Vorhugur í baununum!
jú jú haldið að það sé ekki að koma vor í hugum dana, s.s. þá mætti ég nokkrum í dag á kvartbuxum og sandölum. Danir eru nefninilega eins og við íslendingarnir, þegar sólin fer að skína þá eru sumarfötin dregin fram. En það var nú samt full kalt í dag fyrir svona bjartsýni, hitinn rétt fór yfir fimm gráður, en sólin skein samt eins og aldrei fyrr.
Hér á bæ ríkir mikil bjartsýni vegna komu þess stóra gula sem sést hefur núna nokkra daga í röð á himninum. Það styttist í páskana og ég er búin að kaupa flugmiða til Genf þann 30. mars og til baka þann 10. apríl. Búðirnar að fyllast af páska dóti og nammi, sem er algerlega vonlaust þegar maður "má" ekki fá allt þetta girnilega páskanammi, er sko í aðhaldi sem aldrei fyrr. Er líka að vinna í því að "læra" að hlaupa, set það vonbráðar inn í stundartöfluna mína, markmiðið er að geta hlaupið/skokkað í ákv. tíma án þess að látast.
Sendi tengdamömmu minni afmælis pakka um daginn ætlaði sko að vera á góðum tíma með þetta í ár, gerði ráð fyrir að það tæki nokkra daga að ferðast með pakkann til íslands en post danmark og íslandspóstur hafa greinilega einhverja undra leið sín á milli því að pakkinn var alveg skuggalega fljótur á leiðinni. Svo er hún tengdamamma bara stilt og ætlar ekki að opna pakkann fyrr en á afmælisdaginn... þann 6. mars.
Lesturinn hjá mér gengur svona upp og niður, á í dálitlum vandræðum með að ná að lesa allt sem á að lesa fyrir tímana og þess vegna hleður þetta aðeins utan á sig, en þá er bara að bretta upp ermarnar og skipuleggja sig betur (hefur aldrei verið mín sterka hlið, já er bara frekar ömurleg í því) og lesa eins og vindurinn.
Fyrsta verkefninu hefur verið skilað og vinna við annað hafin, þakka bara fyrir að þetta eru hópverkefni.
Jæja best að fara að undirbúa sig fyrir hygge aften hjá Natasha, popp og video kvöld.
það er sko alveg í lagi að þið fallega fólk kommentið svona annarslagið, auðvita eru Drífa og Guðbjörg alltaf að kommenta hjá mér og ég er alveg voðalega sátt við þær, en það eruð þið hin sem ég veit að lesa þetta sem mættuð líka láta vita af ykkur.
laugardagur, mars 03, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Já og svo eru danir í sumarfötunum langt frameftir vetri.. merkilegir en jiii hvað ég hlakka til sumarsins. Knús yfir til þín sæta.
Þannig þegar þú segir að fallega fólkið eigi að commenta, en kvartar hvað fáir commenta, megum við þá hin ekki fallega fólkið commenta??? En fyrir utan þennan útúrsnúning þá er ég fegin fyrir þína hönd að gula fíflið brosi skært til ykkar á meðan það lætur okkur hér á skverinu kjurt. (örugglega engin sammála þessu hjá mér :z ) ég er bara svona. (ekki hrifin af þessu gula fífli) og þá er ég ekki að tala kínverjann hennar siggu. hvað um það. Bróðir þinn sést ekki þessa dagana. Hann er horfinn í vinnuna fyrir kl 7 ámorgnana og ég er bara heppin ef hann kemur heim um 7 leytið á kvöldin :( svona er bara lífið. Það er alltaf jafn gaman að lesa pistlana frá þér skvís. Endilega komdu með nýjan fljótlega. Ps. ef þú kíkir á ófædd Ben.dóttir þá sérðu að það er loksins komið smá lúkk á þetta ;) kv. frá Hvolsó. Hrefna og fjölsk.
Skrifa ummæli