föstudagur, apríl 30, 2004

Þessi brandari kennir manni að tala skýrt um hlutina.

Mánuður fram yfir

Þegar ungur eiginmaður kemur heim eitt kvöldið tekur konan á móti honum með
því að hlaupa upp um háls honum og segja; Ástin ég er kominn einn mánuð
fram yfir. Ég er viss um að nú er ég ófrísk, heimilislæknirinn okkar sagði
að hann gæti ekki fullvissað mig um þetta fyrr en hann fengi niðurstöðu úr
rannsókninni á morgun og við skyldum þegja yfir þess þangað til.
Að morgni næsta dags kom maður frá Orkuveitunni til þess að loka
fyrir rafmagnið, þar sem ungu hjónin höfðu ekki greitt síðasta reikning.
Hann hringdi dyrabjöllunni og þegar unga frúin kom til dyra sagði hann;
"Þú ert kominn mánuð fram yfir". "Hvernig í ósköpunum veist þú það?" Spurði
unga frúin. "Nú það er allt svona skráð kyrfilega í tölvukerfi Orkuveitunnar"
var svarið. "Heyrðu þetta sætti ég mig sko ekki við og ég ætla að
tala við manninn minn í kvöld og hann mun örugglega hafa samband við ykkur á
morgun" >sagði unga frúin og skellti hurðinni.
Þegar eiginmaðurinn kom heim fékk hann að heyra allt um persónunjósnir
Orkuveitunnar og hann fór vitanlega öskuvondur á fund Alfreðs Þorsteinssonar
morguninn eftir. "Heyrðu Alfreð þetta er nú algjörlega út í hött. Hvað eiginlega
í ósköpunum gengur að ykkur, þið eruð með það í skrám ykkar að við séum
kominn mánuð fram yfir, hvern andskotann að kemur ykkur það við?".
"Slakaðu nú á þetta er ekkert mál, borgaðu okkur bara og þá tökum við þetta úr skránni okkar."svaraði Alfreð. "Borga ykkur ert ekki í lagi, nú ef ég hafna því hvað þá?"
"Nú þá klippum við bara á og tökum þig úr sambandi."
"Og hvað á þá konan mín þá að gera?" "Nú hún verður þá bara að nota kerti." Svaraði Alfreð.

fimmtudagur, apríl 29, 2004

já ekki spyrja af hverju ég er vakandi núna um klukkan 5 aðfaranótt fimmtudags.... humm jú aðeins verið að gleyma sér yfir námsbókunum.......

En það er ekki máli.

ég átti nú nokkur bekkjarsystkini í gegnum mín grunnskóla ár og þar sem ég er orðin elli smellur hefðu nú margir haldið að flestir af þessum gömlu félögum mínum væru nú farnir að unga út börnum enn nei..... það gerðist fyrst þann 27 apríl að einhver af þeim fóru nú að fjölga sér.... Jú jú haldið þið ekki að Einar Ás hafi ekki eignast stelpu ... já og auðvita á hún Halla hana líka ;)
Til hamingju með það elskurnar mínar.

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Jæja þá er ég sennilegast komin með vinnu....... kannski ekki allt of spennandi vinnu en samt .....það er vinna!
Ég mun sennilegast búa í dal fljótsins og dvelja flestar nætur í húsum tengdaforledra minna... jebb pabbi sagði að ég myndi nú alveg örugglega getað fengið að gista í fjárhúsunum á Valþjófstað, ohhh takk pabbi (þetta er sko pabbi minn í hnotskurn, þetta finnst honum alveg svakalega fyndið ).
Enn já ég er mjög sennilega að fara að vinna í landsvirkjunarbúðunum í Fljótsdalnum sem hjálapar hella kokksins.... úff. Kaldhæðnin í þessu öllu saman er að Ingó mun búa á Þránarstöðum og ég verð sennilega mest á Valþjófsstað. skondið ekki satt.
Jæja lífræn efnafræði bíður eftir mér í stöflum......

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Þetta hér er bara snilldin ein.
Hér færi ég ykkur tvífara vikunnar.

Fyrir þá sem ekki vita hverjir þetta eru þá eru þetta þeir Víðir Mc Þórarinsson og hinn er piparsveinninn Bob Guiney.

Hvað finnst ykkur?

laugardagur, apríl 24, 2004

Brief summary of your name: Sigridur
The name of Sigridur creates a happy, versatile, and expressive nature, with good business judgment and a fine sense of responsibility, which should enable you to establish congenial relationships in positions of trust where you are dealing with the public. You have a clever, quick mind, with the ability to accomplish a great deal in a short period of time, although it is not easy for you to systematize your efforts. This name could allow expression along musical and artistic lines and gives you the desire to entertain and to meet and mix with people of refinement and culture.

Brief summary of your name: Hulda
The name of Hulda indicates you are a diligent and persevering worker who enjoys a routine occupation where you can do a job well and finish what you start. You like to work at your own speed, without pressure, as you prefer to take your time to work step by step in your own way. You could become frustrated and thwarted in your efforts if too many changes or disruptions occur.

Lauslega þýtt: ég er frábær........ ; )

Sjáið hvað þið eruð frábær hér

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Gleðilegt sumar, samt svolítið skrítið að fagna sumri þegar vorið er rétt byrjað!

Hér er enn ein afmæliskveðjan og hún er að þessu sinni til bróður míns
Benni til hamingju með daginn

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Er það virkilega? neee held ekki, í það minnsta er ég ekki allt of dugleg að læra..... hehe


Sjáðu hvaða týpa þú ert
alveg er það merkilegt að það megi ekki setja fjöldatakmarkannir í þennan blessaða skóla, það er ekki hægt að hafa hann úttroðin af nemendum eins og t.d í HÍ mér finns þetta nú pínu skondið að Auðlindadeildin ætli að taka inn 75 nýnema á næstu önn, jú jú það þarf enn er það raun hæft? við erum núna ca 50 og það á öllum árum, og erum við ekki bara að sprengja utan af okkur húsnæðið! Þar sem nýa húsið verður ekki tekið í notkunn fyrr en um næstu áramót, og það hús er örugglega allt of lítið hvort eð er við eigun að ég held að deila því með hjúkkunum, arrggg hjálp..... hehe og svo eiga allar heimsins stofnannir að vera þarna líka. hvar eigum við að vera........

svo að ég vitni í hann Bjarka
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Sólborgarsvæðinu við svokallað “rannsóknar- og nýsköpunarhús” og segir í lýsingu á því verki að húsið muni hýsa raunvísindakennslu við HA, Matvælasetur HA, Rannsóknarstofnun HA, Byggðarannsóknarstofnun Íslands, Ferðamálasetur HA, Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands, Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar, skrifstofu PAME á Íslandi, skrifstofu CAFF á Íslandi, stofnun Vilhjálms Stefánssonar, útibú jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands, útibú Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins á Akureyri, útibú Hafrannsóknarstofnunar á Akureyri, útibú Rannsóknarsviðs Orkustofnunar og frumkvöðlasetur á vegum iðnaðarráðuneytisins. Hvað þetta þýðir fyrir hinn almenna nema við HA veit ég ekki og ég auglýsi eftir vitneskju mér fróðari manna um þau mál en þetta hljómar einhvern veginn ekki eins og þessu húsi sé ætlað að leysa úr grunnþörfum háskólanemans eins og t.d. boðlegri námsaðstöðu og það er leiðinlegt ef satt er.

Hvar eigum við að vera?????

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Jón Gunnar litli frændi minn, bróður sonur minn, hann á afmæli í dag orðin 11 ára gamall.

Jón Gunnar, Til hamingju með afmælið elskan mín.

mánudagur, apríl 19, 2004

sorrý gleymdi stór mennunum Óla Rúnari, Berlindi, Unu og Höllu.... sorry

sunnudagur, apríl 18, 2004

Var að senda gömlum skólafélögum smá póst og þar sem þið sem lesið þetta gætuð haft einhverjar upplýsingar handa mér þá megið þið alveg láta mér þær í té!!
eða þið eruð fólkið sem ég veit ekki hvar á heima og þá er þetta hér....ok

Svona var þá bréfið sem ég sendi og nemendalistinn er hér

Halló fallega fólk!

Við erum nokkur sem höfum verið að velta fyrir okkur að halda smá reunion, það er fyrir nemendur sem voru á Eiðum 1996-1997. Vorum við þá að hugsa um að hafa það síðustu helgina í júní eða fyrstu helgina í júlí (25-27 júní eða 2-4 júlí) Hvernig lýst ykkur á?
Það er samt bara eitt vandamál, okkur vantar upplýsingar um þó nokkra og erum kannski að gleyma einhverjum. Þannig að ég sendi þetta á nokkra sem ég hef upplýsingar um og ef þið væruð til í að fara yfir listann sem fylgir með og senda mér til baka með frekari upplýsingum um þá sem þarna vantar.
Látið mig endilega vita ef þið eruð til í að koma og þá hvora helgina.

Hlakka til að heyra frá ykkur
Sigríður Hulda Stefánsdóttir
sigste@hotmail.com
siggahulda.blogspot.com
sími 8696798

laugardagur, apríl 17, 2004

Í dag á æskuvinkona mín 24 ára afmæi, já litla konan hún Sibba á afmæli í dag.
Sibba til hamingju með daginn.
Ég gerði margt í fyrsta skipti í gær
Fór á minn fyrsta íshokkí leik,
Fór í fyrsta skiptið á íslandsmeistaraleik,
Fór í fyrsta skiptið inn í skautahöllina,
Sá í fyrsta skipti skautasvell
Sá í fyrsta skipi listdans á skautum,

Mæli með því að fólk skreppi á íshokkíleik ef að tækifæri gefst, það er bara gaman, í þessum leik eru reglurnar fáar og auðskiljanlegar, það má ekki drepa...... þvílík slagsmál.
Fórum sem sagt í góðra vina hópi á leik skautafélags Akureyrar vs. skautafélag Reykjavíkur og auðvita vann SA leikinn með yfirburðum 6-1.
I am 35% evil.
I could go either way. I have sinned quite a bit but I still have a bit of room for error. My life is a tug of war between good and evil.Are you evil? find out at Hilowitz.com

þriðjudagur, apríl 13, 2004

jæja nú eru páskarnir búnir, skólinn að byrja aftur á morgun bara svona til að hætta aftur eftir nokkra daga og þá skella á þessi líka skemmtilegu próf vá ég get ekki beðið eftir að gersamlega rúlla þeim upp......... það er nú í lagi að láta sig dreyma. Ég á nú sennilega ekki eftir að skrifa mikið hér inn fyrr en 15 mai enn þá eru prófin búin ohhhhh mig hlakkar svo til að komast í sumarfrí og byrja að vinna..... bara að vona að maður fái einhverja vinnu!

Ég gleymdi samt alveg að tjá myg um söngkeppni félags framhaldsskóla nema, hvað er að gerast þessi keppni var vægast sagt sú ömurkegasta hingað til t.d hvað var greyið strákurinn frá fas að gera, hver gaf honum leifi til að syngja....arg. svo er ég búin að gleyma þessu öllu saman, sem betur fer, nema auðvita grænmetis gellunum.... ekki vera að semja svona texta takk. það var bara ein sem stóð sig með eindæmum vel og það var hún Silla sæta þetta var stór glæsilegt hjá henni, ekkert stressuð og bara í alla staði glæsilegt.

Svo sá ég að hann Máni var að tala um reiðar konur sem eru að tjá sig á netinu kallandi sig femínista.... vá hvað ég er sammála, hvað er það með alla þessa reiði stelpur er ekki komin tími á að slappa aðeins af og hjálpa sér sjálfur í staðin fyrir að vera alltaf að skíla sér á bakvið það að vera kona. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.
Takk fyrir og góðar stundir

sunnudagur, apríl 11, 2004

Gleðilega páska

Vá hvað maður finnur sér ekki til að gera þegar maður á að vera að læra, nú erum við hjónin búin að laga til í kotinu, þvo þvott, vaska upp, tala við helstu fjölskyldu meðlimi, undirbúa kvöldmáltíðina, stúta páskaegginu, og skella nýu lúkki á síðuna. og það allt fyrir kl 4. Þá er kannski best að læra pínu..... humm

Greyið hún litla systir mín búin að vera fárveik í marga daga og liggur nú á sjúkrahúsinu á Norðfirði, með lungnabólgu.
Núna eru líka allir í útlöndum nema ég......uuuhh og nokkrir aðrir. Pabbi og mamma eru í Lúxembúrg, familían hennar Auðar er úti í Grikklandi, og tengdafamiían hennar Þorgerðar er úti í Afríku. svekk, mig langar til útlanda........

föstudagur, apríl 09, 2004

Latte!
Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.

Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.


Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?


Jahá þar hafið þið það....

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Vá hvað ég á enga vini....... ég kipptist við áðan við það að ég vékk sms...humm frá hverjum gæti þetta verið....jú jú frá besta vini mínum símanum... halló hvað er það með öll þessi essemmess sem maður fær frá þessu blessaða fyrir tæki.
kveðja frá vinalausum aumingja með hor og hausverk

mánudagur, apríl 05, 2004

Símon er lasin með gólftusku um hálsin, situr inn á baðherbergi og grenjar og hugsar um , alla þá sem hafa ekki tusku á hááálsinum. vá hvað þetta er fallega ort....... ekki satt.
enn núna sit ég hér og get ekki annað, komin með hálsbólgu. ekki það skemmtilegasta. Ég var voða ánægð því að Ingó er búin að vera veikur og ég varð ekki veik enn núna er honum batnað og ég orðin veik. satan.....
Annars er ég að rembast við að læra fyrir rekstrarhagfræði próf, en það gengur bara ekki neitt, langar mest til að leggjast bara inn í rúm og kúra mig undir heitri sæng og horfa á friends. ææ aumingja ég......
Enn það gengur ekki að væla því að það er allt of stutt í það að prófin byrji, best að halda áfram.
góðar stundir