föstudagur, janúar 26, 2007

Ok mér er hætt að standa á sama!

Sko eins og ég hef sagt þá eru fjögur herbergi í húsinu en það standa tvö laus. OK.
Hér bý ég sem sagt með KÍNVERJANUM OK!
Hann er sum sé gersamlega tilbúin (já eða bara búin að hans mati) að ganga mér í móður stað, mér til mikilla ama. Fyrst var hann gersamlega á nálum í kringum mig... frétti sennilega einhverjar gribbusögur en núna er hann gersamlega óþolandi. Ég má ekki koma inn í húsið þá er hann sprottinn fram og spyr hvað ég hafi verið að gera, hvernig ég hafi það og já bara talar mig í kaf. Hér koma nokkur dæmi um ofsóknir hans að undanförnu:

-Ég hef tekið eftir því að þú læsir alltaf herberginu þínu þegar þú ferð út, þú þarft þess sko ekkert, það er alveg öruggt að læsa bara útidyrahurðinni. (uuuuuu ég læsi bara fastar ef það er hægt, spurning um hengilás)
-Hvað er að? Þú ert ekki eins og þú átt að þér að vera(uuuu hvernig veit hann hvernig ég er), ég svara því að ég hafi bara sofið illa. Þá fer hann að þilja upp ráð, þú ættir að drekka mjólk áður en þú ferð í rúmið, kannski ættirðu að loka/opna gluggann, hækka/lækka á ofninum..... osv.
-Núna áðan þegar ég kom inn (sko klukkan var 18:10) stökk hann fram og andvarpaði því líkt og sagðist hafa verið orðinn áhyggjufullur, því venjulega væri ég heima eða komin heim á þessum tíma. Hann hafði voða áhyggjur af því hvort ég kæmi nokkuð heim, hvort ég hefði farið e-ð lengra til að eyða helginni. (uuuuuuuuuu hvað er að manninum, hvað ef klukkan hefði verið orðin meira, hefði hann hringt í lögregluna og lýst eftir mér?????)
- Hann spurði hvenær Ingó kæmi (ég var sko búin að segja honum að Ingó myndi vera einn dag í Köben og ég ætlaði yfir til að hitta hann) hann: já, kemur hann um helgina? Eigum við að kaupa bjór? (uuuuuuuuuuuuuuuu ... við hver, hver var að bjóða honum?????

Þetta er sko bara dropi í hafið, segi ykkur meiri visku seinna. Já eitt enn ... hann pissar út fyrir..
talar svakalega mikið við sjálfan sig frami í eldhúsi.. og ég hef grun um að hann sé að tala ímyndað við mig ... hef heyrt nafnið mitt.... þetta er pínu krípí. Hans herbergi er með hurð beint inn í eldhús og hann er oftast með hana opna þannig að þegar maður kemur fram sér hann að maður er að koma og byrjar að spjalla... og maður losnar ekkert við hann... HJÁLP er einhver sem á KÍNVERJA fælu sem hann vill lána mér, hvað á ég að gera. Ég vill ekki vera vond, en hvernig á ég að bíta hann af mér?

Best að fara að elda, heyrði að hann lokaði hurðinni inn til sín, hann er þá búin að elda handa sér......... sem betur fer þá útskýrði ég fyrir honum í upphafi að ég væri á sér fæði hehehehehehehe

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe þetta er nottlega bara ÓGEÐSLEGA krípí gaur.. ÓMG!!! Þú verður bara að dissa hann og vera fúl so be it maður getur ekki látið ofsækja sig svona án þess að segja nokkuð. Gangi þér vel. Hlakka til að sjá þig í næstu viku.

Nafnlaus sagði...

Hahahah.. þetta er ógeðslega fyndin saga.. þ.e. ef þetta væri ekki sönn saga! Krípí gæi maður.
Ætli greyið sé ekki bara svona svakalega einmanna?? veit ekki... Vona allavega að hann fari að láta þig í friði.
Kv. Drífa