mánudagur, nóvember 29, 2004

Hræðilegt Hræðilegt...... afhverju þurfa þau í ísland í bítið að spjalla um frétta yfirlitið, sko þið sem eruð ekki með á nótunum þá hefur það alltaf verið þannig í þessum þætti að fréttirnar eru bara lesnar upp en núna sest s.s fréttaþulurinn hjá stjórnendum þáttarins og er að segja þeim þessar fréttir ... og þetta kemur bara mjög illa út...

sunnudagur, nóvember 28, 2004

skrítið með það að fólk sé að skreyta með mistiltein, því að þetta er sníkjuplanta, sem festir rætur sínar í trjám og tekur næringu sína úr stofni trésins og vex út frá þeim eins og hver önnur grein.... skrítið...

laugardagur, nóvember 27, 2004

nú er það dugnaður sem einkennir heimilislífið á Klettastígnum, já í það minnsta af minn hálfu ;) þó að seint hafi verið farið á fætur þá er þessi dagur nefndur fyrsti í alvöru próflestri, jú jú haldið þið ekki að mín hafi bara bruggðið sér niður á amtbókasafn(því að ekki var hægt að vera heima vegna þynku bóndans og íbúðin var ekki í góðu ástandi heldur) og setið þar og lært eins og vindurinn. Svo þegar heim var komið þá var Ingó búin að laga voða fínt til og meira að segja búin að skúra....það hefur nú ekki verið gert í manna minnum.... gleði gleði.
Við klúðruðum líka saman einu stikki aðventu kransi sem er að sjálfsögðu stórglæsilegur þó ég segji sjálf frá ;)

Ásdís Erla frænka á svo ammli í dag, til lukku með það......

Hvað eru þessar símaaulýsingar mikil snilld...... sérstaklega engla auglýsingin... þeir eru svo kvennlegir .

Nú er það að prófin nálgast á ljóshraða og þá er best að læra gersamlega ef sér eyrun.... og ég vona að þeir sem eru að fara í próf taki þau með trompi og komi út með glæsi einkunnir ;) gangi ykkur vel
Þið hin sem eruð ekki að fara í próf...... hafið það gott og njótið þess að undirbúa jólin og nýtið tímann vel....

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

ég er loksins búin að uppgvöta hvað ég er ógeðslega leiðinileg.... hvað er það pirrandi þegar fólk er að leiðrétta fólkið í sjónvarpinu..... ég er svo dugleg við það, já því að ég tala svo rétt.... jjaanei

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

jæja þá er hún Bubba frænka búin að búa til síðu handa honum Valdóri syni sínum. Til hamingju með síðuna. Hlakka til að fylgjast með ykkur ;)
Voðalega er fólk leiðinilegt þegar það er að taka prófið mitt hérna á kanntinum, afhverju er bara ekki hægt að segja hver þið eruð, hverjir er t.d. joi, h, svísan og skvísdís. mér þætti vænt um það að þið mynduð nú segja til nafns...... og ef einhverjir eru hreinlega að þessu til þess að svindla þá..... já ég á bara ekki til orð... elskurnar ekki vera feimin ;)

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

ahhh... nú er langt síðan ég hef bloggað, það hefur nú ekkert markvisst gerst í mínu litla lífi síðustu daga. Maður reynir nú bara að halda sér á floti þá er það marvaðinn sem blívar ;)

Helgin var snilld og byrjuðum við hjónin á því á föstudaginn að versla jólagjafir og kórónuðum kvöldið með því að kíkja í jólahúsið ohhhh ég veit við erum nett klikkuð en jólin eru alveg að koma :D, nei nei við ákváðum að byrja á jólagjafa kaupum vegna þess að ég er í prófum til 17. des en Ingó er búin þann 6. des (hvað er það ósanngjarnt) og þar sem hann fer sem betur fer heim í héraðið fljótlega eftir að hann klárar þá var þetta eiginilega besti tíminn til þess að brasast í því að versla jólagjafir.... er það nokkuð.

svo á laugardaginn þá fórum við ásamt Öbbu, Auði, Þorgerði og Reyni í bíó og varð fyrir valinu myndin Birgitta Jóns, á barmi örvæntingar. Þessi mynd er að sjálfsögðu bara frábær og vorum við Auður að huxa um að skella okkur á tíusýninguna strax á eftir... en nei það var nú ekki gert og sáum við mikið eftir því.

Sunnudeginum var svo sólundað í að læra fyrir fjárhagsbókhaldspróf, sem ég tók svo með mjög mikilli aðstoð frá Auði .... hehe... takk Auður

annars er ég nú bara að fara á taugum vegna þess hve prófin nálgast hratt.... þetta er búið að líða allt of hratt. og nú er víst best að fara að klára vistfræði verkefnið sem bíður mín...
hafið það nú gott krúttin mín og skrifið nú í gestabókina... já eða segið mér e-ð skemmtilegt í kommentadraslið....

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Nú vantar mig vinnu..... ég hef ákveðið að segja skilið við Háskólann á Akureyri í bili.... takk fyrir
ástæðan fyrir þessari ákvörðun minni er of flókin til að útlista hér þannig að þið verðið bara að spyrja mig næst þegar við hittumst.
Reyndar ætla ég nú að klára þessa önn þannig að nú hefst tími stress og prófa, þannig að ég bið ykkur vel að lifa og sjáumst svo hress hér eftir jólaprófin.....
Takk fyrir það og já sjáumst ;)