sunnudagur, febrúar 11, 2007

Planið fyrir ferðina var ca. svona
0800 mæting, mikið talað.
0900 Fórum yfir stærstu beinin í líkamanum og svo byrjaði gamanið. Hituðum upp og fórum svo í allskonar þolþrautir. Vorum að þessu til 1115 fengum smá matarhlé.
1200 Komin ofan í sundlaugina og þarna voru líka allskonar þol þrautir og gaman.
1330 fór rútan með okkur út í skóg þar sem þrautirnar héldu áfram, þetta var svona ratleikur. Eftir leikinn löbbuðum við þangað sem við áttum að sofa, veit ekki hvað marga kílómetra við löbbuðum/hlupum. En það skemmtilega var að við vorum ekki komin heim fyrr en kl 2000 vorum s.s búin að vera á hreyfingu mest allan daginn. Fengum “tekið til í kælinum” mat, eitthvað ógeð í sósu og uppþurrt salat alger vibbi. Mikið vorum við aum þegar við fórum að sofa, vitandi það að þetta væri ekki búið.
2400-0400 Var svefntími. Við vorum s.s vakin kl 4 og þá hófst önnur lota þolprófa. Púha Mikið andsk. var þetta efitt. Vorum að þessu til kl 7 þá var það bara að koma sér í rútuna og heim.
0800 Fengum morgunmat, borðaði nú bara passlega, ekkert of mikið og reyndi að halda út ddv matseðli því ég ætlaði ekki að falla.
0900 Nudduðum svo hvert annað og ég var komin heim rétt upp úr kl 10. Lagðist upp í rúm og steinsofnaði og svaf til 1600.
Vaknaði og var bísna svöng og átti ekkert í kælinum þannig að ég ákvað að fara bara og fá mér macdonalds….. á leiðinni mundi ég loforð sem ég gaf mér og það er að ég ætla aldrei að borða á macd. aftur. Fór í nettó keypti frosna pizzu og sykurl. kók. Hafði bara ekki orku í annað. Harðsperrurnar maður… er ekki í lagi með fólk. Hélt að ég myndi ekki getað staðið, gat ekki sest eðlilega á klósettið.
Svo í gær laugardag var mér boðið í party, þar sem þetta var fyrsta boð þá varð ég auðvita að fara. Hef það fyrir reglu að hafna aldrei fyrsta eða öðru boði, því ef þú byrjar að afþakka þá verður þér bara ekki boðið aftur. First impression er svo mikilvægt upp á þessa félagsmótun, verð að komast strax inn í hópinn það er rosalega erfitt að komast inn í eftir á. (finnst mér )
En það var semsagt aðeins (of mikið) drukkið í gærkvöldi og ég bara vona að vigtin verði miskunsöm á morgun. Vona að öll þessi hreyfing hafi eitthvað gott gert.
jæja ruglið í mér er búið í bili… spurning um að lesa þetta yfir og ath hvort það sé eitthvað samhengi í þessu… hehe.
Farin að læra

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sniðugt með að afþakka ekki partý.. um að gera að komast inn í hópinn. Vona að þetta sé skemmtilegt fólk sem er með þér í skólanum. Ætlar þú svo að segja mér að í þessari ferð hafi ekkert verið drukkið? Allt annað en í skólunum hérna þar sem fólk drekkur eins og SVÍN!!!
knús til þín ;)
P.s. Engar fleiri sögur af kínverjabjánanum??

Sigga Hulda sagði...

Sko þetta var kennaraferð og jú jú það var bjór með kvölmatnum en þessir tveir kassar kláruðust ekki.... lélegt maður. Það verður sko nemafylleri föstudaginn 23.feb og þá fá 2 árs nemar að pína okkur......
Held að ég sé búin að bíta kínafíflið frá mér. Hann kemur ekki hlaupandi fram núna, sem betur fer. Ég nefninilega var ógó leiðinileg við hann þegar hann var að baktala einhvern þjóðflokkinn hérna um daginn, ég hristi bara hausinn og labbaði inn í herbergi meðan hann var enn að tala hehe.