miðvikudagur, janúar 24, 2007

Það er svo erfitt að vera ég!
Loksins þegar ég hunskaðist í rúmið (í gærkvöld) stillti ég símann minn á allt of snemma vegna þess að ég var að fara í dönsku tíma kl 8:15 og ætlaði að taka mig til í rólegheitunum og borða morgunmat. Setti reyndar allt ofan í tösku og tók til föt sem ég ætlaði að fara bara svona til þess að ég gæti kúrt aðeins lengur.
Ætlaði aldrei að geta sofnað, var svo kalt að það var ekkert venjulegt. Sofna loks þegar ég er búin að vefja mig inn í sæng og teppi.
Vakna á undan klukkunni, að ég held, ákveð nú samt að lýta á hana. 7:45 ég stekk á fætur og þakka mínu sæla fyrir að hafa pakkað niður en voðalega hrædd um að ná ekki að borða neitt. Hoppa fram og jú jú ég hef tíma í smá morgunmat er að verða of sein í strætó nei þá fatta ég það að það er miðvikudagur og ég þarf ekki að mæta í skólann fyrr en kl 12:45. Eins gott að ég var ekki komin niður í skóla eins og hálfviti.
Góðar stundir

Engin ummæli: