föstudagur, desember 24, 2004

Gleðileg jól ;)

sunnudagur, desember 12, 2004

Brauðrist-Ristavél
sko ég sat hér í rólegheitum, kveikti á útvarpinu og stillti á rás 2. ekki vildi betur til að það ómaði auglýsing frá Húsasmiðunni, þessi þar sem búið er að skella nýjum texta við lagið jólahjól sem sniglabandið ásamt Stebba Hilmars gerði ódauðlegt. Í textanum segir meðal annara "skild'ða vera ristavél" hvað er það með þetta orð RISTAVÉL, en sorrý það er sko ekki í orðabók, ég geri ráð fyrir að fólk sé að meina tæki sem það notar til þess að ritsta brauðsneiar en það tæki kallast brauðrist (það er í orðabókinni). og hana nú. ég er alls ekki góð í íslenskri málfræði, hvað þá stafsetningu en svona orð.... ég bara.... já ... ég ætla bara aldrei að versla aftur í húsasmiðjunni.
daydream
Wake up! You're Mr. Daydream! :)

Which of the Mr. Men characters are you?
brought to you by Quizilla

laugardagur, desember 11, 2004

Mér finnst ég vera eitthvað svo gömul. Það eru allri í kringum mig að festa ráð sitt, eignast börn, gifta sig..... jáhá...
Hjördís er að fara að eignast lítinn prins
Æsku vinur minn hann Jói Þór búin að eignast tvær yndislegar stelpur og er að fara að ganga í það heilaga.
og svo margir fleirri.... hef bara ekki tíma í að telja þetta allt upp ;) best að fara að lesa fyrir próf........

miðvikudagur, desember 08, 2004

ammli ammli ammli

Ásdís systir pabba er á besta aldri og á afmæli í dag einnig á hún Hjördís Sigríður, minn fyrrum herbergisfélagi (í 10 bekk), afmæli í dag og er hún orðin alveg tveir fjórir gömul, svo er hún líka að fara að fjölga mannkyninu einhverntíma á næsta ári til hamingju með þetta dömur mínar ;)
svo eru það líka 24 ár síðan einn frægasti tónlistamaður heims var skotin til bana.... sem er nú ekki sneðugt... blessuð sé minningin

þriðjudagur, desember 07, 2004

Hvernig væri nú að skella sér í það að vera frægur í Hollívooodd. það er ekkert grín hvað þetta fólk (leikarar) eru að fá í laun, tíu milljónir dollara fyrir hverja mynd, eða sem svarar rúmlega 623 milljónir króna.
hvað eru það miklir peningar... hvað er þetta fólk að gera með alla þessa peninga? ég bara spyr, má ég ekki fá smá hluta af þessu.

annara er það nú skrítið hvað maður þekkir marga sem blogga, ég er alltaf að finna nýjar síður, ætla að bæta þessa linka í jólafríinu. (...segir sá lati).

ég setti teljara á síðuna mína fyrir rúmmlega mánuði síðan og hann er komin upp í 500. þið þarna hvernig væri nú að segja mér e-ð sneðugt í komment draslið já eða í gestabókina.
takk fyrir

mánudagur, desember 06, 2004

jæja þá er fyrsta prófið búið og bara 4 eftir.......