fimmtudagur, júlí 21, 2005

jæja, þá eru staðreyndirnar á hreinu.

22.08.05 LSK 123 EGS ETD/0730 - CPH ETA/1230

Innritun / Check-in at Egilsstaðir airport, kl. 05:30

úff... mig er farið að hlakka dálítið til.

Síðasti dagurinn í vinnunni er 17. ágúst. Ég er búin að vera gersamlega óþolandi í vinnunni síðustu daga .... tel niður dagana.

Bara 20 vinnudagara eftir.

föstudagur, júlí 01, 2005

Jæja ég skal hætta að vera svona bitur út í það að eiga hreinlega enga vini... humm

Loksins er sumarið komið í Fljótsdalinn, Valþjófsstaðafjallið (úff var næstum búin að gleyma einu essi) orðið algraænt (sinu guli liturinn barasta horfin). En hér er auðvita rigning (hehe) reyndar ágætur hiti (um 15°C) og þar sem ég er að vinna inni þá er það nú barasta kærkomið að sólin skýni ekkert allt of mikið. Það hefur slysast til að vera besta veðrið þegar ég hef verið í fríi... og ég er komin með þessa flottu bænda-brúnku s.s. þá er ég með svona fallegt far á hálsi og handleggjum eftir bolinn minn (gaman að því).

Ég er búin að komast að því að leið að hjarta karla er greinilega í gegnum magann, ég er semsagt að elda hér aðra hverja helgi og um daginn var hér þýskur maður á besta aldri sem var komin með svo mikla (matar-) ást á mér að hann var farin að spyrja hina kallana, sem vinna hér, hvort ég væri gift......
Reyndar er líka önnur leið... ef að þarf að vinna ástir Íra þá er nóg að lána þeim straujárn.... sko það eru tvennar vinnubúðir sem við hér vinnum við, það eru vinnubúðir landsvirkjunar og svo Keflavíkurverktaka og það eru sem sagt 3 írar og 1 breti að vinna hjá KV. og ég lánaði sem sagt einum íranum straujárn og hann heimtaði að fá að bjóða mér upp á drykk.... og hann varð svo súr þegar ég sagði honum að hann þyrfti þess nú ekki að ég varð bara að segja já. er sem sagt að fara á pöbbarölt (ekki í Fljótsdalnum…..) með honum á morgun...... úff....tek bara hina með líka hehe

Þar sem ég varð nú tveir fimm gömul um daginn ( tuttugu og fimm þann tuttugasta og fimmta) var e-ð reynt að gera sér glaðan dag, en vegna þreytu þá var nú lítið um gleðskap deginum og reyndar helginni eytt í faðmi unnustans, fjölskyldan fékk smá tíma líka….. hehe fullt af góðum mat var hrúað í sig…. megruninni gleymt þessa helgina.. leið svo bara illa af öllu átinu…. Þannig að nú er átakið bara tekið föstum tökum…. Sem reyndar ég verð að tilkynna smá…… síðan í febrúar (þegar ég byrjaði að vinna hér, og skellti mér í átakið ógurlega) þá hef ég náð að losa mig við ein tíu kíló…. Og þar sem ég er nú búin að fara í svona átak áður………. Þá er ég búin að losa mig við ein tuttugu síðan … já semsagt þá var ég tuttugum kílóum þyngri þegar ég fór í mitt fyrsta átak. Það var þegar ég kom heim úr útskrifarferðinni….. úff hvað ég er sátt…… en það eru nú allt of mörg kíló eftir… ca fimmtán og þá er ég sko ógeðslega sátt…….

Já ég var að tala um ammlið…. Ég og minn heittelskaði skelltum okkur í smá ökuferð sem leið lá niður í Breiðdal, þar var sól og bara æðislegt veður, snæddum þar prýðis máltíð með súrkáli og alles…. Upp á þýskamátann… kom skemmtilega á óvart, mæli með því að fólk kíki á café Margréti, það er bara til fyrirmyndar.
Ingó og familía gáfu mér þessa líka myndavél og það er semsagt verið að vinna í því að koma upp myndasíðu….. spennt…?

Úff… held að ég verði nú bara að skella mér í bólið því að klukkan er orðin allt of margt….humm.

Ef ekkert klikkar þá á ég bara eftir að vinna í þrjátíu og fimm daga og þá verður sko bara haldið af landi brott…. Bímm bímm bímm get ekki beðið :D