miðvikudagur, júní 13, 2007

langaði að deila þessu með ykkur

-ég er ekki lengur Offitusjúklingur núna er ég bara ofeldissjúklingur, bmið mitt er s.s 29,1.
-það eru bara 10,5 kíló eftir í heilbrigðan bmi stuðul
-það eru 16,5 kíló í draumaþyngdina
-ég er s.s 30,5 kílóum léttari en ég var þegar ég vóg þyngst

Ég var á ferðalagi um daginn og bakpokinn minn vóg slétt 20 kíló… og ég var að bölva því hvað hann væri þungur þegar allt í einu uppgvötaði ég það að ég væri búin að missa fleiri kíló en ég væri að burðast með í bakpokanum.

vá… ég er ekki að fatta það…. ég er “bara” 10 kílóum of þung… BARA tíu kíló….

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá til hamingju :) og til hamingju með frænkuna.
knús frá okkur í Köben.

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt hjá þér!
Þú verður orðin súperskutla í brúðkaupinu :)
Kv. Drífa