þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Gaman að segja frá því að ég er með beinagrind við rúmgaflinn hjá mér þessa stundina. Enn skemmtilegra er að hún er ekta, reyndar bara hálf og engin höfuðkúpa. Komst ekki í tímann síðasta fimmtudag þar sem grindunum var úthlutað og þess vegna fékk ég ekta, allar plastgrindurnar bara búnar. Næs tú bí living with half a man!

Náði mér í alíslenska flensu í ferðalaginu, er núna hágrátandi, með stíflað og slefandi nef (svona til skiptis), afar kraftmikinn hnerra (og afar tíðann, náði virkilega ath. í bekknum í dag), hósta og viskírödd. Gaman að þessu. Ég sem gaf þeim súkkulaði, þetta er það sem maður fær upp úr því að gefa fólki fitandi gjafir. (svona til útsk. þá hafði Sonja náð sér í flensu á klakanum). heh... ég fékk flensu í flensborg hehehehehehe

Ein kínasaga svona í lokinn:
ég er s.s búin að vera heima í dag, að mestu sofandi en hvað með það, skrepp í netto til að ná mér í næringu er í burtu í ca. klukkutíma. Kem inn úr dyrunum, kíninn er að vaska upp:

Kíninn(k): Where have you been? (sagt hátt og svona eins og hann hafi bara ekkert séð mig í dag)
Ég (S): shopping, not that it is any of your bissn...
k: WHAT?
S: I said I whas shopping, and I have just been an hour! not that is any of your bissn......
K: Ok! I should not ask you!
S: It whas just a stubit question!
K: .....

Haldið þið að ég hafi bitið hann af mér í þetta skiptið??? Ég tel dagana.

Það eru fluttar inn tvær spænskar stelpur, þær eru strax farnar að tala illa um kínann, greyið.
Lýst annars voða vel á stelpurnar, þær eru hérna í praktík í húkrun svo búa hér í næsta húsi vinkonur þeirra sem eru líka í praktík í sjúkraþjálfun. Praktískt!

góðar stundir ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey mín bara farin að vera dónaleg við kínverjann... já whatever it takes. Maðurinn er nottlega KLIKKaður! Láttu þér nú batna af þessari flensu. knús frá Köben.

Nafnlaus sagði...

Þið stelpurnar ráðið við gæjann!! Komið honum út og hafið það huggulegt. En láttu þér nú batna!
Kv. Drífa