þriðjudagur, janúar 30, 2007

Fór til wonderfull Copenhagen í gær (mánudag) og kom heim áðan, s.s einnarnætur gaman ;)
Ætlunin var að eiga dag í borginni með ásinni minni en eitthvað var okkur ekki ætlað að fá langan tíma saman í þetta skipti. Hér kemur s.s lýsing á deginum samt bara nauðsinlegar upplýsingar ehehe.
Til þess að vera komin til Köben í tíma þurfti ég að taka fyrstu lest frá Esbjerg vaknaði því um kl 4 til þess að ná fyrsta bus og svo lestinni sem fór kl 5:57, allt í góðu með það. Ingó hringir svo í mig til að láta vita af því að hann sé að fara um borð í vélina.
Ég kem til Köben rétt fyrir 9 og skellti mér til amager þar sem ég þurfti að sinna nokkrum erindum. Hélt að ég væri nú bara voða gáfuð að klára mín verkefni frá svona áður en Ingó kæmi. Var ekki búin að vera lengi í amagercenter þegar Ingó sendir sms sem segir að það hafi þurft að snúa vélinni við vegna bilunnar, þau væru bara að bíða eftir að þetta væri lagað og svo myndu þau leggja af stað aftur. Nei, ekki var það svo gott, þau biðu, var vísað úr vélinni og svo biðu þau aðeins meira svo er bara hætt við flugið! Ingó fékk svo að fara með Icelandair og var ekki komin til DK fyrr en um hálf sjö. Sum sé þá fóru þessir 7 tímar sem við ætluðum að eyða saman í það að bíða. Enn gaman. Ég ætlaði að drepa tímann og fara að skoða nýja Liljendal prinsinn var komin hálfaleið þegar ég uppgvötaði það að ég hafði einhverstaðar gleymt pokanum sem ég var með, í panikki skipti ég um bus og fór aftur niður á lestarstöðina með nákvæmlega engar væntingar um að finna pokann. Bjóst við að mæta einum rónanum í nýju hvítu 66°N peysunni. Sem betur fer gleymdi ég pokanum á "góðum" stað og hann hafði verið tekin til handagagagns. Þetta var nú bara svona til þess að toppa allt. Fór til Guðbjargar og reyndi aðeins að slappa af, svona þangað til hún sparkaði mér út ;) fór þá og náði í Ingó á völlinn. Borðuðum og meira fáið þið bara ekki að vita ;)

Benni afhverju gastu ekki komið til Köben í dag en ekki á morgun???? Skil þetta bara ekki. Hefði verið gaman að hitta þig. En það verður bara að vera seinna, láta mig vita með góðum fyrir vara ef þið viljið hitta mig í Köben og þá helst að vera þar um helgi hehehe. Það nefninilega kostar mig 604 dkr að fara yfir en um helgar ef ég panta með 7 daga fyrirvara bara 300 kr. Líka ef þið eruð að koma þá er hægt að kaupa svona miða á netinu og með fyrirvara (8 daga til að vera viss) og prenta út heima hjá sér. Sniðugt.

Fékk bréf frá skólanum í dag, er s.s að fara í samanhristiferð með bekknum mínum, allskonar íþrótta æfingar.... verðum vakin kl 4 og svona gaman, busaferð... mér finnst ég vera gömul......

föstudagur, janúar 26, 2007

Ok mér er hætt að standa á sama!

Sko eins og ég hef sagt þá eru fjögur herbergi í húsinu en það standa tvö laus. OK.
Hér bý ég sem sagt með KÍNVERJANUM OK!
Hann er sum sé gersamlega tilbúin (já eða bara búin að hans mati) að ganga mér í móður stað, mér til mikilla ama. Fyrst var hann gersamlega á nálum í kringum mig... frétti sennilega einhverjar gribbusögur en núna er hann gersamlega óþolandi. Ég má ekki koma inn í húsið þá er hann sprottinn fram og spyr hvað ég hafi verið að gera, hvernig ég hafi það og já bara talar mig í kaf. Hér koma nokkur dæmi um ofsóknir hans að undanförnu:

-Ég hef tekið eftir því að þú læsir alltaf herberginu þínu þegar þú ferð út, þú þarft þess sko ekkert, það er alveg öruggt að læsa bara útidyrahurðinni. (uuuuuu ég læsi bara fastar ef það er hægt, spurning um hengilás)
-Hvað er að? Þú ert ekki eins og þú átt að þér að vera(uuuu hvernig veit hann hvernig ég er), ég svara því að ég hafi bara sofið illa. Þá fer hann að þilja upp ráð, þú ættir að drekka mjólk áður en þú ferð í rúmið, kannski ættirðu að loka/opna gluggann, hækka/lækka á ofninum..... osv.
-Núna áðan þegar ég kom inn (sko klukkan var 18:10) stökk hann fram og andvarpaði því líkt og sagðist hafa verið orðinn áhyggjufullur, því venjulega væri ég heima eða komin heim á þessum tíma. Hann hafði voða áhyggjur af því hvort ég kæmi nokkuð heim, hvort ég hefði farið e-ð lengra til að eyða helginni. (uuuuuuuuuu hvað er að manninum, hvað ef klukkan hefði verið orðin meira, hefði hann hringt í lögregluna og lýst eftir mér?????)
- Hann spurði hvenær Ingó kæmi (ég var sko búin að segja honum að Ingó myndi vera einn dag í Köben og ég ætlaði yfir til að hitta hann) hann: já, kemur hann um helgina? Eigum við að kaupa bjór? (uuuuuuuuuuuuuuuu ... við hver, hver var að bjóða honum?????

Þetta er sko bara dropi í hafið, segi ykkur meiri visku seinna. Já eitt enn ... hann pissar út fyrir..
talar svakalega mikið við sjálfan sig frami í eldhúsi.. og ég hef grun um að hann sé að tala ímyndað við mig ... hef heyrt nafnið mitt.... þetta er pínu krípí. Hans herbergi er með hurð beint inn í eldhús og hann er oftast með hana opna þannig að þegar maður kemur fram sér hann að maður er að koma og byrjar að spjalla... og maður losnar ekkert við hann... HJÁLP er einhver sem á KÍNVERJA fælu sem hann vill lána mér, hvað á ég að gera. Ég vill ekki vera vond, en hvernig á ég að bíta hann af mér?

Best að fara að elda, heyrði að hann lokaði hurðinni inn til sín, hann er þá búin að elda handa sér......... sem betur fer þá útskýrði ég fyrir honum í upphafi að ég væri á sér fæði hehehehehehehe

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Til hamingju með afmælið Elsku Ingó minn. Nú ertu í lavörunni kominn á þrítugsaldur eins og ég ;)
Sjáumst eftir helgi.... get ekki beðið. Elska þig mest í heiminum. (þetta er sko skrifað eftir miðnætti hjá mér)

Já og best að óska Jóhönnu blóminu til hamingju með tvítugs afmælið í gær.
OK hver er ad njósna um mig, mér er alveg hætt ad lítast á blikuna. Thetta er sem sagt stjørnuspáin mín í dag......

Krabbi: Krabbinn liggur yfir ferðabæklingum, vefsíðum og tímaritum. Sumpart telur hann niður að næsta fríi - sumpart er hann þegar kominn í frí. Ef einhver segir, en þú varst að koma úr leyfi, skaltu láta það sem vind um eyrun þjóta.

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Það er svo erfitt að vera ég!
Loksins þegar ég hunskaðist í rúmið (í gærkvöld) stillti ég símann minn á allt of snemma vegna þess að ég var að fara í dönsku tíma kl 8:15 og ætlaði að taka mig til í rólegheitunum og borða morgunmat. Setti reyndar allt ofan í tösku og tók til föt sem ég ætlaði að fara bara svona til þess að ég gæti kúrt aðeins lengur.
Ætlaði aldrei að geta sofnað, var svo kalt að það var ekkert venjulegt. Sofna loks þegar ég er búin að vefja mig inn í sæng og teppi.
Vakna á undan klukkunni, að ég held, ákveð nú samt að lýta á hana. 7:45 ég stekk á fætur og þakka mínu sæla fyrir að hafa pakkað niður en voðalega hrædd um að ná ekki að borða neitt. Hoppa fram og jú jú ég hef tíma í smá morgunmat er að verða of sein í strætó nei þá fatta ég það að það er miðvikudagur og ég þarf ekki að mæta í skólann fyrr en kl 12:45. Eins gott að ég var ekki komin niður í skóla eins og hálfviti.
Góðar stundir

þriðjudagur, janúar 23, 2007

AAARRRRG
Sko ég bý í parhúsi, sem er ekki frásögu færandi nema að nágranninn er að gera mig geðveika hann spilar dúff dúff dúff tónlist ALLANNNNN daginn og um helgar þá er þetta á nóttunni líka... svo þreytandi. Bara svona fyrir ykkur að vita þá finnst mér svona dúff tónlist mjög skemmtileg en bara ekki þegar maður heyrir bara fokking bassatrommuna. Kannski er hann bara að spila á trommur... úfff betra að fara að venjast þessu.... eða fá sér heyrnatól.
Þetta heyrist svo vel og drynur í húsinu þannig að það er ekki nóg með að maður heyri þetta þá finnur maður þetta líka. Eins gott að ég er í herbergi sem er lengst frá hinni íbúðinni... myndi ekki meika hitt.... eða hvað ætli ég myndi þá kannski heyra tónlistina líka... kannski!

mánudagur, janúar 22, 2007

Hér í danaveldi tekur allt sinn tíma, maður á alltaf að gera ráð fyrir tveggja vikna biðtíma. Ég er til dæmis búin að bíða í tæplega tvær vikur eftir internettengingu í herbergið mitt. Maður hefði nú ekki haldið að þetta tæki svona langan tíma, það er ekki eins og verið sé að leggja kapalinn hingað inn, nei það þarf bara að senda mér einhvern “startpakka” og þá má ég fara á netið. Sem sagt bara lykilorðin, hvað þarf það að taka langann tíma? Það er eins gott að það verði svo til friðs eftir alla þessa bið.

Þó að langt sé liðið á árið langar mig að minnast gamla ársins í nokkrum orðum.
Árið byrjaði á Íslandi þar sem við hjónakornin höfðum eytt jólafríinu. Ekki byrjaði það skemmtilega því að í byrjun árs lést Ingólfur eldri 87 ára að aldri eftir erfið veikindi.
Við Ingó héldum til Kaupmannahafnar og settumst að í íbúð þeirra Lars og Julie sem voru í heimsreisu og voru svo góð að leigja okkur íbúðina sína á meðan. Íbúðin er staðsett á Sønderboulevard og fyrir þá sem ekki vita er þessi gata samsíða Istedgade. Það var alveg fullt af skemmtilega furðulegu fólki sem var þarna í kring t.d. Bleik hærði (hár og skegg) maðurinn í pelsinum, konan með hreiður hárið og alskeggið og maðurinn með einahárið.
Ingó var að vinna á fullu í BA ritgerðinni og ég fór að vinna hjá ISS við ræstingar.... ekki það skemmtilegasta.
Janúar aðhaldið fór eitthvað út um þúfur því að mánuðurinn fór í það að kveðja Þjóðverjanna, of mikið drukkið og borðað. Já svo átti Ingó 25 ára afmæli og þá var haldin veisla.
Í febrúar og mars var mikið um hygg og róleg heit þar sem janúar hafði verið partí út í eitt. Skipti um vinnu og fór að vinna hjá póstinum og líkaði bara ekki svo illa, fólkið skemmtilega furðulegt og mikil hreyfing fylgdi pakkanum.
Tókum Ben (breski fóstursonurinn) upp á arma okkar og gáfum að borða, held að hann hefði horfið ef okkar hefði ekki notið við.
Um páskana fórum við til Tyrklands þar sem ég brann svo svakalega að það sjást enn för ef vel er gáð. Í maí fékk Ingó að vita að hans biði staða sendiherra í Sviss um hálfs árs skeið og þá var bara fyrir mig að vita hvað ég ætti að fara að gera. Var ekki mjög bjartsýn um skólavist í Danmörkinni og var farin að skoða það að reyna við eitthvað í HÍ en ég var alveg tilbúin að fara að læra eitthvað gáfulegt.
Mánuðirnir flækjast einhvern vegin fyrir mér í minningunni en þetta hálfa ár í Köben var barasta eitt það frábærasta sem ég hef upplifað.
Í júní fluttumst við svo til Íslands þar sem við unnum eins og fávitar til að safna fyrir væntanlegum utanlandsferðum komandi árs. Ég vann til skiptis í Hraðbúðinni og hjá Héraðsverk, þetta var sumar afleysinga og ég held að ég geri þetta ekki aftur. Hraðbúðin hefur verið afskrifuð af listanum (sérstaklega af því að ég fékk ekki jólagjöf frá kaupfélaginu). Ingó fór á spena ríkisins og vann hjá sýslumanni.
Það er alveg rosalega erfitt að flytja svona inn til pabba og mömmu (já og tengdó) reyndar er það einstaklega hagkvæmt.
Benni og Hrefna giftu sig þann 10.júní og svo október tilkynntu þau um komu erfingja í júní. Allt að gerast.
Unnur amma hans Ingós lést þann 17. júní eftir erfið veikindi. Erfitt fyrir fjölskylduna að missa þau bæði á svona skömmum tíma.
Sumarið einkenndist sem sagt af vinnu og hjólreiðum þar sem ég hafði ekki bíl til afnota fékk ég lánað hjólið hans Jóa og hjólaði í vinnuna bæði frá Þrándarstöðum og í Egilsstaði og svo frá Valþjófsstað og inn í búðir héraðsverks, ótrúlega heppin með veður. Fólk taldi mig ekki heila á geði að hjóla svona en hvað get ég sagt.
Fúsi og Guðveig tilkynntu um komu erfingja í maí 2007 og settu svo upp hringa um jólin þannig að það er mikið að gerast í báðum mínum fjölskyldum.
Jólin einkenndust af mikilli afslöppun og áti eins og venjulega, Þorgerður fór á kostum í framkvæmdargleði. Jólaveislan var haldin heima að þessu sinni og fór alveg einstaklega vel og fallega fram, fólk var í sínu besta skapi og bara engin leiðindi.
Áramótunum eyddi ég á Valþjófsstað og það var mikið étið og spilað, klukkunum svo hringt en engum flugeldum skotið upp.
En núna er ég bara ein í Danaveldinu og nú er bara að duga eða drepast. Lífstílnum breitt og námið skal tekið föstum tökum. Takk fyrir árið sem leið og vona að hamingjan verði ykkur hlið holl á þessu ári ;)

Já og eitt enn

Guðbjörg og Hansi eignuðust þennan líka sæta strák þann 19 janúar og bara Til hamingju með drenginn ;)

föstudagur, janúar 12, 2007

Jæja, eg er komin til Esbjerg og ad verda buin ad koma mer fyrir. Fekk herbergi i ibud sem er med 4 svefnherbergjum, 2 badherbergjum og 1 elhusi. Sem sagt tha deilum vid eldhusi og badi, eg er alveg ad verda buin ad sætta mig vid thetta allt. Er ad reyna ad vera dugleg ad læra dønskuna... en thad er nu ønur saga.

Fót til thyskalands til Bóasar og fjølskildu um sídustu helgi, voda notalegt ad vera hja theim. Thau letu mig hafa skrifbord og stól thannig ad nuna get eg sest nidur og lætr hehehe.

Vildi bara adeins lata vita af mer, blogga meira sidar.
kv. Sigga

Heimilisfangid mitt:
Hedelunndvej 104-2
6705 Esbjerg Ø
Danmark

mánudagur, janúar 01, 2007

jæja nú er komið að því!

Vill byrja á því að óska ykkur gleðilegrar jólarestar og gleðilegs árs. Takk fyrir allt gamalt og megi hamingjan fylgja ykkur um aldur og æfi.

Hér kemur þá síðasti Íslandspistillinn í bili, fer til Reykjarvíkur í fyrramálið og svo út til Danmerkur daginn eftir(3.jan). Kem svo vonandi til Esbjerg þann 4.jan. núna er bara að krossa puttana og vona að allt gangi að óskum.

Lifið heil Elskurnar mínar og verið góð við hvort annað (Drífa sorry að ég kom svo aldrei)

Læt í mér heyra fljótlega eftir komuna "heim"

Venlig hilsen
Sigga Hulda