laugardagur, maí 28, 2005

Búhúúhú ég á svo bágt. Ég er búin að standast árásir flensunnar til þessa en nú eru öll vígi fallin og ég er komin með þessa líka skemmtilegu flensu, hausinn fullur af hori, nefrennsli dauðans, hósti, kraftmikill hnerri með miklu vatnsveðri, magaónot, hausverk, beinverkjum, vot augu og almennur slappleiki. en nei þá má ég sko ekkert vera að því að vera veik, við erum að klára að tæma íbúðina okkar á Akureyri og þrífum eins og brjálæðingar. Ætlum okkur að vera komin hér út um hádegi á morgun sunnudag. þcí er best að fara að koma sér að verki..... Það er alveg merki legt að þegar maður á að vera að gera e-ð gáfulegt þá finnur maður allskonar aðra hluti til að dunda sér við. humm.... Ingó er byrjaður að gefa mér illt auga... ætli ég fari nú ekki að hjálpa honum..

Sigga kveður frá Klettastígnum í síðasta skipti....... Góðar stundir.

föstudagur, maí 27, 2005

Ég var að fá skóladagatalið í hendur og studietur verður farin þann 18 september (heimkoma 25 sept) og verður haldið til det böhmiske paradis og Prag... vííí ég er að fara til Tékklands. Það er bara einn mínus við þetta hann er að því miður get ég ekki farið á oktoberfest með vinnufélögunum...... svekk. Maður þar alltaf að velja og hafna.... afhverju þarf allt að gerast á svipuðum tíma. darm.

fimmtudagur, maí 26, 2005

Þá er það komið á hreint að ég mun dvelja í Grundtvigs Hjöskole í Frederiksborg frá 28. ágúst til 17. desember.
Svo bara að muna að það er bara mánuður í ....... hehe

ég mun sem sagt hætta í vinnunni einhverntíma um 17. ágúst og þá er bara party.... og svo skrunað til Köben. úff það er eiginilega allt of stutt þangað til bara restin af mai, júní, júlí og hálfur ágúst mánuður, bara 60 vinnudagar, bara 6 úthöld eftir.... vá.

Nú er ég komin til Akureyris og er að klára að flytja, stærstu húsgögnin þegar farin í geymslu heima í sveitinni og restin af draslinu á leiðinni ofan í kassa, djö.. er leiðinilegt að pakka. Við skötuhjúin munum yfirgefa norðulandið núna á sunnudaginn og halda heim á héraðið undurfagra.

laugardagur, maí 14, 2005

Sumarið er greinilega komið hér á Akureyri (í það minnsta í dag, það er aldrei að vita hvað morgundagurinn ber í skauti sér.) Hér er allt að verða orðið grænt, aspirnar sprungnar út með tilheyrandi ilm. Vaknaði meira að segja upp við það í morgun að einhver var að slá garðinn sinn. Það er ekki annað hægt að vera með bros á vör á svona degi þegar sólin skín, talan á hitamælinum stígur uppá við (hægt en örugglega) og allt er að vakna til lífsins úr vetrardvala.

Ég var í þann mund að svífa inn í draumalandið (fyrir nokkrum dögum síðan), þegar ég hrökk upp við það að ég áttaði mig á því að það er komin mai-mánuður og við hjónakornin erum að flytja til danaveldis í ágúst. úff það er voða stutt í það bara þrír og hálfur mánuður. vúppí

Ég er búin að sækja um í lýðháskóla, bara svona til þess að leika mér aðeins í baunalandi, ná upp dönskunni og hafa það bara gaman, en svo er það bara hvað ég á að gera seinni hluta dvalarinnar í landi ölsins. Einhverjar hugmyndir?

Þá áttaði ég mig líka á því að ég væri búin að vinna í 3 mánuði sem hafa verið mest fljótastir að líða, þökk sé hinum elskulega Stefáni sem ég er að vinna með, en nú er hann farin í "frí" úr Fljótsdalnum og verður að vinna á Hólum í Hjaltadal í sumar, úff hvað ég á eftir að sakna hans ógurlega (grenhhjjj). Það er eins gott að afleysingar kokkurinn sé skemmtilegur.

Jæja, ætli það sé ekki best að byrja að pakka saman dótinu mínu þar sem við eigum að skila íbúðinni í lok þessa mánaðar og þar sem ég á bara eitt frí eftir í mánuðnum, er ekki seinna vænna að byrja að flytja.

Ég vill bjóða hana Bubbu frænku velkomna í blogg heiminn

Hér er líka ein afmæliskveðja svona í lokinn: Hún Óla amma átti afmæli í byrjun þessa mánaðar, og varð hún 85 ára gömul. Mikið ætla ég að vona að ég verði svona frábærlega hress eins og hún er, þegar ég verð gömul.

Góðar stundir

föstudagur, maí 06, 2005

og hér er ein afmæliskveðja (þetta er orðin svona afmælis kveðju blogg...)
Hún systir mín á afmæli í dag orðin alveg 19 ára gömul. Til hamingju með það elskan mín. hefði viljað vera hjá þér, kem norður í næstu viku. sjáumst þá. kossar og knús