fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Langaði bara að deila með ykkur mesta slúðrinu héðan úr danaveldi. Það eru að sjálfsögðu verðandi konungur og drottning þessa lands sem príða forsíður blaðanna.
Krónprinsessan er ófrísk eins og alþjóð veit og keppast menn við að birta myndir af kúlunni. Einnig er hún komin með nýja klippingu og það er sko mikið búið að velta sér upp úr því afhverju? Svo var hún auðvita kosin flottasta kona heims af einhverju blaði í Englandi. Sem sagt bara vægar fréttir af prinsessunni.
Krónprinsinn hefur verið afar skemmtilegt umfjöllunarefni hjá pressunni, í það minnsta áður en hann kvæntist. Núna eru afar skemmtilegar myndir sem príða forsíðurnar. Konungurinn tilvonandi sýnir krúnudjásnin. Já já greyið maðurinn var á skútunni einhverstaðar í Ástralíu og já já hann hefur sko migið í saltann sjó. greyið ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já segðu okkur nú hvers vegna konugreyið er með nýja klippinu!!! Alveg ótrúlegt hvað fólk veltir sér uppúr :)
En gaman að "heyra" frá þér
Kv. Drífa