þriðjudagur, desember 30, 2003

hér eru linkar á sætustu litlu dömur sem ég hef séð þær eru dætur hans Jóa Þórs sem var minn besti vinur til margra ára en tengslin dofna
Aníta Hansen og óskírð Hansen
halló halló halló
bara að láta vita af mér, ég er ekki látin.
það er svo summ margt verra en að drepast (svo ég vitni nú í hina göfugu kvikmynd alladín). nei nei ég er búin að hafa það alltof gott í faðmi minnar yndislegu fjölskyldu voða rólegt eða þannig það er gersamlega búið að umturna öllu hér í húsinu. ég var ekki fyrr komin heim þegar mér var bókstaflega hennt í málningargallan og látin mála og þrífa upp um alla veggi þangað til það blæddi úr höndum mínum (ok kannski smá ýkt) en núna er allt orðið svo svaka fínt. Ekki skánaði það samt, árleg jóla veisla Þránda var haldin hérna heima og komu allir mínir yndislegu ættingjar sem búsettir eru í nágreninu rétt um 40 stk. en sko hann pabbi minn er einn af 11 systkinum og 9 eru enn á lífi. Trúið mér þetta er sko ekki fólk sem lætur lítið fyrir sér fara........segi ekki meira....
jæja best að fara að gera eitthvað viturlegt
hafið það annars sem allra best og geðilega rest.

fimmtudagur, desember 18, 2003

prófin eru búin

Ekki spyrja mig um prófin, því ég svara engum spurningum. það kemur bara no komment.

Svo verður bara brunað í sveitina, mjög snemma í fyrramálið.
Sjáumst þá.....

miðvikudagur, desember 17, 2003

vá hvað mér leiðist, ég er að læra undir síðasta prófið og ég er ekki alveg að nenna því... það eru allir komnir í jólafrí nema aumingja ég. Hvað er verið að draga þetta svona lengi, það er vika síðan Ingó var búin í prófum. þvílíkt svekkkkkk. hann bara eitthvað að leika sér meðan ég sit hér og lem hausnum við þessar námsbækur.
Ég er búin að reyna að hringja í fólk til að láta trufla mig en ekkert gengur, fólk er svo gífulega bissí að það hefur ekki tíma til að trufla. Mamma er að mála stofuna ( stofan hefur ekki verið máluð síðan einhverntíma fyrir 1990 ), Þorgerður mín ástkæra systir er allt of bissí í Kringlunnni að versla jólagjafir með sínum ektemann. Ingó er úti í bæ að versla jólagjafir og ég sit bara hérna heima og á að vera að læra en ekkert gengur. mig langar í jólafrí NÚNA STRAX (grenhj, væl, snökt,......)
Svo til að toppa þetta allt þá er þetta þráðlausa net alltaf að detta út og ég get ekki einusinni skoðað eitthvað kjaftæði á netinu.

fimmtudagur, desember 11, 2003

langur tími enginn sjór "stopp" ég er bara svona að láta vita af mér "stopp" Prófin byrjuð og svona "stopp" ef ég skrfa ekki aftir "stopp" þá hef ég sprungið úr stressi "stopp" í stærðfræði prófi "stopp".

þriðjudagur, desember 02, 2003

Úbbbs gleymdi
Konni átti líka afmæli í gær
Konni til hamingju með daginn bara komin á 40 áldurinn....

mánudagur, desember 01, 2003

Afmælisbarn dagsins er MAGNI
Magni minn til hamingju með daginn.

föstudagur, nóvember 28, 2003

sko ég veit aldrei neitt sem er að gerast í minni elskulegu fjölskyldu, frétti allt gersamlega síðust, í gær frétti ég að mamma og pappi eru bæði á vinnu vélanámskeiði..... ég sem talaði við mömmu á þriðjudaginn og það var bara ekkert að frétta. svo átti frænka mín barn um daginn, vissi ég af því að hún væri ólétt.....................NEI.
Takk fyrir að hafa afsalað mér.
Sorry biturleikan

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Amma mín hún Hulda Stefánsdóttir hefði orðið 83 ára í dag, en hún dó 1989, vill einhver fara að leiðinu hennar fyrir mig og kveikja á kerti.
Svo á morgun á hún Ásdís Erla afmæli hún verður 27 ára
Ásdís mín til hamingju með daginn á morgun
Nú er verið að fræða okkur um fosfór sem er eitt af fjölmörgum frumefnum heimsins. Kennarinn þurfti nú endilega að segja okkur hvernig það var fundið, jú árið 1669 var einhver kall að eima þvag, já ég sagði þvag, þá sá hann eitthvað hvítt efni sem glóði uuuuuuuuuuuuummmmmm það hefur verið gott loft á skrifsstofunni hjá honum.

annars fara næstu vikur í það að læra MIKIÐ og LENGI þannig að ég mun ekki láta mikið í mér heyra næstu vikur..
Síðasta prófið er 18 des. svo er það bara spurning hver vill sækja okkur hjónin.

mánudagur, nóvember 24, 2003

þýskir aðdáendur Barbapabba
hver man ekki eftir þessu

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

úbbbbss það er mánuður þar til ég er búin í prófum. HJÁLP...........................

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Pabbi minn er alveg ótrúlegur, sko hann fer alltaf í svona home improvement rétt fyrir jólin, helst á þorláksmessu. Ég man bara eftir einum jólum sem ekkert hefur verið hammrað og það voru síðustu jól. Núna er mamma farin að kippa í taumana farin að vísa þessum breytingum fram í nóvember, í fyrra var sett upp kamína í húsið, mamma nöldraði svo mikið að því var lokið fyrir jól. Núna er pabbi sem sagt að byrja á einu jólaverkefninu. Hann er að setja upp hitaveitu í húsinu heima. Sem sagt bara að klæða sig vel um jólin. Nei nei bara að grínast þetta verður væntanlega til bóta.
Pabbi er nefninilega smiður og þið vitið hvernig það virkar. Smiðir eiga oft heima í hálf smíðuðum húsum.
En ég elska pabba minn samt mest í heiminum.
Aulaverðlaun vikunnar fara til MíN. ég kann ekki alveg að keyra lennti smá útaf í snjóruðning og drullu þið getið ekki alveg ímyndað ykkur hvað ég bölvaði mikið, það skemmdist ekkert sem betur fer. Hafliði Hjarðar og félagar komu mér til bjargar og lögðu mér lífsreglurnar t.d að ég ætti nú kannski að setja nagladekkin undir :)

laugardagur, nóvember 15, 2003

Smá skóla húmor
ég vill byrja á því að þakka Siggu Friðriks og Auði fyrir allsæmilega samvinnu og að hafa gert þetta mjög svo ógleymanlegt, ég vill líka þakka Jóhönnu fyrir að hafa kennt okkur hvernig á að vinna svona verkefni. hver og einn má skilja þetta eins og þeir vilja....

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

I´m oooooooolllllllllllllllllllld
Það er orðin hefð hjá mér að byrja frekar snemma að hlusta á jólalög, (já ég er geðveik), er núna að hlusta á coke jóla diskinn, vá minningarnar. Ég og Elfar (ex) við gerðum alla brjálaða þegar við hlustuðum á þennan disk (á Eiðum), við byrjuðum um miðjan sept og enntumst fram að jólum. Kristján varð mest fyrir þessu. En, vá hvað þetta var skemmtilegur tími, en vá hvað þetta er langt síðan..........
hafið þið einhvern tíma verið í tölvunni í tíma og einhver situr fyrir aftan ykkur og ykkur finnst eins og hann/hún sé að, lesa allt sem þið skrifið, skoða allt sem þið skoðið. Ekkert smá óþægileg tilfinning.

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Mér fannst þetta bara svo óborganlega fyndið
Þetta er sem sagt ef að Limur væri starfsmaður að biðja um launahækkun
Limurinn, óska hér með eftir kauphækkun vegna neðangreindra ástæðna:

* Ég stunda líkamlega starf.
* Ég fer langar leiðir.
* Ég sting hausnum fyrst í allt sem ég geri.
* Ég fæ ekki frí um helgar og helgidaga.
* Ég starfa í votu umhverfi.
* Ég fæ ekki launaða yfirvinnu.
* Vinnuaðstaðan mín er dimm og hefur slæma loftræstingu.
* Ég starfa í háum hita.
* Starf mitt setur mig í smithættu sjúkdóma.


Kæri limur.
Eftir að hafa skoðað beiðni þína til hlýtar og þau rök sem þú settir fram, hefur stjórnin ákveðið að neita beiðni þinni vegna neðangreindra ástæðna:


* Þú starfar ekki samfellt í 8 stundir.
* Þú sofnar í starfi eftir stutta vinnu.
* Þú fylgir ekki fyrirmælum stjórnenda þinna.
* Þú stendur þig ekki í settri stöðu, þú ferð oft á flakk.
* Þú hefur ekki frumkvæði - það þarf að ýta við þér og hvetja þig svo þú farir að starfa.
* Þú skilur starfssvæði þitt eftir frekar sóðalegt eftir vakt.
* Þú tekur oft ekki mark á öryggisreglum t.a.m. vera í réttum varnarklæðum.
* Þú ferð á ellilaun mikið fyrr en 65 ára.
* Þér er ekki gert að vinna tvöfaldar vaktir.
* Þú átt það til að yfirgefa stöðu þína áður en þú hefur lokið dagsverki.
* Að lokum þá hefurðu oft verið séður berandi tvo poka inn og út úr starfsaðstöðu þinni sem lýta mjög grunsamlega út.

Virðingarfyllst,

Stjórnin
Afhverju koma þeir til landsins í miðjum prófum, WHY WHY...... GRENHJ, SNÖKT
Muse á leið til Íslands
Breska rokkhljómsveitin Muse heldur tónleika hér á landi 10. desember næstkomandi í Laugardalshöll. Hún er ein vinsælasta rokkhljómsveit heimsins um þessar mundir.



Íslenskir rokkaðdáendur fagna væntanlega þessum tíðindum því hljómsveitin nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Nýjasta plata hennar, Absoulution, er ein sú söluhæsta hér á landi. Gagnrýnendur virðast vera sömu skoðunar og íslenskir rokkarar því þeir hafa farið fögrum orðum um plötuna.


Muse hefur áður komið til Íslands meðal annars til að taka upp tónlistarmyndband og semja lög. Þeir hafa því lengi haft áhuga á landi og þjóð.

Hljómsveitinni fylgja um 10 tonn af græjum og segjast þeir ætla að bjóða upp á bestu rokktónleikanna sem haldnir hafa verið hér á landi. Tónleikarnir verða þeir síðustu í Evrópuferð sveitarinnar, en þeir hafa leikið á um 40 tónleikum víðsvegar um evrópu síðustu mánuði.

Tónleikarnir verða í Laugardalshöll og hefst forsala aðgöngumiða í verslunum Skífunnar á föstudaginn kemur.





miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Annars á hann Pési ammæli í dag og óska ég honum til hamingju, bara orðin fullorðin (22ja).
Fúsi mágur minn fær geðveikislegar afmæliskveðjur frá höfuðstað Norðurlands bara orðin 26ára. Hann átti reyndar afmæli í gær en hvað um það, tímaskinið hjá mér er ekki alveg fullkomið.

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Heilbriggðiseftilitið þarf sko ekki að hafa áhyggjur af bakteríu fjölgun í ruslinu á Klettastígnum þessa dagana, Minn maður gerðist svo djarfur að fara út með ruslið í gærkvöld, hann rétt komst inn í geymsluna vegna snjóa þannig að allt vel kælt þar inni.
Það er svo fyndið að fylgjast með honum dr. Hermanni en hann kennir aðferðir og atvinnulíf (sem er bæðevei mjög svo leiðinilegur áfangi).
Já, sem sagt fyndið, Kennararnir eru með svona smá hljóðnema, svo eru magnarar á nokkrum stöðum í loftinu. Hermann stendur alltaf og hallar sér upp að ræðupúltinu og les til skiptis af blaðinu og glærum þannig að þegar hann horfir fram í salinn þá er eins og hann sé að öskra á okkur en svo snýr hann hausnum upp að töflunni og þá heyrir maður ekki neitt. Þannig að maður er við það að sofna þá byrjar maðurinn að garga á mann um einhverja heimskulega hnattvæðingu alveg ein og að hann hefði komið upp með þessa hugmynd sjálfur. Maðurinn les svakalega mikið upp af blaði og það vita allir hvað er hræðilegt að hlusta á svona þurran upplestur smá tilvitnun í dr Hermann ( lesið upp í sama tón) “maðurinn er félagsvera sem mótast í félagslegum samskiptum”
Það er líka alveg óborganlegt þegar hann fer að tala eitthvað svona útfrá sinni eigin reynslu, aftur smá tilvitnun “ já, þegar ég bjó niðri á Englandi þá gerði ég mér fyrst grein fyrir blablablabla….zZZZzzz”, “ Þegar ég var í Ameríku …zzzzzzzzzzzz.”. Þegar æviágripið er búið þá man hann ekkert hvar hann var í textanum, þá kemur bara þögn í svolítin tíma svo byrjar hann að tala þvílíkt hátt og lækkar svo róminn aðeins meira og svo meira og þannig að maður heyrir varla í honum svo byrjar hann aftur að tala þvílíkt hátt og lækkar svo róminn aðeins meira og svo meira og þannig að maður heyrir varla í honum …. o.s.fr. Þetta er nú pínulítið þreytandi.


laugardagur, nóvember 01, 2003

Gaman, gaman, ég gerði alveg snildar kaup áðan í Hagkaup, keypti mér brillur (gleraugu), meira að segja tvö og á verði einna. sem sagt 2 fyrir 1.

föstudagur, október 31, 2003

Hvað er það með snjóinn, þaðer bókstaflega allt komið á kaf.

fimmtudagur, október 30, 2003

nau nau það bara virkar núna, en það verða ekki nein almenn fagnaðarlæti þar sem það á örugglega eftir að hrynja aftur. Ég er sko að tala um þráðlausanetið bæ ðe vei
Hvað er það með þetta blessaða þráðlausa net, það virkar aldrei þegar maður þarf á því að halda. Núna er það bara alveg dáið þökk sé þeim hálvitum sem eru ekki með vírusvörn í tölvunum sínum. Hvað er að, kaupa sér tölvu fyrir marga marga peninga og vera svo ekkert að passa upp á gripinn. Svo er það fólkið sem er að sækja sér heilu kvikmyndirnar á þessu litla auma neti, gerið þetta á nóttunni eða bara ekki, hvernig væri það.
Góðar stundir.
langur tími engin sjór
Það er nú sjór og snjór hér á Akureyri, ég sem var að vonast til að geta (sko bíllinn ekki ég) bara verið á sumardekkjunum fram að jólum. Ó nei nú þarf maður bara að leggja á sig lífshættlega göngu í skólann.
Annars er ekki mikið að frétta, það eina sem ég geri er að læra og læra og já bíddu LÆRA. En nú þegar skólinn er rét byrjaður þá er fyrstu önninni að ljúka, það eru alveg bráðum að koma jól...... vá hvað tíminn líður hratt.

föstudagur, október 24, 2003

Bára Juul á afmælií dag 23 ára gömul. Elsku Bára til hamingju með daginn. Þar sem hún les þetta alveg örugglega ekki vill ég biðja þá sem lesa þetta og hafa einhverjar nýlegar upplýsingar um Báru Juul Ástvaldsdóttur að koma þeim til mín sigste@hotmail.com
Bara e-mail eða eitthvað pppllíí´sss

fimmtudagur, október 23, 2003

Vá því líkt púl búið að vera þessa viku ég er búin að læra samfleytt frá ca9 -10 á morgnana til 10 á kvöldin það líka sést á heimilinu allt á hvolfi. uppvask dauðans.

Hafið þið séð nýju þykkmjólkur auglýsinguna? þykkmjólk þegar þú ert í stuði!!!
Strákurinn er á 1 ári í Auðlindadeildinni.
Afhverju í ósköpunum eru ekki svona hitavírar í framrúðunni líkt og í afturrúðunni.

sunnudagur, október 19, 2003

ætli Lísa sé í þessum samtökum
LÍSA, samtök um landupplýsingar á Íslandi fyrir alla.

Sjáið logoið hér

laugardagur, október 18, 2003

Vá hvað mig langar til útlanda NÚNA STRAX. Vill einhver koma með ...
Við hjónin fengum mjög svo óvæntan glaðning í dag. Hún Þorgerður héraðsdómari á Egilsstöðum var stödd hér á Akureyri, hún færði okkur lítinn pakka sem er kannski ekki frásögu færandi nema að hún dvaldi nýlega á hinni fögru eyju Krít við lánuðum henni kortin og einhverja bæklinga sem við höfðum tekið með okkur frá eyjunni þegar við vorum í útskriftarferð. Innihald pakkans á eflaust eftir að verma hjartaræturnar í vetur, pakkinn innihélt raki (sem er mjög svo sterkt áfengi sem þeir sem hafa komið til Grikklands eiga að hava smakkað).
Ég og Birgitta notuðum þetta áfengi sem magameðal og það dugaði svona líka vel. Það er mjög gott að drekka eitt (eða fleiri) glas af sterku áfengi eftir matinn þegar maður er í útlöndum til að forðast magakveisur, þetta þræl virkaði, allavega veiktumst við ekki í þessarri ferð ; )

fimmtudagur, október 16, 2003

Mæli EKKi með weetabix með undanrennu í morgun mat, því líkt ógeð.

miðvikudagur, október 15, 2003

Hjálp - Missing person
Mig langar að lýsa eftir upplýsingum um horfna vinkonu hana Báru Juul Ástvaldsdóttur. Hún Bára hvarf til náms í ensku til Danaveldis (ekki syrja) fyrir um það bil 2 árum. Mig langar svo mikið til að fá smá fréttir af henni því að hennar er sárt saknað. Bára við elskum þig.
Ef þið hafið einhverjar upplýsingar þá megið þið endilega deila þeim með mér : )
Þar hafið þið það!
water
Your element is Water. You are a deep person and a
good communicator. Incredibably loving and
loyal when your trust is gained and you are
fairly mature.Myterious to the utmost water is
in everything. One can be an Ocean or a river
but nobody truly knows you.


What's your element
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, október 14, 2003

Ég veikist aldrei, en ef ég les heimilislækninn (bók sem fjallar um allskonar sjúkdóma og einkenni þeirra) þá er ég með einkenni allra sjúkdóma í bókinni. Mér datt í hug þessi orð þegar ég heyrði að flensan væri komin, þessi orð eru komin frá Gústa á Sauðanesi, en hann er pabbi vinkonu minnar hennar Halldóru.
Vá ég er búin að komast að því að það er virkilega hægt að drepa mann úr leiðindum, það er sér námskeið sem er kennt í HA og HÍ sem kallast aðferðir og atvinnulíf. Um það bil leiðinilegasti áfangi í heimi.

sunnudagur, október 12, 2003

Jæja búin að fá tölvuna mína aftur, ég var góðmennskan upp máluð og lánaði Ásdísi systur pabba tölvuna mína um helgina til að vera með í skólanum ( hún er í fjarnámi frá HA og það voru verkefna dagar hjá þeim um helgina). Svo gat hún ekki notað vélina vegna þess að ég setti upp aðgang handa henni og ég lokaði alveg óvart fyrir það að hún gæti sett upp forritið sem hún ætlaði að nota. Úbbs.
Annars er ég bara búina að nota helgina til að læra, læra, læra og já læra.
Best að fara að læra.
góðar stundir.
Einar Sveinn, innilega til hamingju með afmælið í gær.

föstudagur, október 10, 2003

Jæja í gær 9 okt var merkisdagur í lífi okkar hjóna, við áttum 6 ára afmæli. Jabb búin að vera saman í heil 6 ár.

mánudagur, október 06, 2003

Ég hélt að allir hefðu lesið Ástrík eða minnstakosti séð teiknimyndirnar eða heyrt um gallíu og íbúana í Gaulverjabæ. Ég var að læra með Ingó og Sögu og þau eru að læra Rómarrétt, og Saga spurði hverjir gaular væru, ég hélt að hún væri að grínast, en nei hún hafði bara aldrei lesið Ástrík. Ég er ekki frá því að hún hafi orðið nett pirruð þegar ég spurði aftur og aftur hvort hún hefði virkilega ekki lesið Ástrík, eða vissi ekki hvar Gallía hefði verið. Það hafa bara ekki allir lesið Ástrík. Hafið þið lesið Ástrík?

laugardagur, október 04, 2003

A small poem of friendship....

Around the corner I have a friend
In this great city that has no end,
Yet the days go by and weeks rush on,
And before I know it, a year is gone

And I never see my old friend's face,
For life is a swift and terrible race,
He knows I like him just as well,
As in the days when I rang his bell,
And he rang mine..

We were much younger then,
And now we are busy, tired men..
Tired of playing a foolish game,
Tired of trying to make a name..

But tomorrow comes and tomorrow goes,
And distance between us grows and grows..
Around the corner!- yet miles away,
And that's what we get and deserve in the end..
Around the corner, a vanished friend..

If you love someone, tell them..
Remember always to say what you mean..
Never be afraid to express yourself..
Take this opportunity to tell someone
what they mean to you..

Seize the day and have no regrets..
Most importantly, stay close to your friends and family,
for they have helped
make you the person that you are today
and are what it's all about anyway..

föstudagur, október 03, 2003

Hvað er það að missa af Idol þegar litla frænka grætur fyrir alþjóð !!

fimmtudagur, október 02, 2003

Ef ég keyri niður í bæ til að fara í Landsbankann þá þarf ég að borga í stöðumælir. heilar 10 kr fyrir 15 mínútur.
Afhverju var mér ekki sagt það, helvítis skiltið falið bakvið tré.
Fékk sem sagt 500 kr sekt fyrir að fara í bankan í dag. kommin það er einn stöðumælavörður á Akureyri og hann þurfti endilega að vera nákvæmlega þarna þegar ég skaust í bankann.
Maður þarf að fá svona nemendaskýrteini á bílinn sinn "fátækur námsmaður á þennan bíl ekki sekta "
Mikið pirr
Hvað er með bílamenningu á Akureyri??
Akureyringar kunna ekki að gefa stefnuljós.
Akureyringar kunna ekki að leggja í stæði.
Akureyringar eru spólandi og skransandi í tíma og ótíma, maður heldur allta að einhvert sé að klessa á.

miðvikudagur, október 01, 2003

smá upplýsingar
Ég bý núna á Akureyri ásamt honum Ingó.
Við stundum nám við Háskólann hér á Akureyri, ég í umhverfisfræði og Ingó er í lögfræði.

núna er ég búin að dunda mér hér alltof lengi, best að fara að læra.
Hvað er fólk að væla að það sé erfitt að fá þetta til að virka. Bara lesa upplýsingarnar. Ég segi það núna ha.
Sko mig