ohhhh ég er bara að verða brjáluð á fólkinu sem ég bý með.
- vaskurinn alltaf fullur af drasli
- eldavélin og ofninn gersamlega viðbjóðslega út subbað
- þetta litla bekkpláss í elhúsinu fullt af mat, matarleyfum, vibba subbi, og óhreinum matarílátum (pottum, diskum osvfr.)
- allir pottar óhreinir
- óhreinar nærbuxur á baðherbergisgólfinu
- framhjáhalds læti fram á nótt
- að þurfa að þola það að vakna um miðja nótt við að það sé verið að blása upp vindsæng til að stunda reiðar á framm á morgun
- að veggirnir eru svo þunnir að ef ég kynni spænsku vissi ég nákvæmlega hvað væri verið að segja
- að ég er búin að vera alveg svakalega þolinmóð þennann tíma og að vera að missa móðinn núna þegar það er bara mánuður eftir af sambúðinni, þær fara heim 12 mai.
Fyrst voru þær svo þægilegar í sambúð en núna eru þær bara í standi (eins og hundarnir) stráka vesen alla daga og það eru sko læti í þeim (talað hátt og hlegið svakalega... ) Fyrstu vikurnar voru þær að biðja mig t.d að passa mig að loka hurðinni minni varlega eftir kl 10....... en núna koma þær ekki heim fyrr en ca. 1 um nóttina og þá með viðhöldin sín með og það ...... ohhh
kv. Sigga pirraða.
p.s það er bara stundum sem ég á svona daga, þar sem ég get snappað yfir minnstu hlutunum. Bara allir litlu hlutirnir eru búnir að safnast upp og svo kemmur bara einn pínuhlutur sem lætur allt fara af stað. Held mig bara inni í herbergi í dag, reyni að hafa sem minnst samskipti við þau sem ég bý með ... vona að þetta jafni sig ef maður lækkar bara undir, svo bara vona að það sjóði ekki uppúr.
miðvikudagur, apríl 18, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
OMG! skemmtilegir sambýlingar eða þannig. Hugsaðu þér bara hvað við Jóna og Elva vorum góðir sambýlingar.. hehehe
Ekki láta fólkið pirra þig, heyrist það ekki vera þess virði!
Kv. Drífa
já þið var nú gott að búa með ykkur, í það minnsta í smanburði við þau hér.. heh.
Nú eruð þið allar orðnar mömmur.. bara ég eftir, spurning hvað veldur því að þið eignuðust allar stráka?
kv. Sigga
Ómægot! Ég væri sko löngu búin að missa mig!!! En þú þraukar fram til 12.maí, það er nú ekki svo langt þangað til! :)
Gaman að kíkja á bloggið þitt, gat ekki annað fyrst þú skildir eftir slóð hjá mér!
Kær kveðja, Tinna Hrönn
já Tinna, ég er líka búin að missa mig einu sinni. Er svo bara að reyna að þrauka.
Skrifa ummæli