst liðin vika og einn dagur frá síðustu færslu, hvað segir það okkur? hummm látum okkur sjá, jú jú ég er komin í páskafrí og það þíðir að ég er líka á leiðini til Genf til hins helmingsins.


Ég er s.s orðin makka eigandi (það er sko tölva ekki bíll eða dýr af kattartegund) slatti af byrjunar örðuleikum en þetta er allt að koma. Makkinn minn er svakalega nett og flott, svört en það er bara svalt líka hehe... vitið... ég nenni ekki að skrifa núna, er bara svo svakalega þreytt og er á leið í allt of langt ferðalag þannig að bless í bili

fimmtudagur, mars 22, 2007

Bara svona ad láta vita af mér.
-Tølvan mín lést sídastlidin føstudag
-Brjálad ad gera í skólanum
-brjálad partý á morgun og ég á engin føt eda pening fer samt
-fæ vonandi nýju tølvuna mína á morgun, thad er bara eins gott, ef ekki á morgun thá fyrst á mánudaginn.
- Er alls ekki tilbúin ad kvedja greyid tølvuna mína, get ekki fengid eins tølvu aftur thannig ad ég ákvad ad prufa adra trú, keypti mér makka! Sjáum til hvad ég verd lengi ad læra á gripinn (sem betur fer er ég ad fara í páskafrí hehehe)
-Fæ loksins Dankort, sem er fyrir ykkur sem ekki vita debetkort, en hingad til hef ég bara verid med hradbankakort (sem adeins gildir í hradbaka hjá mínum banka).
-Eftir viku og einn dag, thad er s.s føstudaginn 30 mars, er skil á stóru verkefni og einnig byrjun á páskafríi sem thídir bara eitt, jú jú ég fer til Genf og kem ekki heim aftur fyrr en 10 apríl.

Gangi ykkur vel elskurnar mínar og ég læt í mér heyra thegar nýja tølvan kemst á netid.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Að fá nasa sjón af hlutunum..... hvað er það? Var s.s að horfa á ísland í dag og þarna notaði einn starfsmaður stöðvar 2 þetta skemmtilega orðatiltæki. Er þetta rétt?
Ekki var það flensan í þetta skipti. Ylmurinn(trátegund) hérna í DK er nefninilega að dreifa frjókornunum sínum. Svo heppilega vill til að það eru ca. miljón svona tré hérna í götunni, gaman! Sá í fréttunum að áætlað er að vorið verði langt og hlýtt og því lengri tími sem við frjóofnæmissjúklingar verðum stífluð í höfðinu. Spurning um að fara að byrgja sig upp af ofnæmistöflum. Ætli sé ekki hægt að finna einhverjar aðrar lausnir á þessu rugli, ég bara spyr!
Ohhh nú er ég ferlega forvitin. Hver er ökunýðingurinn á Egilsstöðum, mældist á 182 km hraða utanbæjar og 134 innanbæjar, er ekki í lægi með liðið! Var super cup á vakt... hehe

miðvikudagur, mars 14, 2007

Þetta er s.s. stjörnuspáin mín fyrir daginn!
Krabbi: Ef einhver ýtir við þér, flýgurðu af stað. Þú hefur svo sem alveg trú á þér, þú ert nú með vængi! Það þarf bara tiltrú einhvers sem þykir vænt um þig til þess að þeir opnist.

Kommon mig vantar að einhver ýti mér af stað. Reyndar vantar líka ansi oft að ég hafi trúa á því að ég geti flogið..... spurning um að fá sér bara mótor. Jón Egill má ég fá svif-dótið þitt lánað?

þriðjudagur, mars 13, 2007

Ok ég veit að það er nauðsinlegt að skipa nefndir til að ath. sum mál en maður heyrir bara um að þær séu stofnaðar svo heyrist ekkert um hvað kemur út úr þessu öllu saman. Er það ekki eins spennandi eða eru þetta bara einhverjir leikir... hver stofnar flestar nefndir? ég meina, spyr sá sem ekki veit.

sunnudagur, mars 11, 2007

Tók athyglisbrests próf á netinu og fékk þetta svar:

Þú sýnir nokkur einkenni sem tengjast athyglisbresti/ofvirkniÞú virðist eiga í nokkrum erfiðleikum með athygli þína og einbeitingu sem svipar til einkenna athyglisbrests/ofvirkni. Svör þín benda til þess að þú eigir stundum erfitt með að einbeita þér að einu verkefni í einu eða halda vakandi athygli á fundum eða fyrirlestrum. Þessi einkenni virðast trufla þig við dagleg störf og valda þér nokkurri vanlíðan. Ráðlegast er að þú leitir frekari ráða heimilislækni eða hjá fagmanni á geðheilbrigðissviði (s.s. sálfræðingi eða geðlækni) til þess að fá ítarlegra mat og mögulega greiningu.

Ekki viss um að ég labbi inn til doksa og ath þetta, byrja á að prufa að taka vítamín, sofa reglulega (og nóg...). Humm er þá ekki spurning um að fara að sofa klukkan er víst orðin full mikið. Fer á morgun og kaupi Gingsen og eyrnatappa... ætli það virki?
Ég myndi gefa útlim fyrir nammi NÚNA!

Að sjálfsögðu ekki minn, finn bara einhvern til að fórna sérstaklega fyrir þetta.

mánudagur, mars 05, 2007

Hvernig stendur á því að maður bara geti ekki einbeitt sér við lesturinn þrátt fyrir að efnið sem á að lesa er þvílíkt áhugavert. Ég bara skil ekkert í þessu, er ég með athyglisbrest?

laugardagur, mars 03, 2007

Vorhugur í baununum!
jú jú haldið að það sé ekki að koma vor í hugum dana, s.s. þá mætti ég nokkrum í dag á kvartbuxum og sandölum. Danir eru nefninilega eins og við íslendingarnir, þegar sólin fer að skína þá eru sumarfötin dregin fram. En það var nú samt full kalt í dag fyrir svona bjartsýni, hitinn rétt fór yfir fimm gráður, en sólin skein samt eins og aldrei fyrr.

Hér á bæ ríkir mikil bjartsýni vegna komu þess stóra gula sem sést hefur núna nokkra daga í röð á himninum. Það styttist í páskana og ég er búin að kaupa flugmiða til Genf þann 30. mars og til baka þann 10. apríl. Búðirnar að fyllast af páska dóti og nammi, sem er algerlega vonlaust þegar maður "má" ekki fá allt þetta girnilega páskanammi, er sko í aðhaldi sem aldrei fyrr. Er líka að vinna í því að "læra" að hlaupa, set það vonbráðar inn í stundartöfluna mína, markmiðið er að geta hlaupið/skokkað í ákv. tíma án þess að látast.

Sendi tengdamömmu minni afmælis pakka um daginn ætlaði sko að vera á góðum tíma með þetta í ár, gerði ráð fyrir að það tæki nokkra daga að ferðast með pakkann til íslands en post danmark og íslandspóstur hafa greinilega einhverja undra leið sín á milli því að pakkinn var alveg skuggalega fljótur á leiðinni. Svo er hún tengdamamma bara stilt og ætlar ekki að opna pakkann fyrr en á afmælisdaginn... þann 6. mars.

Lesturinn hjá mér gengur svona upp og niður, á í dálitlum vandræðum með að ná að lesa allt sem á að lesa fyrir tímana og þess vegna hleður þetta aðeins utan á sig, en þá er bara að bretta upp ermarnar og skipuleggja sig betur (hefur aldrei verið mín sterka hlið, já er bara frekar ömurleg í því) og lesa eins og vindurinn.
Fyrsta verkefninu hefur verið skilað og vinna við annað hafin, þakka bara fyrir að þetta eru hópverkefni.

Jæja best að fara að undirbúa sig fyrir hygge aften hjá Natasha, popp og video kvöld.
það er sko alveg í lagi að þið fallega fólk kommentið svona annarslagið, auðvita eru Drífa og Guðbjörg alltaf að kommenta hjá mér og ég er alveg voðalega sátt við þær, en það eruð þið hin sem ég veit að lesa þetta sem mættuð líka láta vita af ykkur.

fimmtudagur, mars 01, 2007

Suma daga bara get ég ekki tjáð mig á dönsku, þið ættuð bara að heyra hljóðin sem koma út úr mér, ég skil mig ekki einu sinni!
Aðra daga talar maður bara eins og maður eigi heiminn.
Eins og gefur að skilja þá getur þetta leitt til ýmissa vandamála, mikið er erfitt að vera með spastíska málstöð.
Reyndar þegar ég huksa um það þá á ég í vandræðum með að tjá (hef reyndar allaf átt) mig á þeim tungumálum sem ég þykist kunna, en fólk segir að það sé víst eðlilegt. Huksa núna mjög svo undarlega íslensk-ensk-dönsku... það skilur ekki nokkur lifandi maður svoleiðis rugl.

Búin að komast að því að það er snilld að vera áskrifandi af tonlist.is það jafnast fátt á við gamla og góða slagara (reyndar í bland við nýja) meðan lesið er. Tók upp á því að hlusta á súkkat og hafdísi huld og það bara smell passaði við anatómíuna. Gaman að þessu

Það er alveg stór undarlegt hvað manni er alveg sama um keppina í tímum í skólanum tala nú ekki um vigtina þarna bara vita allir hvernig maður lítur út á nærfötunum, verð reyndar aðeins að fjölga nærfötum sem hæf eru til sýninga en það er annað mál. Hélt að það tæki hópinn aðeins lengri tíma að venjast þessu en nei nei við erum búin að vera hér í mánuð og bara tölltandi um hálf nakin í kennslustundum, eðlilegt, veit það ekki!

Best að fara að einbeita sér að lestrinum. Netið getur tekið dálítinn tíma. Þrátt fyrir að ég sé svona léleg að blogga.

góðar stundir

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Langði bara að segja frá nýjustu fjölgunninni!
Jóna og Stebbi eignuðust strák um daginn hér er síðan þeirra en það eru engar myndir komnar.... bíð spent.

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Gaman að segja frá því að ég er með beinagrind við rúmgaflinn hjá mér þessa stundina. Enn skemmtilegra er að hún er ekta, reyndar bara hálf og engin höfuðkúpa. Komst ekki í tímann síðasta fimmtudag þar sem grindunum var úthlutað og þess vegna fékk ég ekta, allar plastgrindurnar bara búnar. Næs tú bí living with half a man!

Náði mér í alíslenska flensu í ferðalaginu, er núna hágrátandi, með stíflað og slefandi nef (svona til skiptis), afar kraftmikinn hnerra (og afar tíðann, náði virkilega ath. í bekknum í dag), hósta og viskírödd. Gaman að þessu. Ég sem gaf þeim súkkulaði, þetta er það sem maður fær upp úr því að gefa fólki fitandi gjafir. (svona til útsk. þá hafði Sonja náð sér í flensu á klakanum). heh... ég fékk flensu í flensborg hehehehehehe

Ein kínasaga svona í lokinn:
ég er s.s búin að vera heima í dag, að mestu sofandi en hvað með það, skrepp í netto til að ná mér í næringu er í burtu í ca. klukkutíma. Kem inn úr dyrunum, kíninn er að vaska upp:

Kíninn(k): Where have you been? (sagt hátt og svona eins og hann hafi bara ekkert séð mig í dag)
Ég (S): shopping, not that it is any of your bissn...
k: WHAT?
S: I said I whas shopping, and I have just been an hour! not that is any of your bissn......
K: Ok! I should not ask you!
S: It whas just a stubit question!
K: .....

Haldið þið að ég hafi bitið hann af mér í þetta skiptið??? Ég tel dagana.

Það eru fluttar inn tvær spænskar stelpur, þær eru strax farnar að tala illa um kínann, greyið.
Lýst annars voða vel á stelpurnar, þær eru hérna í praktík í húkrun svo búa hér í næsta húsi vinkonur þeirra sem eru líka í praktík í sjúkraþjálfun. Praktískt!

góðar stundir ;)

mánudagur, febrúar 19, 2007

Komin heim til Esbjerg eftir frábæra daga í Genf, langaði bara ekkert heim. Genf tók á móti mér með æðislegu veðri, sól og hita (10°C plús mínus 2°C). Við sköturnar þrömmuðum Genf bókstaflega endanna á milli, borðuðum góðann mat og "hygg-"uðum okkur alveg helling.
Fékk að gista hjá Bóasi og family og kom svo allt of seint heim rétt náði í tíma núna í morgun.
Er ekki með hugan alveg við það sem ég er að gera... verð að lesa.... á eftir að lesa HELLING...

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Væl Væl Væl Væl Væl Væl Væl Væl Væl Væl Væl Væl Væl Væl Væl Væl Væl Væl Væl Væl
ok búin að væla hehe.

Þegar maður býr svona einn þá getur eldamennskan orðið frekar leiðinileg. Það er svo leiðinilegt að hafa engann til að borða með, var bara ekki búin að gera mér grein fyrir þessu. Maturinn er stundum dálítið einhæfur því ég ég nenni ekki að eyða fullt af tíma í þetta, geri bara það sem tekur minnstan tíma og þá kannski nokkra skammta í einu. Sko þá kemur kína sagan. Kínafíflið borðar alltaf það sama, öll kvöld, skil bara ekki hvernig hann getur þetta. Reyndar er hann nú búin að segja mér að hann hafi ekkert kunnað að elda fyrr en hann kom hingað, hann er svo bara pínu stoltur yfir þessu sem hann er að gera hehe. ok hér er lýsing á þessu:
Á nokkurra daga fresti þá eldar hann einn kjúkkling, hlutar hann niður og geymir.
Hann sýður spaghettí í dálítinn tíma, skellir út í þetta einni gulrót og 3 blöðum af hvítkáli, sýður þetta meira, leggur eldaðann kjúklingabita í pottinn og hellir yfir þetta einni dós af niðursoðnum tómötum og lætur þetta malla í dálítinn tíma í viðbót. Volla tilbúið. Þetta borðar hann á hverju einasta kvöldi, svo ef ég elda mér á undan þá verður hann svo svangur af því að finna lyktina af matnum mínum að hann steikir sér svona 2-3 lauka (lyktin er í húsinu í 3 daga á eftir).

Ok kína saga búin

Það eru að öllum lýkindum að koma leigendur í hin herbergin, það var í það minnsta búið að troða 2 leigu reiðhjólum í hjólaskýlið. Vona bara að það séu strákur og stelpa þá get ég fengið að deila baðherbergi með stelpunni.... .bara að ég þurfi ekki að fara að deila wc með fíflinu....

Jæja, ætla að lesa dálítið í Anatomy og pakka svo..... ég er að fara til Swiss á morgun!

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Það virðast allir hafa fengið sömu hugmynd og ég í dag. Jú jú þvo þvott, þvílík umferð í þvottarhúsinu.

Ekki á morgun heldur hinn er ég að fara til Genf... get ekki beðið

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Planið fyrir ferðina var ca. svona
0800 mæting, mikið talað.
0900 Fórum yfir stærstu beinin í líkamanum og svo byrjaði gamanið. Hituðum upp og fórum svo í allskonar þolþrautir. Vorum að þessu til 1115 fengum smá matarhlé.
1200 Komin ofan í sundlaugina og þarna voru líka allskonar þol þrautir og gaman.
1330 fór rútan með okkur út í skóg þar sem þrautirnar héldu áfram, þetta var svona ratleikur. Eftir leikinn löbbuðum við þangað sem við áttum að sofa, veit ekki hvað marga kílómetra við löbbuðum/hlupum. En það skemmtilega var að við vorum ekki komin heim fyrr en kl 2000 vorum s.s búin að vera á hreyfingu mest allan daginn. Fengum “tekið til í kælinum” mat, eitthvað ógeð í sósu og uppþurrt salat alger vibbi. Mikið vorum við aum þegar við fórum að sofa, vitandi það að þetta væri ekki búið.
2400-0400 Var svefntími. Við vorum s.s vakin kl 4 og þá hófst önnur lota þolprófa. Púha Mikið andsk. var þetta efitt. Vorum að þessu til kl 7 þá var það bara að koma sér í rútuna og heim.
0800 Fengum morgunmat, borðaði nú bara passlega, ekkert of mikið og reyndi að halda út ddv matseðli því ég ætlaði ekki að falla.
0900 Nudduðum svo hvert annað og ég var komin heim rétt upp úr kl 10. Lagðist upp í rúm og steinsofnaði og svaf til 1600.
Vaknaði og var bísna svöng og átti ekkert í kælinum þannig að ég ákvað að fara bara og fá mér macdonalds….. á leiðinni mundi ég loforð sem ég gaf mér og það er að ég ætla aldrei að borða á macd. aftur. Fór í nettó keypti frosna pizzu og sykurl. kók. Hafði bara ekki orku í annað. Harðsperrurnar maður… er ekki í lagi með fólk. Hélt að ég myndi ekki getað staðið, gat ekki sest eðlilega á klósettið.
Svo í gær laugardag var mér boðið í party, þar sem þetta var fyrsta boð þá varð ég auðvita að fara. Hef það fyrir reglu að hafna aldrei fyrsta eða öðru boði, því ef þú byrjar að afþakka þá verður þér bara ekki boðið aftur. First impression er svo mikilvægt upp á þessa félagsmótun, verð að komast strax inn í hópinn það er rosalega erfitt að komast inn í eftir á. (finnst mér )
En það var semsagt aðeins (of mikið) drukkið í gærkvöldi og ég bara vona að vigtin verði miskunsöm á morgun. Vona að öll þessi hreyfing hafi eitthvað gott gert.
jæja ruglið í mér er búið í bili… spurning um að lesa þetta yfir og ath hvort það sé eitthvað samhengi í þessu… hehe.
Farin að læra

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Ok þeir sem eru orðnir leiðir á mér þegar ég væli og þá sérstaklega vegna kínverjans, bara ekki lesa þetta... verð bara að koma þessu frá mér einhversstaðar. Ingó er komin með hundleið á kínasögunum heheh. Þetta er skrifað í belg og biðu (hvað er nú það) og ekki lesið yfir þannig að ég hef ekki hugmynd hvort þetta meikar einhvern sens.

Skil ekki Kínverjann.... Mikið er ég fegin að alast upp í landi þar sem fordómar voru ekki prenntaðir inn í hausinn á manni. Ég bara skil ekki af hverju hann fór yfir höfuð frá Kína.
Hann er alltaf að reyna að fá mig til að spalla um "heims" málin þá kemur hann út úr herberginu sínu og spyr t.d

-Sigga veistu eitthvað um Tævan? Ég var sko fljót að snúa mig út úr þessu með að segja að ég vissi ekki neitt og vildi ekki vita neitt.. leiðinileg veit en ég nennti bara ekki að hlusta á hann tala illa um tævan.. í svona klukkutíma.

-Sigga eru einhverjir innflytjendur í bekknum þínum? ég: já .. náði ekki að segja meira þegar hann fór að æsa sig yfir því hvað þau væru að gera hérna......uuuuu??? Náði svo að segja honum frá því að þau væru sko samt dönsk... s.s 2 kynslóð eða eitthvað lengra. Já þá fór hann nú að segja mér frá því að það væri auðvita hægt að vera dani þrátt fyrir að vera það ekki .... svo sagði hann mér frá því að hann hefði hitt kínverska stelpu, fór að tala við hana og þá skildi hún bara ekkert hvað hann var að segja .. hún var jú dönsk!!! honum fannst það rosaleg upplifun....

-Sagði honum um daginn frá lýðháskóladvölinni og var að telja upp hvaðan fólkið var ... ein frá Nýja Sjálandi, tvær frá tékklandi, tveir frá Póllandi, ein frá Japan... þarna greip hann fram í fyrir mér og sagði "ég þoli ekki japani! Ef ég hitti fólk frá japan þá segi ég því strax að mér líki það ekki og muni ekki líka það... ok ég veit að japanir gerðu hræðilega hluti í WW en kommon það er ekki hægt að láta svona.

Hélt í fyrstu að hann væri bara svona lélegur í ensku eða kannski ekki lélegur heldur notar kannski bara orð/orðaröð sem í það minnsta ég myndi ekki nota og ég væri semsagt alltaf að misskilja greyið. En hann er bara óþolandi, ruglar öllu saman og þegar ég er að leiðrétta hann eða segja honum frá einhverju sem hann heldur að eigi að vera einhvernvegin þá er ég sko bara eitthvað heimsk að hans mati... hristir bara hausinn og fer að leiðrétta mig... AAARRRGG

Ok hætt... nenni ekki að væla meira útaf fíflinu.. Nikky (ein úr dönskunáminu) sagði reyndar að ég væri nú bara heppin... að hann væri ekki alltaf með partý og reykjandi hass ..hehe svo sagði hún að ég ætti endilega að hafa samband við sig en ég ætti að koma til hennar því að hún nennti ekki að hitta kínverjann ehheheh.
jæja elskurnar mínar nú er skólinn loksins byrjaður og allt í góðu með það. Þetta á eftir að vera svakalega erfiður tími, sérstaklega svona fyrst, en samt skemmtilegur. Þetta er föngulegur hópur fólks á aldrinum 19-28 og lýst mér bara ágætlega á hópinn, annars kemur allt í ljós á morgun, fimmtudag, því við erum að fara í "rust" ferð. Reyndar er búið að breyta skipuleginu aðeins hér, því venjan er að fara með öðru árinu í ferðina en nú eru það kennararnir sem sjá um að pína okkur.... gaman að þessu.

Annars vildi ég bara benda ykkur á síðuna hjá litlu dömunni sem ætlar að koma í heiminn þann 15 júní (kannski að Jói fái hana í afmælisgjöf þann 14. júní??? Benni fékk nefnini lega Jón Gunnar næstum í afmælisgjöf eheheh) en já hér er síðan http://barnaland.is/barn/54866 Hvað giskið þið á að ég haldi að hún eigi að heita ???

Farin að pakka niður fyrir ferðina... við eigum að taka allt í heiminum með, því að hér er víst komin vetur og við eigum að vera úti að gera einhverjar æfingar... hlý föt, regn föt, íþrótta föt, auka föt, inni íþr. skó, úti íþr. skó..... púff best að ég pakki bara tuttugu kílóunum mínum bara niður aftur hehe

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Hata að eyða peningum

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Langaði bara að deila með ykkur mesta slúðrinu héðan úr danaveldi. Það eru að sjálfsögðu verðandi konungur og drottning þessa lands sem príða forsíður blaðanna.
Krónprinsessan er ófrísk eins og alþjóð veit og keppast menn við að birta myndir af kúlunni. Einnig er hún komin með nýja klippingu og það er sko mikið búið að velta sér upp úr því afhverju? Svo var hún auðvita kosin flottasta kona heims af einhverju blaði í Englandi. Sem sagt bara vægar fréttir af prinsessunni.
Krónprinsinn hefur verið afar skemmtilegt umfjöllunarefni hjá pressunni, í það minnsta áður en hann kvæntist. Núna eru afar skemmtilegar myndir sem príða forsíðurnar. Konungurinn tilvonandi sýnir krúnudjásnin. Já já greyið maðurinn var á skútunni einhverstaðar í Ástralíu og já já hann hefur sko migið í saltann sjó. greyið ;)

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Fór til wonderfull Copenhagen í gær (mánudag) og kom heim áðan, s.s einnarnætur gaman ;)
Ætlunin var að eiga dag í borginni með ásinni minni en eitthvað var okkur ekki ætlað að fá langan tíma saman í þetta skipti. Hér kemur s.s lýsing á deginum samt bara nauðsinlegar upplýsingar ehehe.
Til þess að vera komin til Köben í tíma þurfti ég að taka fyrstu lest frá Esbjerg vaknaði því um kl 4 til þess að ná fyrsta bus og svo lestinni sem fór kl 5:57, allt í góðu með það. Ingó hringir svo í mig til að láta vita af því að hann sé að fara um borð í vélina.
Ég kem til Köben rétt fyrir 9 og skellti mér til amager þar sem ég þurfti að sinna nokkrum erindum. Hélt að ég væri nú bara voða gáfuð að klára mín verkefni frá svona áður en Ingó kæmi. Var ekki búin að vera lengi í amagercenter þegar Ingó sendir sms sem segir að það hafi þurft að snúa vélinni við vegna bilunnar, þau væru bara að bíða eftir að þetta væri lagað og svo myndu þau leggja af stað aftur. Nei, ekki var það svo gott, þau biðu, var vísað úr vélinni og svo biðu þau aðeins meira svo er bara hætt við flugið! Ingó fékk svo að fara með Icelandair og var ekki komin til DK fyrr en um hálf sjö. Sum sé þá fóru þessir 7 tímar sem við ætluðum að eyða saman í það að bíða. Enn gaman. Ég ætlaði að drepa tímann og fara að skoða nýja Liljendal prinsinn var komin hálfaleið þegar ég uppgvötaði það að ég hafði einhverstaðar gleymt pokanum sem ég var með, í panikki skipti ég um bus og fór aftur niður á lestarstöðina með nákvæmlega engar væntingar um að finna pokann. Bjóst við að mæta einum rónanum í nýju hvítu 66°N peysunni. Sem betur fer gleymdi ég pokanum á "góðum" stað og hann hafði verið tekin til handagagagns. Þetta var nú bara svona til þess að toppa allt. Fór til Guðbjargar og reyndi aðeins að slappa af, svona þangað til hún sparkaði mér út ;) fór þá og náði í Ingó á völlinn. Borðuðum og meira fáið þið bara ekki að vita ;)

Benni afhverju gastu ekki komið til Köben í dag en ekki á morgun???? Skil þetta bara ekki. Hefði verið gaman að hitta þig. En það verður bara að vera seinna, láta mig vita með góðum fyrir vara ef þið viljið hitta mig í Köben og þá helst að vera þar um helgi hehehe. Það nefninilega kostar mig 604 dkr að fara yfir en um helgar ef ég panta með 7 daga fyrirvara bara 300 kr. Líka ef þið eruð að koma þá er hægt að kaupa svona miða á netinu og með fyrirvara (8 daga til að vera viss) og prenta út heima hjá sér. Sniðugt.

Fékk bréf frá skólanum í dag, er s.s að fara í samanhristiferð með bekknum mínum, allskonar íþrótta æfingar.... verðum vakin kl 4 og svona gaman, busaferð... mér finnst ég vera gömul......

föstudagur, janúar 26, 2007

Ok mér er hætt að standa á sama!

Sko eins og ég hef sagt þá eru fjögur herbergi í húsinu en það standa tvö laus. OK.
Hér bý ég sem sagt með KÍNVERJANUM OK!
Hann er sum sé gersamlega tilbúin (já eða bara búin að hans mati) að ganga mér í móður stað, mér til mikilla ama. Fyrst var hann gersamlega á nálum í kringum mig... frétti sennilega einhverjar gribbusögur en núna er hann gersamlega óþolandi. Ég má ekki koma inn í húsið þá er hann sprottinn fram og spyr hvað ég hafi verið að gera, hvernig ég hafi það og já bara talar mig í kaf. Hér koma nokkur dæmi um ofsóknir hans að undanförnu:

-Ég hef tekið eftir því að þú læsir alltaf herberginu þínu þegar þú ferð út, þú þarft þess sko ekkert, það er alveg öruggt að læsa bara útidyrahurðinni. (uuuuuu ég læsi bara fastar ef það er hægt, spurning um hengilás)
-Hvað er að? Þú ert ekki eins og þú átt að þér að vera(uuuu hvernig veit hann hvernig ég er), ég svara því að ég hafi bara sofið illa. Þá fer hann að þilja upp ráð, þú ættir að drekka mjólk áður en þú ferð í rúmið, kannski ættirðu að loka/opna gluggann, hækka/lækka á ofninum..... osv.
-Núna áðan þegar ég kom inn (sko klukkan var 18:10) stökk hann fram og andvarpaði því líkt og sagðist hafa verið orðinn áhyggjufullur, því venjulega væri ég heima eða komin heim á þessum tíma. Hann hafði voða áhyggjur af því hvort ég kæmi nokkuð heim, hvort ég hefði farið e-ð lengra til að eyða helginni. (uuuuuuuuuu hvað er að manninum, hvað ef klukkan hefði verið orðin meira, hefði hann hringt í lögregluna og lýst eftir mér?????)
- Hann spurði hvenær Ingó kæmi (ég var sko búin að segja honum að Ingó myndi vera einn dag í Köben og ég ætlaði yfir til að hitta hann) hann: já, kemur hann um helgina? Eigum við að kaupa bjór? (uuuuuuuuuuuuuuuu ... við hver, hver var að bjóða honum?????

Þetta er sko bara dropi í hafið, segi ykkur meiri visku seinna. Já eitt enn ... hann pissar út fyrir..
talar svakalega mikið við sjálfan sig frami í eldhúsi.. og ég hef grun um að hann sé að tala ímyndað við mig ... hef heyrt nafnið mitt.... þetta er pínu krípí. Hans herbergi er með hurð beint inn í eldhús og hann er oftast með hana opna þannig að þegar maður kemur fram sér hann að maður er að koma og byrjar að spjalla... og maður losnar ekkert við hann... HJÁLP er einhver sem á KÍNVERJA fælu sem hann vill lána mér, hvað á ég að gera. Ég vill ekki vera vond, en hvernig á ég að bíta hann af mér?

Best að fara að elda, heyrði að hann lokaði hurðinni inn til sín, hann er þá búin að elda handa sér......... sem betur fer þá útskýrði ég fyrir honum í upphafi að ég væri á sér fæði hehehehehehehe

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Til hamingju með afmælið Elsku Ingó minn. Nú ertu í lavörunni kominn á þrítugsaldur eins og ég ;)
Sjáumst eftir helgi.... get ekki beðið. Elska þig mest í heiminum. (þetta er sko skrifað eftir miðnætti hjá mér)

Já og best að óska Jóhönnu blóminu til hamingju með tvítugs afmælið í gær.
OK hver er ad njósna um mig, mér er alveg hætt ad lítast á blikuna. Thetta er sem sagt stjørnuspáin mín í dag......

Krabbi: Krabbinn liggur yfir ferðabæklingum, vefsíðum og tímaritum. Sumpart telur hann niður að næsta fríi - sumpart er hann þegar kominn í frí. Ef einhver segir, en þú varst að koma úr leyfi, skaltu láta það sem vind um eyrun þjóta.

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Það er svo erfitt að vera ég!
Loksins þegar ég hunskaðist í rúmið (í gærkvöld) stillti ég símann minn á allt of snemma vegna þess að ég var að fara í dönsku tíma kl 8:15 og ætlaði að taka mig til í rólegheitunum og borða morgunmat. Setti reyndar allt ofan í tösku og tók til föt sem ég ætlaði að fara bara svona til þess að ég gæti kúrt aðeins lengur.
Ætlaði aldrei að geta sofnað, var svo kalt að það var ekkert venjulegt. Sofna loks þegar ég er búin að vefja mig inn í sæng og teppi.
Vakna á undan klukkunni, að ég held, ákveð nú samt að lýta á hana. 7:45 ég stekk á fætur og þakka mínu sæla fyrir að hafa pakkað niður en voðalega hrædd um að ná ekki að borða neitt. Hoppa fram og jú jú ég hef tíma í smá morgunmat er að verða of sein í strætó nei þá fatta ég það að það er miðvikudagur og ég þarf ekki að mæta í skólann fyrr en kl 12:45. Eins gott að ég var ekki komin niður í skóla eins og hálfviti.
Góðar stundir

þriðjudagur, janúar 23, 2007

AAARRRRG
Sko ég bý í parhúsi, sem er ekki frásögu færandi nema að nágranninn er að gera mig geðveika hann spilar dúff dúff dúff tónlist ALLANNNNN daginn og um helgar þá er þetta á nóttunni líka... svo þreytandi. Bara svona fyrir ykkur að vita þá finnst mér svona dúff tónlist mjög skemmtileg en bara ekki þegar maður heyrir bara fokking bassatrommuna. Kannski er hann bara að spila á trommur... úfff betra að fara að venjast þessu.... eða fá sér heyrnatól.
Þetta heyrist svo vel og drynur í húsinu þannig að það er ekki nóg með að maður heyri þetta þá finnur maður þetta líka. Eins gott að ég er í herbergi sem er lengst frá hinni íbúðinni... myndi ekki meika hitt.... eða hvað ætli ég myndi þá kannski heyra tónlistina líka... kannski!

mánudagur, janúar 22, 2007

Hér í danaveldi tekur allt sinn tíma, maður á alltaf að gera ráð fyrir tveggja vikna biðtíma. Ég er til dæmis búin að bíða í tæplega tvær vikur eftir internettengingu í herbergið mitt. Maður hefði nú ekki haldið að þetta tæki svona langan tíma, það er ekki eins og verið sé að leggja kapalinn hingað inn, nei það þarf bara að senda mér einhvern “startpakka” og þá má ég fara á netið. Sem sagt bara lykilorðin, hvað þarf það að taka langann tíma? Það er eins gott að það verði svo til friðs eftir alla þessa bið.

Þó að langt sé liðið á árið langar mig að minnast gamla ársins í nokkrum orðum.
Árið byrjaði á Íslandi þar sem við hjónakornin höfðum eytt jólafríinu. Ekki byrjaði það skemmtilega því að í byrjun árs lést Ingólfur eldri 87 ára að aldri eftir erfið veikindi.
Við Ingó héldum til Kaupmannahafnar og settumst að í íbúð þeirra Lars og Julie sem voru í heimsreisu og voru svo góð að leigja okkur íbúðina sína á meðan. Íbúðin er staðsett á Sønderboulevard og fyrir þá sem ekki vita er þessi gata samsíða Istedgade. Það var alveg fullt af skemmtilega furðulegu fólki sem var þarna í kring t.d. Bleik hærði (hár og skegg) maðurinn í pelsinum, konan með hreiður hárið og alskeggið og maðurinn með einahárið.
Ingó var að vinna á fullu í BA ritgerðinni og ég fór að vinna hjá ISS við ræstingar.... ekki það skemmtilegasta.
Janúar aðhaldið fór eitthvað út um þúfur því að mánuðurinn fór í það að kveðja Þjóðverjanna, of mikið drukkið og borðað. Já svo átti Ingó 25 ára afmæli og þá var haldin veisla.
Í febrúar og mars var mikið um hygg og róleg heit þar sem janúar hafði verið partí út í eitt. Skipti um vinnu og fór að vinna hjá póstinum og líkaði bara ekki svo illa, fólkið skemmtilega furðulegt og mikil hreyfing fylgdi pakkanum.
Tókum Ben (breski fóstursonurinn) upp á arma okkar og gáfum að borða, held að hann hefði horfið ef okkar hefði ekki notið við.
Um páskana fórum við til Tyrklands þar sem ég brann svo svakalega að það sjást enn för ef vel er gáð. Í maí fékk Ingó að vita að hans biði staða sendiherra í Sviss um hálfs árs skeið og þá var bara fyrir mig að vita hvað ég ætti að fara að gera. Var ekki mjög bjartsýn um skólavist í Danmörkinni og var farin að skoða það að reyna við eitthvað í HÍ en ég var alveg tilbúin að fara að læra eitthvað gáfulegt.
Mánuðirnir flækjast einhvern vegin fyrir mér í minningunni en þetta hálfa ár í Köben var barasta eitt það frábærasta sem ég hef upplifað.
Í júní fluttumst við svo til Íslands þar sem við unnum eins og fávitar til að safna fyrir væntanlegum utanlandsferðum komandi árs. Ég vann til skiptis í Hraðbúðinni og hjá Héraðsverk, þetta var sumar afleysinga og ég held að ég geri þetta ekki aftur. Hraðbúðin hefur verið afskrifuð af listanum (sérstaklega af því að ég fékk ekki jólagjöf frá kaupfélaginu). Ingó fór á spena ríkisins og vann hjá sýslumanni.
Það er alveg rosalega erfitt að flytja svona inn til pabba og mömmu (já og tengdó) reyndar er það einstaklega hagkvæmt.
Benni og Hrefna giftu sig þann 10.júní og svo október tilkynntu þau um komu erfingja í júní. Allt að gerast.
Unnur amma hans Ingós lést þann 17. júní eftir erfið veikindi. Erfitt fyrir fjölskylduna að missa þau bæði á svona skömmum tíma.
Sumarið einkenndist sem sagt af vinnu og hjólreiðum þar sem ég hafði ekki bíl til afnota fékk ég lánað hjólið hans Jóa og hjólaði í vinnuna bæði frá Þrándarstöðum og í Egilsstaði og svo frá Valþjófsstað og inn í búðir héraðsverks, ótrúlega heppin með veður. Fólk taldi mig ekki heila á geði að hjóla svona en hvað get ég sagt.
Fúsi og Guðveig tilkynntu um komu erfingja í maí 2007 og settu svo upp hringa um jólin þannig að það er mikið að gerast í báðum mínum fjölskyldum.
Jólin einkenndust af mikilli afslöppun og áti eins og venjulega, Þorgerður fór á kostum í framkvæmdargleði. Jólaveislan var haldin heima að þessu sinni og fór alveg einstaklega vel og fallega fram, fólk var í sínu besta skapi og bara engin leiðindi.
Áramótunum eyddi ég á Valþjófsstað og það var mikið étið og spilað, klukkunum svo hringt en engum flugeldum skotið upp.
En núna er ég bara ein í Danaveldinu og nú er bara að duga eða drepast. Lífstílnum breitt og námið skal tekið föstum tökum. Takk fyrir árið sem leið og vona að hamingjan verði ykkur hlið holl á þessu ári ;)

Já og eitt enn

Guðbjörg og Hansi eignuðust þennan líka sæta strák þann 19 janúar og bara Til hamingju með drenginn ;)

föstudagur, janúar 12, 2007

Jæja, eg er komin til Esbjerg og ad verda buin ad koma mer fyrir. Fekk herbergi i ibud sem er med 4 svefnherbergjum, 2 badherbergjum og 1 elhusi. Sem sagt tha deilum vid eldhusi og badi, eg er alveg ad verda buin ad sætta mig vid thetta allt. Er ad reyna ad vera dugleg ad læra dønskuna... en thad er nu ønur saga.

Fót til thyskalands til Bóasar og fjølskildu um sídustu helgi, voda notalegt ad vera hja theim. Thau letu mig hafa skrifbord og stól thannig ad nuna get eg sest nidur og lætr hehehe.

Vildi bara adeins lata vita af mer, blogga meira sidar.
kv. Sigga

Heimilisfangid mitt:
Hedelunndvej 104-2
6705 Esbjerg Ø
Danmark

mánudagur, janúar 01, 2007

jæja nú er komið að því!

Vill byrja á því að óska ykkur gleðilegrar jólarestar og gleðilegs árs. Takk fyrir allt gamalt og megi hamingjan fylgja ykkur um aldur og æfi.

Hér kemur þá síðasti Íslandspistillinn í bili, fer til Reykjarvíkur í fyrramálið og svo út til Danmerkur daginn eftir(3.jan). Kem svo vonandi til Esbjerg þann 4.jan. núna er bara að krossa puttana og vona að allt gangi að óskum.

Lifið heil Elskurnar mínar og verið góð við hvort annað (Drífa sorry að ég kom svo aldrei)

Læt í mér heyra fljótlega eftir komuna "heim"

Venlig hilsen
Sigga Hulda