föstudagur, nóvember 28, 2003

sko ég veit aldrei neitt sem er að gerast í minni elskulegu fjölskyldu, frétti allt gersamlega síðust, í gær frétti ég að mamma og pappi eru bæði á vinnu vélanámskeiði..... ég sem talaði við mömmu á þriðjudaginn og það var bara ekkert að frétta. svo átti frænka mín barn um daginn, vissi ég af því að hún væri ólétt.....................NEI.
Takk fyrir að hafa afsalað mér.
Sorry biturleikan

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Amma mín hún Hulda Stefánsdóttir hefði orðið 83 ára í dag, en hún dó 1989, vill einhver fara að leiðinu hennar fyrir mig og kveikja á kerti.
Svo á morgun á hún Ásdís Erla afmæli hún verður 27 ára
Ásdís mín til hamingju með daginn á morgun
Nú er verið að fræða okkur um fosfór sem er eitt af fjölmörgum frumefnum heimsins. Kennarinn þurfti nú endilega að segja okkur hvernig það var fundið, jú árið 1669 var einhver kall að eima þvag, já ég sagði þvag, þá sá hann eitthvað hvítt efni sem glóði uuuuuuuuuuuuummmmmm það hefur verið gott loft á skrifsstofunni hjá honum.

annars fara næstu vikur í það að læra MIKIÐ og LENGI þannig að ég mun ekki láta mikið í mér heyra næstu vikur..
Síðasta prófið er 18 des. svo er það bara spurning hver vill sækja okkur hjónin.

mánudagur, nóvember 24, 2003

þýskir aðdáendur Barbapabba
hver man ekki eftir þessu

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

úbbbbss það er mánuður þar til ég er búin í prófum. HJÁLP...........................

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Pabbi minn er alveg ótrúlegur, sko hann fer alltaf í svona home improvement rétt fyrir jólin, helst á þorláksmessu. Ég man bara eftir einum jólum sem ekkert hefur verið hammrað og það voru síðustu jól. Núna er mamma farin að kippa í taumana farin að vísa þessum breytingum fram í nóvember, í fyrra var sett upp kamína í húsið, mamma nöldraði svo mikið að því var lokið fyrir jól. Núna er pabbi sem sagt að byrja á einu jólaverkefninu. Hann er að setja upp hitaveitu í húsinu heima. Sem sagt bara að klæða sig vel um jólin. Nei nei bara að grínast þetta verður væntanlega til bóta.
Pabbi er nefninilega smiður og þið vitið hvernig það virkar. Smiðir eiga oft heima í hálf smíðuðum húsum.
En ég elska pabba minn samt mest í heiminum.
Aulaverðlaun vikunnar fara til MíN. ég kann ekki alveg að keyra lennti smá útaf í snjóruðning og drullu þið getið ekki alveg ímyndað ykkur hvað ég bölvaði mikið, það skemmdist ekkert sem betur fer. Hafliði Hjarðar og félagar komu mér til bjargar og lögðu mér lífsreglurnar t.d að ég ætti nú kannski að setja nagladekkin undir :)

laugardagur, nóvember 15, 2003

Smá skóla húmor
ég vill byrja á því að þakka Siggu Friðriks og Auði fyrir allsæmilega samvinnu og að hafa gert þetta mjög svo ógleymanlegt, ég vill líka þakka Jóhönnu fyrir að hafa kennt okkur hvernig á að vinna svona verkefni. hver og einn má skilja þetta eins og þeir vilja....

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

I´m oooooooolllllllllllllllllllld
Það er orðin hefð hjá mér að byrja frekar snemma að hlusta á jólalög, (já ég er geðveik), er núna að hlusta á coke jóla diskinn, vá minningarnar. Ég og Elfar (ex) við gerðum alla brjálaða þegar við hlustuðum á þennan disk (á Eiðum), við byrjuðum um miðjan sept og enntumst fram að jólum. Kristján varð mest fyrir þessu. En, vá hvað þetta var skemmtilegur tími, en vá hvað þetta er langt síðan..........
hafið þið einhvern tíma verið í tölvunni í tíma og einhver situr fyrir aftan ykkur og ykkur finnst eins og hann/hún sé að, lesa allt sem þið skrifið, skoða allt sem þið skoðið. Ekkert smá óþægileg tilfinning.

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Mér fannst þetta bara svo óborganlega fyndið
Þetta er sem sagt ef að Limur væri starfsmaður að biðja um launahækkun
Limurinn, óska hér með eftir kauphækkun vegna neðangreindra ástæðna:

* Ég stunda líkamlega starf.
* Ég fer langar leiðir.
* Ég sting hausnum fyrst í allt sem ég geri.
* Ég fæ ekki frí um helgar og helgidaga.
* Ég starfa í votu umhverfi.
* Ég fæ ekki launaða yfirvinnu.
* Vinnuaðstaðan mín er dimm og hefur slæma loftræstingu.
* Ég starfa í háum hita.
* Starf mitt setur mig í smithættu sjúkdóma.


Kæri limur.
Eftir að hafa skoðað beiðni þína til hlýtar og þau rök sem þú settir fram, hefur stjórnin ákveðið að neita beiðni þinni vegna neðangreindra ástæðna:


* Þú starfar ekki samfellt í 8 stundir.
* Þú sofnar í starfi eftir stutta vinnu.
* Þú fylgir ekki fyrirmælum stjórnenda þinna.
* Þú stendur þig ekki í settri stöðu, þú ferð oft á flakk.
* Þú hefur ekki frumkvæði - það þarf að ýta við þér og hvetja þig svo þú farir að starfa.
* Þú skilur starfssvæði þitt eftir frekar sóðalegt eftir vakt.
* Þú tekur oft ekki mark á öryggisreglum t.a.m. vera í réttum varnarklæðum.
* Þú ferð á ellilaun mikið fyrr en 65 ára.
* Þér er ekki gert að vinna tvöfaldar vaktir.
* Þú átt það til að yfirgefa stöðu þína áður en þú hefur lokið dagsverki.
* Að lokum þá hefurðu oft verið séður berandi tvo poka inn og út úr starfsaðstöðu þinni sem lýta mjög grunsamlega út.

Virðingarfyllst,

Stjórnin
Afhverju koma þeir til landsins í miðjum prófum, WHY WHY...... GRENHJ, SNÖKT
Muse á leið til Íslands
Breska rokkhljómsveitin Muse heldur tónleika hér á landi 10. desember næstkomandi í Laugardalshöll. Hún er ein vinsælasta rokkhljómsveit heimsins um þessar mundir.



Íslenskir rokkaðdáendur fagna væntanlega þessum tíðindum því hljómsveitin nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Nýjasta plata hennar, Absoulution, er ein sú söluhæsta hér á landi. Gagnrýnendur virðast vera sömu skoðunar og íslenskir rokkarar því þeir hafa farið fögrum orðum um plötuna.


Muse hefur áður komið til Íslands meðal annars til að taka upp tónlistarmyndband og semja lög. Þeir hafa því lengi haft áhuga á landi og þjóð.

Hljómsveitinni fylgja um 10 tonn af græjum og segjast þeir ætla að bjóða upp á bestu rokktónleikanna sem haldnir hafa verið hér á landi. Tónleikarnir verða þeir síðustu í Evrópuferð sveitarinnar, en þeir hafa leikið á um 40 tónleikum víðsvegar um evrópu síðustu mánuði.

Tónleikarnir verða í Laugardalshöll og hefst forsala aðgöngumiða í verslunum Skífunnar á föstudaginn kemur.





miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Annars á hann Pési ammæli í dag og óska ég honum til hamingju, bara orðin fullorðin (22ja).
Fúsi mágur minn fær geðveikislegar afmæliskveðjur frá höfuðstað Norðurlands bara orðin 26ára. Hann átti reyndar afmæli í gær en hvað um það, tímaskinið hjá mér er ekki alveg fullkomið.

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Heilbriggðiseftilitið þarf sko ekki að hafa áhyggjur af bakteríu fjölgun í ruslinu á Klettastígnum þessa dagana, Minn maður gerðist svo djarfur að fara út með ruslið í gærkvöld, hann rétt komst inn í geymsluna vegna snjóa þannig að allt vel kælt þar inni.
Það er svo fyndið að fylgjast með honum dr. Hermanni en hann kennir aðferðir og atvinnulíf (sem er bæðevei mjög svo leiðinilegur áfangi).
Já, sem sagt fyndið, Kennararnir eru með svona smá hljóðnema, svo eru magnarar á nokkrum stöðum í loftinu. Hermann stendur alltaf og hallar sér upp að ræðupúltinu og les til skiptis af blaðinu og glærum þannig að þegar hann horfir fram í salinn þá er eins og hann sé að öskra á okkur en svo snýr hann hausnum upp að töflunni og þá heyrir maður ekki neitt. Þannig að maður er við það að sofna þá byrjar maðurinn að garga á mann um einhverja heimskulega hnattvæðingu alveg ein og að hann hefði komið upp með þessa hugmynd sjálfur. Maðurinn les svakalega mikið upp af blaði og það vita allir hvað er hræðilegt að hlusta á svona þurran upplestur smá tilvitnun í dr Hermann ( lesið upp í sama tón) “maðurinn er félagsvera sem mótast í félagslegum samskiptum”
Það er líka alveg óborganlegt þegar hann fer að tala eitthvað svona útfrá sinni eigin reynslu, aftur smá tilvitnun “ já, þegar ég bjó niðri á Englandi þá gerði ég mér fyrst grein fyrir blablablabla….zZZZzzz”, “ Þegar ég var í Ameríku …zzzzzzzzzzzz.”. Þegar æviágripið er búið þá man hann ekkert hvar hann var í textanum, þá kemur bara þögn í svolítin tíma svo byrjar hann að tala þvílíkt hátt og lækkar svo róminn aðeins meira og svo meira og þannig að maður heyrir varla í honum svo byrjar hann aftur að tala þvílíkt hátt og lækkar svo róminn aðeins meira og svo meira og þannig að maður heyrir varla í honum …. o.s.fr. Þetta er nú pínulítið þreytandi.


laugardagur, nóvember 01, 2003

Gaman, gaman, ég gerði alveg snildar kaup áðan í Hagkaup, keypti mér brillur (gleraugu), meira að segja tvö og á verði einna. sem sagt 2 fyrir 1.