Í dag var ég búin að ákveða að blogga.
Ástæðan, jú Hrefna mágkona mín átti að fera fyrst á skurðarborðið á fæðingadeildinni á Selfossi. Það átti að ss. kippa litlu dömunni í heiminn agalega snemma í morun. En! Nei læknirinn hringdi í gærkvöldi og sagði að það væri bara ekki pláss og þau ættu bara að koma eftir viku. Það var sem sagt einhver fjöldi kvenna sem þurfti á bráðakeisara að halda og þau bara sett á "hold" á meðan. (vona að það sé í lagi að ég bloggi um þetta...)
Þannig að ég verð bara að bíða með þetta æsi spennandi blogg mitt.
En að öðru
Ingó er búin að vera hjá mér síðastliðna vikuna og ég verð bara að segja ohhh hvað var gott að hafa hann hjá mér. Við munum sennilega bara ekki hittast aftur fyrr en í ágúst, æi.. það er bara svo langt þangað til.
Við áttum algerlega frábærann tíma, fórum meðal annars til Ribe (mæli svakalega með að fólk skelli sér þangað), gerði svo næstum útaf við kallinn í hjólatúr sem varð hringferð um esbjerg (túr du Esbjerg) þar sem við nánast hjóluðum hringinn í kringum bæinn. (reyndar er bærinn nú ekki stór) og á meðan ég var í skólanum var Ingó bara á egin vegum að skoða hvað bærinn hefur upp á að bjóða (nánar um það má lesa á hans bloggi, mæli með þeirri lesningu bara fyndið)
En Ingó er farin í vinnuna og ég sit hér ein eftir og á víst að vera að læra.... prófið nálgast með ógnar hraða. Sem segir það líka að Þorgerður og Reynir eru bara alveg að fara að koma til mín.
Jæja best að ganga frá boðskorta sendingum og fara svo að læra. (ef það eru einhverjir sem endilega vilja fá boðskort þá meiga þeir alveg láta í sér heyra með að kommenta.
Gleymdi aðeins ... þegar ég setti þetta inn í morgun! Já ss.
-Við erum s.s búin að panta hringana og boðskortin eru frímerkjuð (ég er s.s búin að vera að sleikja upp drottninguna í dag...)
-Ég brann svo svo skemmtilega á baki/öxlum. Ég er skjöldótt á bakinu hehehe, svona er að setja sólarvörn á sig á met tíma....
- Ingó lennti í meiri hremmingum ... Taskan hans var skilin eftir í Köben... þvílíkt vesen
mánudagur, júní 04, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ERT ekkert að grínast með keisarann.. en furðulegt! En svona er að búá útí sveit..hehe
Hafðu það gott.
knús
Skrifa ummæli