sunnudagur, júní 25, 2006

Blogg í tilefni dagsins! (er reyndar að vinna að annarri síðu þar sem blogspot er að gera mig geggjaða en eins og þið kannski sjáið varð ég að pósta pistilinn minn í mörgum bútum reynda er hann slatti langur... en kommentið nú endilega)

Nú er rúmur mánuður síðan bloggað var síðast og allt of margt búið að gerast síðan þá.
- Fórum til Norge þar sem vesenið byrjaði. Farfuglaheimilið sem við vorum búin að bóka gistingu á var barasta ekki búið að opna!!!! Sem var svo sem ekki allt vesenið heldur voru þarna bandarískir feðgar sem voru tregari en allt sem tregt. Þar sem við erum svo aumingja góð hjálpuðum við þeim á annann gististað. Þeir vældu svo mikið að það er ekki einu sinni prenthæft.
Við dvöldum í Oslo þessa daga og ekki annað hægt að segja en að borgin er rosalega falleg þrátt fyrir mikil umferðarmannvirki, versta var að það er allt svo svakalega dýrt.
- Flugum til Akureyrar og lentum að sjálfsögðu í töfum á flugvellinum vegna þess að við vorum í fyrstu vél icelandexpress til Ak. Með tilheyrandi ræðuhöldum og vitleisu.
Gistum á Hálsi í Öxnadal hjá Guðveigu og Fúsa, fengum höfðinglegar móttökur og verðskuldaða hvíld.
Fengum ókeypis bíl austur og mikið var nú ljúft að koma “heim”.

- Þar sem bróðir minn gifti sig þann 10. júní var ekið suður til þess að taka þátt í gleðinni. Ekki gekk undirbúningurinn átaka laust fyrir sig. Við sendum “búslóðina” heim með samskip og áttum von á að hún væri komin heim á undan okkur, í kössunum var meðal annars sparifötin okkar og myndavél sem átti að nota í brúðkaupinu. Í fáum orðum er hægt að segja að ekkert hafi gengið upp með þessa sendingu og ég hef ekki hugmynd hve oft þeir tíndu draslinu, eftir nokkrar morðhótannir og læti fengum við þetta sent á Hvolsvöll til Benna og það daginn fyrir brúðkaupið (góð þjónusta...). Héldum við þá að ruglið væri nú búið en nei nei. Brúðkaupið gekk fínt, bæði sögðu já og ég (brúðkaupsljósmyndarinn ógurlegi) tók myndir eins og vindurinn. Veislan var flott og fólk skemmti sér og auðvita tókum við fullt af myndum.
Daginn eftir fórum við að ná í dótið okkar sem var í góðu yfirlæti í bílskúr bróður míns en nei nei einhverjir gaurar höfðu verið að háþrístiþvo bílaplanið og ekki skrúfað nægilega fyrir vatnið og það lekið út um allan bílskúr og kassarnir okkar höfðu sko fengið að finna fyrir því og þá sérstaklega þykku lagabækurnar hans Ingós.
Alla leiðina austur var ég að fletta lagabókum og þurrka þær.
Ingó útskrifaðist sem piparsveinn í listum (BA) sama dag og brúðkaupið var en hann ákvað að mæta frekar í brúðkaupið. Drengurinn var að sjálfsögðu með besta árangurinn og ekki langt frá ágætis einkunn sem er 9 en hann var með 8,82. Svo stolt af kallinum mínum.
Kassa vandræðin voru ekki eina hörmung helgarinnar, því að þegar bróðir minn fór með filmurnar ,sem ég tók í brúðkaupinu, í framköllun komumst við að því að helvítis myndavélin hefur klikkað eitthvað og það var ekki ein einasta mynd á filmunum. Hversu ömurlegt er það. Ég var og er í rusli yfir þessu. Búið að treysta mér fyrir þessu og svo fer þetta bara í vaskinn... ömurlegt. Samt skrítið því að síðast þegar ég notaði myndavélina var hún í fínulagi og það er ekki svo langt síðan.
-Vinnan gengur svona upp og niður, held að við séum reyndar búin að ná botninum og þá er leiðin bara upp á við... ekki satt. Staffið mitt er núna svo rosalega veikt allir með kvef og hita.... spurning að KHB fari að gefa staffinu vítamín og sjá til þess að þau hreyfi sig, borði hollan mat og drekki nóg af vatni. Eheh bara hugmynd.

Ég er búin að vera voðalega dugleg og hjóla flesta daga í vinnuna og auðvita heim aftur. það er mun einfaldara en ég hélt. En að sjálfsögðu langar mig í bíl... en ég veit að ég get verið án hans þangað til framtíðin verður örlítið skýrari.

Nú er enn einn dagurinn að kveldi kominn það sem gerir þennan dag spes er að ég varð alveg heilu árinu eldri og vitrari (alltaf að halda í vonina) og nú vona ég að óheppnin fari að láta mig í friði. Næsta vika þarf bara að ganga vel vegna þess að ég þarf að vera á tveim stöðum á sama tíma seinni hluta vikunar þar sem ég er að fara að leysa múttu af á miðvikudaginn en Gulli kemur ekki aftur fyrr en næsta mánudag.... erfiðir tímar framundan og ég vona að allt gangi upp.

Mig langar svo að óska hinum afmælisbörnum dagsins til hamingju, þau eru Alma (Rauðhærði Reyðfirðingurinn,fædd 15 mín á undan mér á heilsugæslustöðinni á EG), Hildur (mýbúi), Lilja (tvíburamóðir), svo síðast en ekki síst systkinin Húni og Lára. Til hamingju öll, bara fallegt og skemmtilegt fólk sem deilir þessum deigi með mér.

Góða nótt