miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Ok þeir sem eru orðnir leiðir á mér þegar ég væli og þá sérstaklega vegna kínverjans, bara ekki lesa þetta... verð bara að koma þessu frá mér einhversstaðar. Ingó er komin með hundleið á kínasögunum heheh. Þetta er skrifað í belg og biðu (hvað er nú það) og ekki lesið yfir þannig að ég hef ekki hugmynd hvort þetta meikar einhvern sens.

Skil ekki Kínverjann.... Mikið er ég fegin að alast upp í landi þar sem fordómar voru ekki prenntaðir inn í hausinn á manni. Ég bara skil ekki af hverju hann fór yfir höfuð frá Kína.
Hann er alltaf að reyna að fá mig til að spalla um "heims" málin þá kemur hann út úr herberginu sínu og spyr t.d

-Sigga veistu eitthvað um Tævan? Ég var sko fljót að snúa mig út úr þessu með að segja að ég vissi ekki neitt og vildi ekki vita neitt.. leiðinileg veit en ég nennti bara ekki að hlusta á hann tala illa um tævan.. í svona klukkutíma.

-Sigga eru einhverjir innflytjendur í bekknum þínum? ég: já .. náði ekki að segja meira þegar hann fór að æsa sig yfir því hvað þau væru að gera hérna......uuuuu??? Náði svo að segja honum frá því að þau væru sko samt dönsk... s.s 2 kynslóð eða eitthvað lengra. Já þá fór hann nú að segja mér frá því að það væri auðvita hægt að vera dani þrátt fyrir að vera það ekki .... svo sagði hann mér frá því að hann hefði hitt kínverska stelpu, fór að tala við hana og þá skildi hún bara ekkert hvað hann var að segja .. hún var jú dönsk!!! honum fannst það rosaleg upplifun....

-Sagði honum um daginn frá lýðháskóladvölinni og var að telja upp hvaðan fólkið var ... ein frá Nýja Sjálandi, tvær frá tékklandi, tveir frá Póllandi, ein frá Japan... þarna greip hann fram í fyrir mér og sagði "ég þoli ekki japani! Ef ég hitti fólk frá japan þá segi ég því strax að mér líki það ekki og muni ekki líka það... ok ég veit að japanir gerðu hræðilega hluti í WW en kommon það er ekki hægt að láta svona.

Hélt í fyrstu að hann væri bara svona lélegur í ensku eða kannski ekki lélegur heldur notar kannski bara orð/orðaröð sem í það minnsta ég myndi ekki nota og ég væri semsagt alltaf að misskilja greyið. En hann er bara óþolandi, ruglar öllu saman og þegar ég er að leiðrétta hann eða segja honum frá einhverju sem hann heldur að eigi að vera einhvernvegin þá er ég sko bara eitthvað heimsk að hans mati... hristir bara hausinn og fer að leiðrétta mig... AAARRRGG

Ok hætt... nenni ekki að væla meira útaf fíflinu.. Nikky (ein úr dönskunáminu) sagði reyndar að ég væri nú bara heppin... að hann væri ekki alltaf með partý og reykjandi hass ..hehe svo sagði hún að ég ætti endilega að hafa samband við sig en ég ætti að koma til hennar því að hún nennti ekki að hitta kínverjann ehheheh.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

AHA! FUNDIN:) jájá ég googlaði þig bara:) léttir lífið á nútíma stundu:)

frábært að heyra að þú sért mætt til danmerkur að læra sjúkraþjálfun..ég æstist bara öll upp þegar ég las þetta:) Við verðum endilega að setja okkur í sambandi!!!!

Bestu kveðjur frá árósum

Hildur af Árósum

Nafnlaus sagði...

Híhí þessi maður er auðvitað nett snilld.. NOT.
Hafðu það gott skvísa vona að kínverjinn fari að láta þig í friði.
Knús frá Köben

Nafnlaus sagði...

Rasaðu bara hér út að vild. Ég les það allavega :D
Ertu viss um að þetta sé ekki kínverji sem hægt er að sprengja... svona eins og á gamlárs???
Kv. Drífa

Nafnlaus sagði...

Aumingja þú! Gott að þú ert að fara til Genf bráðum. Bestu kv. úr sólinni og frostinu.Mamma.

Nafnlaus sagði...

hehe þetta er nú meiri druslan þessi kínverji.
kv. Hrefna