þriðjudagur, janúar 31, 2006

jæja hvernig væri nú að blogga!!!!

ég er búin að sækja um vinnur út um allan bæ og svo heppilega vildi til að hringt var í mig í gær út af einni. reyndar ekkert skemmtilegasta vinna í heiminum og ekki beint á besta tíma nei nei eiginilega alveg hrútleiðinileg vinna á versta tíma.Ætli maður láti sig nú samt ekki hafa það svona þangað til manni býðst eitthvað bitastætt. Þetta er s.s. skúringar jobb (júppí) í aðalstöðvum Nordea bankans sem er geðsíkislega stórt hús með svakalegum rangölum. Mæting er klukkan 5:00 um morguninn(miðja nótt) sem þýðir það að ég þarf að taka næturbus þangað til að ég er búin að redda mér hjóli(venjulegir strætóar og s-tog byrja ekki að ganga fyrr en kl 5 svekk).
Fyrsta ferðin í vinnuna var nú ekkert sérstaklega skemmtileg. Stillti klukkuna á 3:40 til þess að vera nú smá fersk svona fyrsta daginn. Fékk mér morgunmat og tölti síðan af stað. Uppgvötaði mér til mikillar mæðu að ég þurfti að bíða smá stund eftir strætó vegna þess hve mikið ég flýtti mér að heiman. Þetta er kannski ekki frá sögu færandi nema vegna þess að ég ákvað bara að rölta á næstu stoppi stöð (bara svona til að drepast ekki úr kulda). Biðstöðin sem ég fer alltaf á er við enda Istedgade og keyrir strætó svo þá götu í átt að ráðhústorginu. Sum sé þá rölti ég af stað og tek svo eftir því að hvítur sendiferðabíll stoppar fyrir aftan mig (allt í lagi með það) svo fer hann alltaf smá áfram og keyrir stundum alveg við hliðina á méren fer aldrei lengra...... ég ákveð í panikki að snúa við (kallinn var mjög krípí) og rölta að upphaflegu biðstöðinni, haldið að kall fíflið snúi ekki við og elti mig til baka...... ég dó næstum úr hræðslu, hringi í Ingó og hleip heim með hjartað í buxunum. Sem betur fer þurfti ég að labba yfir torg til þess að labba heim og náði því að losa mig við krípið.... en ég missti samt ekki af strætó.

mánudagur, janúar 23, 2006

hér er ekki mikið að gerast en við hjónin látum fara vel um okkur í íbúðinni okkar á Sønder Boulevard 80, 1720 København V

Ingó á svo ammmlli á fimmtudaginn þann 26. jan og enn er óvíst hvað á að taka sér fyrir hendur þann dag ætli það verði bara ekki óvissu farð hehe. Kallinn verður alveg tveir fimm ára gamall og svo skemmtilega vill til að við eigum s.s. trúlofunar afmæli sama dag búin að vera trúlofuð í heil 5 ár, hvernig væri nú að fara að gifta sig hummm.

Svo er það auðvita hún Jóhanna Blóm sem á afmæli á miðvikudaginn 25. jan og er stúlkan á besta aldri ;) til hamingju með daginn blómið mitt.

Ég er enn að leita að vinnu og gengur bara svona upp og niður en þetta hlítur að fara að smella krossa putta fyrir þessu OK!

yfir og út

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Ársuppgjör

Árið 2005 byrjaði ekkert sérstaklega skemmtilega, ég hafði ákveðið að hætta í námi við Háskólann á Akureyri og fara að vinna. Eitthvað gekk brösulega að finna vinnu og var ég atvinnulaus í mánuð. Það er hræðilegt að vera atvinnulaus maður hefur allan tímann í heiminum til þess að gera hluti sem maður hafði ekki tíma í að gera áður, ekki gerir maður það samt, maður byrjar í ákefð að leita sér að vinnu en efir ákveðinn skammt af neijumm fær maður nóg og hálf partinn gefst upp.

Leitaði ég þá á slóðir sem ég ætlaði sannarlega aldrei á aftur, nefninilega í vinnubúðir Landsvirkjunnar í Fljótsdalnum. Í Fljótsdalnum kynntist ég fult af fólki, vann eins og skeppna, gerði góðahluti, helling af stórum og smáum mistökum og fékk nóg. Búin að ákveða það að ég mun ekki koma nálægt þessari vinnu aftur. Ég er ekkert að útiloka svipaða vinnu, bara þetta fyrirtæki. Ég er auðvita þakklát fyrir margt sem gerðist og ég lærði alveg svakalega mikið á þessum sjö mánuðum sem ég dvaldi þarna en þegar maður er búin að tína því sem skiptir mann öllu máli þá er tími til komin að huksa sig virkilega um hvað sé þess virði. Ég sakna einungis fólksins (sumra) sem vann þarna
Það er bara eitt sem ég sakna alveg virkilega það er fólkið sem vann í dalnum; Jóhanna, Gonzalo, Bjarni, Jón Smári, hinn Jón, Áki, Sigmundur, Stefán, Jan, Ársæll, Toggi, Alex, Kristinn, Kristjana, Hrefna, Helle, Hreggviður, Halldóra, Guðrún A, Ben, Brian, Alan, Seamus, Helgi, Gulli og Pétur (held að ég sé ekki að gleyma neinum) ég sakna ykkar bara talsvert.

Ég hætti í skóla vegna þess að ég fann mig ekki í náminu, ætlaði að taka mér frí og finna mig, hvað ég vildi gera, í staðin þá tíndi ég mér.
Í ágúst hætti ég í dalnum og skellti mér til Danmerkur í lýðháskóla, leikskóla eins og margir vilja kalla það. Fyrstu vikurnar fóru í það að púsla mér saman á ný, uppgvötaði þá að mig hafði tildæmis ekkert dreymt síðustu sjö mánuði, ég var mjög þunglynd og var búin að búa mér til búr þar sem ég hafði læst litla sjálfið inni. Í Danmörku byrjaði ég bara alveg upp á nýtt, hvíldist vel, vann úr minni tilfinninga flækju og fór að gera bara það sem mér fannst áhugavert og skemmtilegt, þar kynntist ég nokkrum velvöldum manneskjum og verð þeim ævinlega þakklát fyrir þessa fjórum mánuði af skemmtilegheitum og kúri (huggi).

Nú í árslok og lít yfir farin veg, stend ég uppi sem vonandi sterkari persóna, veit betur og elska heitar og er að öllum líkindum búin að ákveða hvað ég vill læra.
Takk mamma, pabbi, Benni, Hrefna W, Jói, Krisín, Jón, Þorgerður og Reynir, tengdafjölskyldan mín í heild og auðvita vinir mínir (þið vitið hver þið eruð ;)). Takk fyrir að vera til staðar fyrir mig, þolinmæði og ást ykkar er mér ómetanleg. En fyrst og fremst vill ég þakka elskunni minni honum Ingó fyrir allt, ég hef sko ekki verið auðveld þetta árið, ég elska þig svo mikið takk fyrir að gefast ekki upp á mér. Elska þig alveg gersamlega útaf lífinu.

Gleðilegt ár allir saman og megi komandi ár verða skemmtilegt og hamingjuríkt hjá ykkur öllum.

Og auðvita heftur Megas rétt fyrir sér þegar hann segir “ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig”

Annars byrjar þetta ár ekki svo ósvipað, ég er núna atvinnulaus í Danmörku, er að leita mér að vinnu, reyndar er ég búin að fá eitt tilboð og ég er rétt að byrja að sækja um vinnu. Þannig að ég er bara bjartsýn.

Hef nú samt grun um að ekki nokkur maður hafi nennt að klóra sig í gegnum þennan mjög svo langa, þunglynda og væmna pistil... lofa að vera rosa skemmtileg næst, þ.e. ef einhver er nú að lesa bloggið mitt svona yfir höfuð, væri til í smá kommennt ok.

sunnudagur, janúar 08, 2006

Ætli sé ekki komin tími á að blogga.

Gleðilegt ár öll sömul takk fyrir allt gamalt og gott.

nú árið er liðið í al... æi já þið vitið hvernig þetta hljómar.
ég lofa nú að vera duglegri við að láta vita af mér þegar líður á en núna er bara verið að pakka niður og svo verður flogið "heim" til danaveldis á mogun og það er mæting í flug er klukkan 600 í fyrramálið.
Er búin að skrifa árspistil en hann er bara í hinni tölvunni þannig að hann kemur seinna, hann er nú svo sem ekkert upplífgandi, bara svona eins og síðasta ár var, en það fáið þið bara að lesa seinna.