laugardagur, febrúar 25, 2006

Núna er ég sem sagt búin að vinna heila 2 daga í þjónustu hennar hátignar og ég get með sanni sagt að þetta er sko d***** erfitt. Ég hélt að ég gæti ekki stigið í fæturnurnar þegar ég vaknaði í morgun, kálfarnir gersamlega bauluðu af sársauka. Ég lést í sófanum í gærkvöldi, Ingó reyndi eitthvað að tala við mig en ég rumskaði ekki fyrr en um kl eitt þegar hann hristi mig og fékk mig til að færa mig inn í rúm. Vaknaði ekki fyrr en eftir 13,5 tíma svefn og var ekki alveg úthvíld en maður lét sig nú hafa það að rífa sig á fætur. Fórum svo í þvílíkan göngutúr, röltum um Nyhavn tókum hafnarstrætóinn yfir að óperuhúsinu, ákváðum að það þyrfti að skoða betur við betra tækifæri.
Borðuðum svo dásamlegt sushi á stað á Knippelsbro, þvílíkt gott namm namm.
EFtir það fór dagurinn bara versnandi, ætluðum að fá okkur dýrindis ostaköku á kaffi húsi einu hér í bæ en nei, þar var bara til muffins.. mig langaði nú bara í köku .. fórum að versla og ætluðum að kaupa okkur einhverja góða köku í bakaríinu í búðinni, en nei þar var líka bara til muffins. Mig langaði bara í einhverja djúsí köku sneið og fékk ekki, dagurinn ónýtur. Eins og þetta hefði ekki verið nóg. Nei. Ég ætlaði að elda þennan líka dýrindis fiskirétt í kvöldmatinn, í fyrstalagi þá notaði ég eitthvað rjómalíki til þess að þykkja og það líka bragðaðist svo ógeðslega að það drap allt bragð sem var í pottinum, eitthvað reyndi ég að bjarga því og svo var þetta tilbúið og við byrjuðum að skófla þessu í okkur en þá komumst við hrinlega að því að fiskurinn var viðbjóðslega vondur. Nú erum við að ég held, hætt að reyna að borða fisk sem keyptur er frosin út í búð. nú er það bara fiskbúðin sem blívar þó að þar sé allt fokdýrt, maður verður nú að fá sinn fisk ;). Kannski ég hringi í sænska fisksalann minn ;)

út í allt annað

Ég sit hér og hori á Am. idol og ............... hvað er fólk að huksa?
og í aðra sálma!

Ég var að hjóla í átt að fyrsta áfangastað í vinnunni, beið á rauðuljósi og það var fullt af fólki að labba yfir á gangbrautinni. Hver haldið þið að hafi ekki verið að ganga þar yfir.... það var bara hann Magni, þvílík tilviljun maður. get nú sagt að það kom nú pínu á hann þegar ég vinkaði til hans... ehheeh bara skondið ;)

nú er ég búin að æla hér á þessa síðu í bili. vonandi kemur eitthvað skemmtilegt næst ...

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Bubba var svo skemmtileg að henda þessu í mig. Hér eru svo svörin mín

4 störf sem ég hef unnið við um ævina:
• Flokkstjóri unglingavinnunar á Eiðum
• Hótel störf: Gistiheimilið og Eddan
• Verslunarstörf: KHB (Hraðbúðin, vöruhúsið og Ártún) og að sjálfsögðu nemendasjoppan á Eiðum og í ME
• Skúrkustörf: Vinnubúðir í fríríkinu Fljótsdal og í Nordea bankanum á Knibbelsbro

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
• Gelgjumyndir: vill ekki nefna hverjar… of vandræðalegt hehe við systurnar erum svakalegar þegar kemur að þessu ;)
• Long kiss goodnight
• Taxi myndirnar þessar frönsku að sjálfsögðu

4 staðir sem ég hef búið á:
• Ættaróðalið Þrándarstaðir
• Egilsstaðir: Stekkjartröðin, heimavist ME, Valaskjálf, Miðgarður og Árskógar
• Klettastígur 4 á Akureyri
• Sønder Boulevard 80 København

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar.
• Friends
• Gilmore girls
• Spennuþættir eins og crossing Jordan og CSI
• Couplings orginal útgáfan að sjálfsögðu
• Blacadder-Father Ted-Simpsons-allo allo- ég heiti sigga og er sjónvarpsfíkill

4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
• Mbl.is
• B2.is
• Dr.dk dagskráin
• Visir.is (krapp... ég veit)

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
• Krít
• Danmörk
• Farið út um allt á Íslandi
• London baby

4 matarkyns sem ég held uppá:
• Kjöt í Karry
• Kjöt og kjötsúpa- og bara allskonar kjötsúpur reyndar líka góð grænmetissúpa..
• Flæskesteg (sem ég geri víst snilldar vel)
• Karry réttir... namm kemur sennilega ekki á óvart að ég elska mat.. ehehe

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
• Í sólinni mð koktel í annarri og Ingó í hinni
• Í rúminu mínu (reyndar ekki þar sem það er núna... á verkstæðinu hjá pabba)
• Á ferðalagi
• Í faðmi Ingós og að hafa familíuna mína í nágreninu. (þetta með familiuna er ekki alveg að fara að gerast er það?)

mánudagur, febrúar 20, 2006

ÉG ER KOMIN MEÐ AÐRA VINNU
Haldið að stúlkan hafi ekki nælt sér í starf þar sem einkennis búningurinn er fallega rauður jakki (merktur drottningunni), svartar buxur og þetta líka stórglæsilega gula hjól með svörtum töskum jafnvel gæti komið til greina að gulum bíl yrði ekið svona einstöku sinnum. Já ég er hætt að skrúbba klósett og farin að bera út og flokka póst (eins og þú sért að dreyfa pósti(dansinn)). Vona svo heitt og innilega að þetta verði í lagi og veðrið fari nú að verða gott. Byrja á fimmtudaginn.
Fór sem sagt í viðtal áðan og þar sem dreyfingarstjórinn var veikur þá hitti ég bara póstmeistarann, sem var svona líka yndæll. Honum leist svona líka vel á mig, sagði að ég líktist dóttur sinni svo mikið og það væri nú mikill plús... hehe Ben félagi sagði að ég ætti alltaf að kalla hann pabba... veit ekki með það!
En í dag finnst mér allt vera bjart og fallegt og hlakka voðalega til að losna undan klóm skrúbbsins.

Annað er það að hann afi minn hann Jói hefði átt 86 ára afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku afi minn.

laugardagur, febrúar 18, 2006

Hummm eitthvað er verið að ofsækja mig vegna bloggleysis! Best að skella þá inn einum ótrúlega skemmtilegum pistli.

Dagarnir renna dálítið saman hjá mér. Ég sum sé vakna klukkan tuttugumínútur í fjögur, fæ mér morgunmat, tölti á strætóstöðina og tek strætó klukkan tuttugu og átta mínútur yfri fjögur til þess að mæta svo í vinnuna klukkan fimm, vinn eins og brjálæðingur til klukkan eitt og kem mér heim. Reyni að gera eitthvað af viti þangað til um átta þegar þreytan fer virkileg að segja til sín þá er víst háttatími fyrir mig. Hvað er málið með það að fara í bólið milli átta og níu á kvöldin eingöngu til þess að rífa sig á lappir rétt fyrir fjögur á nóttunni... ég bara spyr. Ég er sko bara ekki gerð fyrir þetta kjaftæði. Eins gott að maður fari að fá eitthvað annað að gera, ég er komin með miklu meira en nóg af því að þrífa fyrir fyrirtæki, reyndar bara það að þrífa allmennt.
Ég er sum sé að skrúbba í Nordea bankanum á Knibbelsbro, þetta er sko svaka bygging, 7 byggingar með 5-7 hæðum hver. Það eru um 20 manns að vinna þarna bara við það að þrífa. Það eru nokkrir sem eru búnir að vinna þarna síðustu 6 árin...... þau skilja sko ekkert í því að ég er að leita mér að annarri vinnu????? Ég sum sé þarf að ryksuga (já það eru sko teppi á öllu) skrifstofu með 40-50 skrifborðum og svo er það rúsínan í pylsu endanum .... jú jú 22 klósett sem þarf víst að skrúbba..... GAMAN.

Á leiðinni heim úr vinnunni hitti ég mjög áhugaverðan svíja. Hann var að leita að hóteli, ég reyndi að hrista hann af mér með því að segjast ekki hafa hugmynd hvar þetta hótel væri, hann hélt samt áfram að spalla og hann sko talaði út í eitt bæði við mig og einhvern sem var í símanum. Ég sem sagt komst að því að hann var búin að vera að röta um í Köben alla nótina í leit að þessu hóteli, í rétt rúma 9 tíma. Hann var á leið í piparsveinapartíið sitt konan heima í Svíþjóð kasólétt af tvíburum og hann viltur í köben og síminn sem hann gat hringt úr var rafmagnslaus ... greyið... hann var búin að lenda í ýmsu. Brjálaðir menn ætluðu að ræna hann og skáru jakkan hans í tætlur og hann rétt slapp.... sem betur fer uppgvötuðu þeir ekki að hann var með rándýran pels (handa konunni) í rusla poka á bakinu. En fólk vildi sem sagt ekki hjálpa hinum því að hann leit út eins og útilegumaður.... ekki skrítið samt... En ég aumkaði mér yfir kallinn og auðivta var þetta hótel alveg gersamlega upp við aðallestarstöðina.... þar sem hann steig út úr lestinni frá Svíþjóð 9 tímum fyrr...
Greyið strákurinn táraðist og kallaði mig engilinn sinn og ég veit ekki hvað... heheh... Hann rekur fiski(www.vildafisken.se) dreyfingarfyrirtæki í svíþjóð og hann ætlar sko að gefa mér helling af fiski fyri að hafa bjargað lífi sínu..... gaman að þessu.

Eins og þið sjáið þá er ekkert skemmtilegt að gerast hjá mér þessa dagana....... læt þessu lokið í bili úr þokunni og suddanum úr vesturbæ Kaupmannahafnar. Meðfylgjandi mynd sýnir vinina Ingó og Valdór, við skruppum í kaffi til Bubbu og Hansa um daginn.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

rakst á þetta flotta sparnaðar fitusnauða popp, hef reyndar ekki prófað þetta en sá þetta sko í sjónvarpinu hehehe og svo að sjálfsögðu fylgir súkkulaðiköku uppskrift líka hehe

Billige Popcorn, der er fedtfattige!

Ding!

Vi kender alle lyden fra mikrobølgeovnen der fortæller at nu er popcornene færdige. En flad pose er blevet til en stor - fyldt med lune, sprøde popcorn. De smager godt - men sådan en omgang popcorn koster omkring seks kroner og så har de en fedtprocent på mere end 20. Men du kan lave samme mængde popcorn for en krone og uden fedt!

Ingredienser:

2 spsk. vand
en tsk. salt
1 dl majskorn

Tag en skål (plastic, eller ovnfast glassskål der kan rumme ca. 4-5 liter) og put alle ingredienserne i. Skålen dækkes med et låg og en tandstik i klemme - eller der lægges micro-film over skålen hvori der prikkes et hul. Sæt mikrobølgeovnen til 650W i 9 minutter. Når skålen kommer i ovnen vil varmen få vandet til at fordampe og dampen vil så poppe popcornene.

Tip: Hvis popcornene skal være mere salte, er det en fordel at tilsætte det inden tilberedningen.

Chokoladekage

4,5 dl hvedemel
4,5 dl sukker
1,5 dl kakao
1,5 tsk. bagepulver
225 g margarine
3 æg
1,5 dl appelsinjuice

Rør alle ingredienserne rigtig godt sammen (evt. i en foodprocessor i 30 sekunder)
Fyld dejen i en form. Bag kagen i mikrobølgeovnen ved 750 W i 4 minutter. Dernæst ved 500 W i fire minutter.

God appetit.

(Hvis du ikke har mikrobølgeovn - sæt kagen i en kold ovn og indstil den på 160 grader. Bag kagen i 45 minutter)