laugardagur, júní 30, 2007

Síðasta bloggið héðan frá Hedelundvej 104-2. Allt dótið komið yfir í Stenkrogen 17-1-8 (nr.17-1.hæð-herb.8.) og ég bara eftir að skúra mig héðan út.
Búin að mála og allt, hefði reyndar aldrei getað þetta allt á svona stuttum tíma nema fyrir einstaka hjálpsemi syss og reynis. Takk
Óska Ásdísi Lind Vigfúsdóttur til hamingju með nafnið, hlakka til að sjá dömuna, já og allla.
Blogga sennilega ekki fyrr en ég kem heim ;) Sjáumst

sunnudagur, júní 24, 2007

já já hvað er að gerast, komin sunnudagur. Hver er sagði tímanum að líða svona hratt halló hægja pínu á sér... eða hvað.
Kannski er bara best að koma þessu prófi frá til að ég geti einbeitt mér að einhverju öðru.. humm já er það ekki bara.

Nú eru öll partý yfirstaðin, stóra verkefnið er godkendt (s.s við náðum þessari önn) og prófið er svo ekki á morgun heldur hinn (s.s á þriðjudaginn 26 júní) Strax eftir prófið verður brunað til Köben og borðað með syss og Reyni og brunað heim til Esbjerg með síðustu lest samdægurs.
Hlakka svo til að hitta þau, vona bara að þau villist ekki svakalega í köbe hihi, þau eru nefninilega að koma á morgun og gista eina nótt í höfuðborginni.

Svo er það "bara" að þrýfa, mála og flytja. Flyt reyndar ekki langt, rétt 200 metra, fæ afhent þann 2. júlí og flýg heim 5. júlí fer í heimsókn ásamt mömmu til Benna, Hrefnu , Óla og litlu sætu frænku og svo keyrum við mæðgur austur þegar Benni og fam henda okkur út. ohh hvað ég hlakka til að knúsast aðeins með snúlluna ;) pínu hrædd samt, hef ekki haldið á unga barni í laannngan tíma, sennilega ekki síðan Jón Gunnar var smá barn... vá hvað það er langt síðan, krakkinn er orðin 14 ára. Hrefna spurning að hafa augun á mér hehe

Jæja best að lesa pínu... þannig að maður standi ekki eins og álfur út úr hól í þessu blessaða prófi... þó að það gildi nú ekki neitt.. og það er ekki hægt að fella mig héðan í frá heheh.

fimmtudagur, júní 21, 2007

Varúð afmælispistill! (rétt næ að vera á réttum tíma með þetta)
Í dag eiga tveir stórkostleigir kappar afmæli, það eru þeir Þráinn og Jón Smári. Ekki viss um að þeir þekkist en ég þekki þá báða heeh... Til hamingju með daginn

Svo á ég bráðum afmæli
Þorgerður og Reynir eru alveg að koma til mín
Ég er alveg að komast í sumarfrí
Ég er alveg að fara að flytja
Ég fer á klakann eftir ca. 15 daga
Alveg að komast heim til að sjá litlu prinssessurnar.... þær stækka bara svo hratt að ég er hrædd um að þær verði ekkert litlar þegar ég loksins sé þær..

Knús á línuna

þriðjudagur, júní 19, 2007

Verkefninu hefur verið skilað og nú tekur við allskonar rugl:
-Fimmtudagur - Partý sem við busarnir halda fyrir þá sem eru að útskrifast
-Föstudagur - fáum verkefnið til baka... fáum að vita hvort við höfum staðist önnina eða að við þurfum að vinna í þessu í sumarfríinu....arrrg
-Föstudagur - Partý til heiðurs því að fyrsta önnin er að klárast. Þemað er Hawai !!!!
lausu dagarnir fram að næsta þriðjudegi notaðir í að lesa fyrir munlegt próf upp úr öllu námsefni annarinar. Prófið gildir ekki neitt en metur bara stöðuna, væri nú leiðinilegt að valda kennara greyinu vonbrigðum.

ohh sakna Ingós alveg ólýsanlega mikið....

Svo á þriðjudaginn kemur syss og reynir í heimsókn og vá hvað verður gaman að fá þau til mín. Við ætlum að leigja bíl og keyra Jótland á enda og það verður:
-farð í stærsta sædýrasafn danmerkur
-Go kartað í höllin í Esbjerg
-bowlað
-vonandi farið í legoland
-málað og flutt í nýtt húsnæði
-voða gaman......... vona bara að sólin láti sjá sig ;)

Hlakka til að sjá ykkur, svo eru bara 16 dagar í heimferð..... vá hvað þetta líður hratt

laugardagur, júní 16, 2007

púhha, voðalega er maður orðin gamall!
þynkan er eitthvað að gera vart við sig eftir þvílíkt skemmtilegt kvöld, eitt er víst að bekkjarfélagar mínir sáu mig í aðeins öðru ljósi í gærkvöldi. Ég nebblega held mig dálítið til baka í skólanum, segi ekki svo mikið. Ég er samt ekkert að segja að maður hafi dansað upp á borðum.. ehehe bara í góðum fíling ;)
æi... best að plata einhvern með í þynkumatarferð...

miðvikudagur, júní 13, 2007

langaði að deila þessu með ykkur

-ég er ekki lengur Offitusjúklingur núna er ég bara ofeldissjúklingur, bmið mitt er s.s 29,1.
-það eru bara 10,5 kíló eftir í heilbrigðan bmi stuðul
-það eru 16,5 kíló í draumaþyngdina
-ég er s.s 30,5 kílóum léttari en ég var þegar ég vóg þyngst

Ég var á ferðalagi um daginn og bakpokinn minn vóg slétt 20 kíló… og ég var að bölva því hvað hann væri þungur þegar allt í einu uppgvötaði ég það að ég væri búin að missa fleiri kíló en ég væri að burðast með í bakpokanum.

vá… ég er ekki að fatta það…. ég er “bara” 10 kílóum of þung… BARA tíu kíló….

þriðjudagur, júní 12, 2007

Ok, af einhverjum ásæðum fæ ég ekki sms sem send eru frá Íslandi. Þannig að þið neyðist bara til að hringja í mig eða kommenta hér á síðuna.

búin að sjá mynd af dömunni, alveg eins og mamma sín, sýndist ég sjá krullur. Agarlega dúlla.... núna vill maður bara fleirri myndir.

Benni hringdi í mig í gær kl hálf tólf (að dönskum tíma), ég auðvita löngu sofnuð (var svo úrvinda að ég rotaðist um kl 10 ( að dönskum tíma). Þegar síminn hringdi, glápti ég bara á hann og skildi ekkert hvað var að gerast, loksins þegar ég áttaði mig þá gat ég ekki svarað (fingers to fat.. press any key (simpson)) að ég skellti óvart á hann. Svo átti ég ekki inneign til þess að hringja til baka þannig að ég fór bara að sofa. Sem betur fer fyrir hann, hringdi hann ekki aftur eins og Jói um daginn. Jói bró hringdi s.s í mig um daginn og klukkan var hálf tólf (23:30 að dönskum tíma) á virkum degi og ég steinsofandi, skellti óvart á og hvað haldið þið að bríðir hafi ekki verið sætur og beðið í hálftíma með að hringa aftur..... mín var sko pirruð.
Elskurnar mínar muna að það er TVEGGJA TÍMA munur og ég reyni að fara snemma í bólið, sérstaklega núna þegar maður þarf virkilega á góðri hvíld að halda. Það þarf að vera eitthvað mjög mikilvægt(eða sérstakt) ef þið eruð að hringja eftir kl 9 (21 að íslenskum tíma) plís.... :D

jæja.. það nennir ekki nokkur maður að lesa ruglið... góða nótt

mánudagur, júní 11, 2007

Stúlkan er komin í heiminn!
Samkvæmt nýjustu tölum var hún 14 merkur og 50 cm.
Ég er samt hálf móðguð... fékk ekkert að vita fyrr en um kl 19 (að dönskum tíma) en samkvæmt mömmu fæddist stúlkan um hádegisbilið (að íslenskum tíma). Reyndar sagði mamma að hún hefði sent mér sms, held að hún sé að skrökva því að ég fékk ekkert sms... Eins gott að bróðir noti ekki þessa afsökun líka. Spurning um að ath hvað maður sendir mörg sms (og borgi) sem komast bara alls ekki til skila, þrátt fyrir að maður sendi á rétt númer.

En stúlkan er komin og held ég að móður og barni heilsist bara vel, hef reyndar ekki hugmynd um það, en væri nú sennilega búin að frétta það ef eitthvað hefði verið að. (vona ég)

Benni og Hrefna innilega til hamingju með dótturina.

Nú heimta ég að sjá myndir ;)

Hljómar þetta blogg nokkuð frekjulega..... neee held ekki

sunnudagur, júní 10, 2007

Sirkusinn stóð gersamlega undir væntingum og aðeins meira en það. Lét sykurinn eiga sig í þetta skipti, hefði nú samt þurft á honum að halda, 4 tíma sýning, vond sæti.... en atriðin bara flott. Set inn nánari lýsingu seinna!

Blogg dagsins er afmælisblogg!

Amma mín hún Þorgerður er 73 ára í dag, til hamingju með daginn elsku amma mín (ég hringdi nú samt í hana, hún er nú ekki svo tæknileg ;) )
Benni bróðir og Hrefna eiga 1 árs brúðkaupsafmæli, til hamingju með það. Sendi þeim báðum sms í morgun og hef ekkert svar fengið... hummm. Vona að lukkudýrið þeirra fari að koma sér út úr kúlunni ;)
Svo eru það Elfar, Gísli Freyr og Sarah sem eiga líka afmæli í dag... til hamingju þið

Svo ef ég blogga ekki fyrir 14 júní þá á Jói bróðir afmæli 32 ára... til hamingju með það.

Veðrið hérna er búið að vera vangefið... bara 20-30 gráðu hiti dag eftir dag (komin vika...) og það sér ekki fyrir endann á þessum andskota... það ætti að banna svona hita í lestrar fríinu... ik?
Tíbískt að leið og skólinn klárast fari að rigna... Vona samt ekki, syss og Reynir verða nú að kynnast góða veðrinu( ef ekki þá bara góða verðinu.. hehehe)

laugardagur, júní 09, 2007

Sirkus Arena( www.arena.dk ) er í bænum, spurnig um að skella sér á sýningu! Fortíðarþráin eitthvað að spila með mig.... hihi ohh hvað ég man hvað var gaman að fara í sirkus á Egilsstaðatúninu ( þar sem kleinan og níjan standa nú) í gamladaga!
Man að ég vildi alltaf fá kandífloss, mamma sagði sagði alltaf að hún vissi að mér fyndist það vont .. en ég lét hana sko ekki plata mig með einhverju rugli. Endaði svo á því að henda sykrinum útaf því að mér fannst þetta svo ógeðslegt! Mamma veit best (var ekki einhver texti sem innihélt þetta?)

mánudagur, júní 04, 2007

Í dag var ég búin að ákveða að blogga.
Ástæðan, jú Hrefna mágkona mín átti að fera fyrst á skurðarborðið á fæðingadeildinni á Selfossi. Það átti að ss. kippa litlu dömunni í heiminn agalega snemma í morun. En! Nei læknirinn hringdi í gærkvöldi og sagði að það væri bara ekki pláss og þau ættu bara að koma eftir viku. Það var sem sagt einhver fjöldi kvenna sem þurfti á bráðakeisara að halda og þau bara sett á "hold" á meðan. (vona að það sé í lagi að ég bloggi um þetta...)
Þannig að ég verð bara að bíða með þetta æsi spennandi blogg mitt.

En að öðru

Ingó er búin að vera hjá mér síðastliðna vikuna og ég verð bara að segja ohhh hvað var gott að hafa hann hjá mér. Við munum sennilega bara ekki hittast aftur fyrr en í ágúst, æi.. það er bara svo langt þangað til.
Við áttum algerlega frábærann tíma, fórum meðal annars til Ribe (mæli svakalega með að fólk skelli sér þangað), gerði svo næstum útaf við kallinn í hjólatúr sem varð hringferð um esbjerg (túr du Esbjerg) þar sem við nánast hjóluðum hringinn í kringum bæinn. (reyndar er bærinn nú ekki stór) og á meðan ég var í skólanum var Ingó bara á egin vegum að skoða hvað bærinn hefur upp á að bjóða (nánar um það má lesa á hans bloggi, mæli með þeirri lesningu bara fyndið)
En Ingó er farin í vinnuna og ég sit hér ein eftir og á víst að vera að læra.... prófið nálgast með ógnar hraða. Sem segir það líka að Þorgerður og Reynir eru bara alveg að fara að koma til mín.

Jæja best að ganga frá boðskorta sendingum og fara svo að læra. (ef það eru einhverjir sem endilega vilja fá boðskort þá meiga þeir alveg láta í sér heyra með að kommenta.

Gleymdi aðeins ... þegar ég setti þetta inn í morgun! Já ss.
-Við erum s.s búin að panta hringana og boðskortin eru frímerkjuð (ég er s.s búin að vera að sleikja upp drottninguna í dag...)
-Ég brann svo svo skemmtilega á baki/öxlum. Ég er skjöldótt á bakinu hehehe, svona er að setja sólarvörn á sig á met tíma....
- Ingó lennti í meiri hremmingum ... Taskan hans var skilin eftir í Köben... þvílíkt vesen