mánudagur, júní 11, 2007

Stúlkan er komin í heiminn!
Samkvæmt nýjustu tölum var hún 14 merkur og 50 cm.
Ég er samt hálf móðguð... fékk ekkert að vita fyrr en um kl 19 (að dönskum tíma) en samkvæmt mömmu fæddist stúlkan um hádegisbilið (að íslenskum tíma). Reyndar sagði mamma að hún hefði sent mér sms, held að hún sé að skrökva því að ég fékk ekkert sms... Eins gott að bróðir noti ekki þessa afsökun líka. Spurning um að ath hvað maður sendir mörg sms (og borgi) sem komast bara alls ekki til skila, þrátt fyrir að maður sendi á rétt númer.

En stúlkan er komin og held ég að móður og barni heilsist bara vel, hef reyndar ekki hugmynd um það, en væri nú sennilega búin að frétta það ef eitthvað hefði verið að. (vona ég)

Benni og Hrefna innilega til hamingju með dótturina.

Nú heimta ég að sjá myndir ;)

Hljómar þetta blogg nokkuð frekjulega..... neee held ekki

Engin ummæli: