þriðjudagur, maí 15, 2007

Hvað segið þið, komin tími á blogg?
Það er nebblega þannig að þegar það hefur ekki verið bloggað lengi þá hringir stóribróðir í mig og skammast.... eina leiðin til að heyra í þeim hjónum er að blogga ekki, þannig ég er á báðum áttum með hvort ég eigi að blogga eða ekki!

Það er samt greinilegt að það er prófatíð og sumarfrí eru að byrja því að það nennir ekki nokkur maður að blogga, já og kannski er bloggið að detta uppfyrir!

Fyrsti gesturinn minn fer að koma til mín, komin tími til að ég fái einhvern í heimsókn !!! Það er hann Ingó sem ætlar að dvelja hjá mér í viku ohhh hvað ég hlakka til :D Hann kemur nú samt ekki fyrr en 26 mai en það er í lagi að fara að hlakka til.
Svo kemur litla syss og Reynir í heimsókn eftir prófin og verða í 2 vikur!!! svo er bara ísland í sumar.... Vantar reyndar vinnu, bara í einn mánuð þar sem ég hef ekki tíma í meira. Ef þið vitið um einhvern sem vantar hörkuduglega stelpu í vinnu frá 6 júlí til 6 ágúst endilega látið mig vita... TAKK!

En þar sem allt er á fullu í skólanum og líður að prófum hef ég nánast ekkert að segja. Reyndar eru prófin á fyrstu önninni ansi undarleg þar sem við fáum ekki einkunn og getum ekki fallið. Ansi undarlegt ég veit. Prófin standa yfir í 2 daga (25 og 27 júní) og verður prófað saman úr öllum námsgreinum.... já ég skil þetta ekki heldur. En maður verður auðvita að standa sig þannig að ég er farin að lesa.

Afmælisbörn þessarrar viku eru, Óli Hrefnu (fóstursonur stóra bró) þann 13, Óli foss (forsetinn) þann 14, Drífa M(sveit-ungi) og Eydna (færeyingurinn) þann 17. Man ekki eftir fleirum þannig að þið! Til hamingju með daginn ;)

Læt fylgja með mynd af mér og Torfa vini mínum, barnið bara vildi ekki við neinn annann tala, ég átti bara að halda á honum, bursta tennur og bara allann pakkann. Endaði með því að hann sofnaði hjá mér, vildi ekki liggja hjá mömmu sinni... vandræðalegt :D hehe.. þetta er semsagt annað barna Sveins (hinn íslenski sjúkraþj.neminn hér í Esb.) og Guðrúnar sem eru búin að vera svo yndæl að bjóða mér að verða húsgagn hjá þeim.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk takk. Auðvitað alveg heill hellingur sem á afmæli í viðbót... enda u.þ.b. hálf Eiðaþinghá fædd í maí :)
Kv. Drífa

Sigga Hulda sagði...

Nákvæmlega...örugglega helmingurinn af þránda fjölsk. er fædd í mai. Rosalegt.

Nafnlaus sagði...

Æji litli snúllinn svona hrifinn af Siggu... það er svona líka hérna Valdór talar oft um þig ;)
knús yfir stórabeltið og aðeins lengra

Sigga Hulda sagði...

Gott að vita að maður er ekki alveg hræðilegur... hehe