mánudagur, september 10, 2007

Við hjónin höfum ákveðið að rugla saman reitum í netheimum.
Verðum nú að hafa eitt sameiginlegt heimilisfang, búa saman á einhverjum heimi... það verður víst að vera netheimurinn í þetta skipti!

Takk fyrir samfylgdina hér og velkomin í heimsókn á setrið ( setrid.bloggar.is (því miður get ég ekki gert link á þetta, blogger er með einhver leiðindi))
Hilsen Frú Sigríður

þriðjudagur, september 04, 2007

Hér koma nokkrir punktar:

- Þakkir til allra sem komu að deginum okkar á einhvern hátt. Það er hættulegt að byrja að telja fólk upp, maður gæti gleymt einhverjum. Dagurinn var yndislegur í allastaði.

- Takk fyrir kommentin á síðustu færslu, þið eruð frábær.

- Daginn eftir giftinguna var guðdóttir mín skírð og fékk hún nafnið Guðrún Inga, í höfuðið á mömmu minnar (jú jú og Benna) og mömmu Hrefnu. Mamma hélt henni undir skírn og ég og syss vorum skírnarvottar og þar af leiðandi guðmæður (barnið verður sko í góðum höndum)

- Yfirgáfum Ísland þann 17. ágúst, stutta útgáfan af ferðasögunni er þessi: Egilsstaðir-Köben-Genf-París-Köben-Esbjerg.
Vorum s.s í Genf í 8 daga, París í 3 daga og 1 dag í Köben og erum núna komin til Esbjerg og Ingó ætlar að vera hjá mér þangað til 9.sept (sunnudagur)

-Búin að eyða síðustu dögum í að koma mér fyrir. Ikea, Jysk og aðrar lágvöruverslannir hafa verið heimsóttar ansi mikið. Leigðum bíl til að fara til Århusa (þar er ikea) fengum þennan glæsilega Fiat Punto.... komum ótrúlega miklu í hann ;) Keypti t.d sófa í Jysk og komhonum heim í einni ferð :D

-Skólinn er byrjaður og allt að komast í fastar skorður, hveitibrauðsdagarnir alveg að taka enda (því miður :( )

-ætli ég reyni ekki að setja inn færslu hér af og til fyrst að rútínan er að komast á eftir flakk síðustu tveggja mánaða.

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

laugardagur, júlí 14, 2007

jæja þá er maður komin á klakann og byrjaður að vinna... gaman að því!
Veðrið er ekki alveg það besta þessa dagana og húmorinn er kannski heldur ekki upp á marga fiska. Þannig að ég hef ekkert skemmtilegt að segja enda gerist nú ekki mikið hjá mér, bara vinna, borða sofa... gaman

Er reyndar að undirbúa brúðkaupið, gengur bara voða vel en fólk er eitthvað að gleyma að láta vita hvort það ætlar að koma eða ekki.... þannig að þið sem vitið upp á ykkur sökina ... látið mig vita sem allra fyrst.

Geri ekki ráð fyrir því að ég skrifi mikið næsta mánuðinn eða svo, vona að þið njótið sumarsins.

laugardagur, júní 30, 2007

Síðasta bloggið héðan frá Hedelundvej 104-2. Allt dótið komið yfir í Stenkrogen 17-1-8 (nr.17-1.hæð-herb.8.) og ég bara eftir að skúra mig héðan út.
Búin að mála og allt, hefði reyndar aldrei getað þetta allt á svona stuttum tíma nema fyrir einstaka hjálpsemi syss og reynis. Takk
Óska Ásdísi Lind Vigfúsdóttur til hamingju með nafnið, hlakka til að sjá dömuna, já og allla.
Blogga sennilega ekki fyrr en ég kem heim ;) Sjáumst

sunnudagur, júní 24, 2007

já já hvað er að gerast, komin sunnudagur. Hver er sagði tímanum að líða svona hratt halló hægja pínu á sér... eða hvað.
Kannski er bara best að koma þessu prófi frá til að ég geti einbeitt mér að einhverju öðru.. humm já er það ekki bara.

Nú eru öll partý yfirstaðin, stóra verkefnið er godkendt (s.s við náðum þessari önn) og prófið er svo ekki á morgun heldur hinn (s.s á þriðjudaginn 26 júní) Strax eftir prófið verður brunað til Köben og borðað með syss og Reyni og brunað heim til Esbjerg með síðustu lest samdægurs.
Hlakka svo til að hitta þau, vona bara að þau villist ekki svakalega í köbe hihi, þau eru nefninilega að koma á morgun og gista eina nótt í höfuðborginni.

Svo er það "bara" að þrýfa, mála og flytja. Flyt reyndar ekki langt, rétt 200 metra, fæ afhent þann 2. júlí og flýg heim 5. júlí fer í heimsókn ásamt mömmu til Benna, Hrefnu , Óla og litlu sætu frænku og svo keyrum við mæðgur austur þegar Benni og fam henda okkur út. ohh hvað ég hlakka til að knúsast aðeins með snúlluna ;) pínu hrædd samt, hef ekki haldið á unga barni í laannngan tíma, sennilega ekki síðan Jón Gunnar var smá barn... vá hvað það er langt síðan, krakkinn er orðin 14 ára. Hrefna spurning að hafa augun á mér hehe

Jæja best að lesa pínu... þannig að maður standi ekki eins og álfur út úr hól í þessu blessaða prófi... þó að það gildi nú ekki neitt.. og það er ekki hægt að fella mig héðan í frá heheh.

fimmtudagur, júní 21, 2007

Varúð afmælispistill! (rétt næ að vera á réttum tíma með þetta)
Í dag eiga tveir stórkostleigir kappar afmæli, það eru þeir Þráinn og Jón Smári. Ekki viss um að þeir þekkist en ég þekki þá báða heeh... Til hamingju með daginn

Svo á ég bráðum afmæli
Þorgerður og Reynir eru alveg að koma til mín
Ég er alveg að komast í sumarfrí
Ég er alveg að fara að flytja
Ég fer á klakann eftir ca. 15 daga
Alveg að komast heim til að sjá litlu prinssessurnar.... þær stækka bara svo hratt að ég er hrædd um að þær verði ekkert litlar þegar ég loksins sé þær..

Knús á línuna