Ok, af einhverjum ásæðum fæ ég ekki sms sem send eru frá Íslandi. Þannig að þið neyðist bara til að hringja í mig eða kommenta hér á síðuna.
búin að sjá mynd af dömunni, alveg eins og mamma sín, sýndist ég sjá krullur. Agarlega dúlla.... núna vill maður bara fleirri myndir.
Benni hringdi í mig í gær kl hálf tólf (að dönskum tíma), ég auðvita löngu sofnuð (var svo úrvinda að ég rotaðist um kl 10 ( að dönskum tíma). Þegar síminn hringdi, glápti ég bara á hann og skildi ekkert hvað var að gerast, loksins þegar ég áttaði mig þá gat ég ekki svarað (fingers to fat.. press any key (simpson)) að ég skellti óvart á hann. Svo átti ég ekki inneign til þess að hringja til baka þannig að ég fór bara að sofa. Sem betur fer fyrir hann, hringdi hann ekki aftur eins og Jói um daginn. Jói bró hringdi s.s í mig um daginn og klukkan var hálf tólf (23:30 að dönskum tíma) á virkum degi og ég steinsofandi, skellti óvart á og hvað haldið þið að bríðir hafi ekki verið sætur og beðið í hálftíma með að hringa aftur..... mín var sko pirruð.
Elskurnar mínar muna að það er TVEGGJA TÍMA munur og ég reyni að fara snemma í bólið, sérstaklega núna þegar maður þarf virkilega á góðri hvíld að halda. Það þarf að vera eitthvað mjög mikilvægt(eða sérstakt) ef þið eruð að hringja eftir kl 9 (21 að íslenskum tíma) plís.... :D
jæja.. það nennir ekki nokkur maður að lesa ruglið... góða nótt
þriðjudagur, júní 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hvar fannstu þessa mynd? þetta er frábær vindmælir. þeirgera ekki endasleppt við þig bræður þínir.
kv mamma
Fékk þennan frábæra vindmæli sendan frá Ingó, skelfilega fyndið. Þá sérstaklega bilunin 0°... bara snilld.
Já bræður eru systrum verstir... ik?
Skrifa ummæli