mánudagur, september 10, 2007

Við hjónin höfum ákveðið að rugla saman reitum í netheimum.
Verðum nú að hafa eitt sameiginlegt heimilisfang, búa saman á einhverjum heimi... það verður víst að vera netheimurinn í þetta skipti!

Takk fyrir samfylgdina hér og velkomin í heimsókn á setrið ( setrid.bloggar.is (því miður get ég ekki gert link á þetta, blogger er með einhver leiðindi))
Hilsen Frú Sigríður

þriðjudagur, september 04, 2007

Hér koma nokkrir punktar:

- Þakkir til allra sem komu að deginum okkar á einhvern hátt. Það er hættulegt að byrja að telja fólk upp, maður gæti gleymt einhverjum. Dagurinn var yndislegur í allastaði.

- Takk fyrir kommentin á síðustu færslu, þið eruð frábær.

- Daginn eftir giftinguna var guðdóttir mín skírð og fékk hún nafnið Guðrún Inga, í höfuðið á mömmu minnar (jú jú og Benna) og mömmu Hrefnu. Mamma hélt henni undir skírn og ég og syss vorum skírnarvottar og þar af leiðandi guðmæður (barnið verður sko í góðum höndum)

- Yfirgáfum Ísland þann 17. ágúst, stutta útgáfan af ferðasögunni er þessi: Egilsstaðir-Köben-Genf-París-Köben-Esbjerg.
Vorum s.s í Genf í 8 daga, París í 3 daga og 1 dag í Köben og erum núna komin til Esbjerg og Ingó ætlar að vera hjá mér þangað til 9.sept (sunnudagur)

-Búin að eyða síðustu dögum í að koma mér fyrir. Ikea, Jysk og aðrar lágvöruverslannir hafa verið heimsóttar ansi mikið. Leigðum bíl til að fara til Århusa (þar er ikea) fengum þennan glæsilega Fiat Punto.... komum ótrúlega miklu í hann ;) Keypti t.d sófa í Jysk og komhonum heim í einni ferð :D

-Skólinn er byrjaður og allt að komast í fastar skorður, hveitibrauðsdagarnir alveg að taka enda (því miður :( )

-ætli ég reyni ekki að setja inn færslu hér af og til fyrst að rútínan er að komast á eftir flakk síðustu tveggja mánaða.