sunnudagur, apríl 22, 2007

Mátti til með að blogga þar sem ég á að vera að læra.

Fyrst vill ég óska öldruðum bróður mínum til hamingju með daginn í dag, alveg 34 ára (það er að sejga ef ég er að telja rétt, enda ekki hægt að hafa tölu á þessu) Benni minn ég er nú bara að grínast, til hamingju.

Svo er það litla barnið mitt sem átti afmæli á föstudaginn síðasta, mér finnst ég þurfa að íhuga að panta pláss á elliheimilinu (handa mér sko) en hann bróðursonur minn, eina barnabarn foreldra minna varð 14 ára þann 20. apríl. Jón Gunnar til hamingju með daginn.

Það eru nú nokkrir sem áttu líka nokkrir aðrir afmæli í þessum blessaða mánuði t.d. Sibba, Hafþór Snólfur, Kári, Þórhildur drottning og að ógleymdri nýrri prinsessu sem fæddist í gær. Til hamingju allir, líka þeir sem ég er að gleyma.

bið að heilsa í bili ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nokkuð gott hjá þér. kveðja úr sólinni