sunnudagur, júní 10, 2007

Sirkusinn stóð gersamlega undir væntingum og aðeins meira en það. Lét sykurinn eiga sig í þetta skipti, hefði nú samt þurft á honum að halda, 4 tíma sýning, vond sæti.... en atriðin bara flott. Set inn nánari lýsingu seinna!

Blogg dagsins er afmælisblogg!

Amma mín hún Þorgerður er 73 ára í dag, til hamingju með daginn elsku amma mín (ég hringdi nú samt í hana, hún er nú ekki svo tæknileg ;) )
Benni bróðir og Hrefna eiga 1 árs brúðkaupsafmæli, til hamingju með það. Sendi þeim báðum sms í morgun og hef ekkert svar fengið... hummm. Vona að lukkudýrið þeirra fari að koma sér út úr kúlunni ;)
Svo eru það Elfar, Gísli Freyr og Sarah sem eiga líka afmæli í dag... til hamingju þið

Svo ef ég blogga ekki fyrir 14 júní þá á Jói bróðir afmæli 32 ára... til hamingju með það.

Veðrið hérna er búið að vera vangefið... bara 20-30 gráðu hiti dag eftir dag (komin vika...) og það sér ekki fyrir endann á þessum andskota... það ætti að banna svona hita í lestrar fríinu... ik?
Tíbískt að leið og skólinn klárast fari að rigna... Vona samt ekki, syss og Reynir verða nú að kynnast góða veðrinu( ef ekki þá bara góða verðinu.. hehehe)

Engin ummæli: