sunnudagur, apríl 30, 2006

Hef lúmskann grun um að ég ætti að tjá mig eitthvað hér á þessari síðu, ekki nema rúmlega tvær vikur síðan ég sat þarna skaðbrunnin á internet búllu á Tyrklandi.
Ingó er smá saman að skrifa nákvæma ferðaskýringu á síðunni hjá sér þannig að þeir sem vilja lesa er bent á að skoða hana þar.

Það er einungis mánuður eftir af dvölinni hér í baunnalandi, já ég er að koma heim í sumar og verð að vinna 8-5 vinnu ekki sveitt, illa til höfð og úrvinda. Reyndar er ég ekki með vinnu í allt sumar verð semsagt (já Didda það er satt) í hraðbúð esso á egilsstöðum að leysa Gulla af (kominn í gamla djobbið). Geri þetta af einskærri sjálfspíningarhvöt og greiðvikni við Gunlaug þar sem hann setti upp einhvern hvolpa svip, bar sig aumingjalega, lést vera vængbrotinn og hljóp í hringi (uuuu) og sagðist bara ekki hafa neinn sem hann myndi treysta fyrir þessu starfi og ekki geta farið í sumarfrí (að byggjahúsið sitt) nema ég myndi bjarga þessu öllu saman. Takk fyrir það þetta var alllllttt of löng og illa sögð saga en barasta alveg sönn.
Þannig að ef þið eigið nú leið um Egilsstaði á virkum degi milli 8 og 5 á daginn, endilega kíkið til mín. Læt vita hvenær ég verð að vinna þarna því að eins og ég sagði þá verð ég ekki þarna í allt sumar (1-2 mánuði).

Er svo að vinna í því að leysa móður mína af í eldhúsinu hjá Héraðsverki í Fljótsdalnum restina af sumrinu. Það er bara spurning hvenaær og hvort konan komist í langþráða og bráðnauðsinlega aðgerð á fótum.

Svo er Ingó að bíða eftir að komast í viðtal númer 2 hjá utanríkisþjónustunni sem er á þriðjudaginn 2 mai og svo fær hann svar þann 3 mai. Þannig að eftir 3 mai getum við farið að setja framtíðarplönin á dagatalið. Get nú ekki annað verið en stolt af kallinum mínum en þau voru 120 sóttu um þar af fengu 40 að koma í fyrsta viðtal og nú eru þau 14 eftir um átta stöður og nú er bara að krossa puttana og vona að hann fái þetta.

Ég er búin að segja starfi mínu lausu hjá post Danmark og síðasti dagurinn verður 19 mai, ég á inni fríviku og þess vegna var mögulegt að hætta svona snemma. Þannig að ég á einungis 3 vikur eftir í þjónustu hennar hátignar. Þó að ég kveðji kannski ekki starfið sem slíkt með söknuði þá sé ég nú pínu eftir því fólki sem ég hef kinnst þarna, bara hálfruglað fólk sem vinnur þarna, skemmtilegt samt sem áður.

Það eru nokkrir búnir að eiga afmæli meðan á þessu blogghléi stóð þannig að hér koma nokkrar kveðjur
Sigurbjörg a.k.a Sibba Gilsungur varð 26 ára gömul þann 17. apríl
Jón Gunnar litlifrændi minn varð 13 ára þann 20. apríl (vá mér finnst hann vera svona 8)
Benedikt a.k.a Benni bróðir varð 33 ára þann 22 apríl
Til hamingu þið!

Haldið þið ekki að þau Benni og Hrefna séu ekki bara að fara að gifta sig (hann var eitthvað hræddur um að ég og Þorgerður yrðum á undan hehe) og verður giftingin í Odda sem er rétt hjá Hvolsvelli og dagurinn sem varð fyrir valinu er 10 júní sem er jú afmælis dagurinn hennar Þorgerðar ömmu (reyndar líka afmælisdagur Elfars, Gísla Freys og Madalen svíjaprinsessu (hehe))
Reyndar er líka þennan dag útskrift frá háskólanum á Akureyri þar sem Ingó mun útskrifast með BA í lögfræði. Þannig að spurning hvernig því verður púslað saman því að það er víst ekkert einfalt að vera á 2 stöðum á sama tíma, hvað þá í sitthvorum landshlutanum.

Átak okkar hjóna gengur barasta ágætlega en það varð smá afturför í Tyrklandsferðinni þar sem við borðuðum allllttt of mikið af svakalega góðum mat. Vigtin er á niðurleið og við bara sátt.

Sigga litli hjálpari kveður að sinni.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

bara ad lata vita af mer. er vibba solbrunnin ? alanya ? tyrklandi bara gaman. skrifa allt um thetta seinna.

Sendi fjölskyldunni a Thernunesi og adstandendum samudarkvedjur. m?k?d er skelfilegt thegar svona slys verda.