sunnudagur, desember 10, 2006

Enn eitt dauðaslysið í umferðinni, nú eru 29 (ef ég taldi rétt) látnir á þessu ári og árinu er ekki lokið. Maður bara óskar þess að þetta haldi ekki áfram. Var samt að velta fyrir mér hversu heppinn maður er að enn hafa þessi slys ekki komið við mig eða mína, kannski er maður eigngjarn en það er bara það sem manni dettur í hug. Megi guð veita þeim styrrk sem eiga um sárt að binda.

Annars er það af mér að frétta að það er bara eitt úthald eftir og þar af leiðandi líkur vinnu þann 20. desember, verst að ég er að ná mér í einhverja h******* pest og ég er sko alls ekki að nenna því. Ætlaði að heimsækja Drífu og einkasoninn í fríinu mínu en... komst ekki Kem fljótlega.. lofaði að koma fyrir jól ;)

föstudagur, desember 01, 2006

Bara afþví að ég er svo svakalega dugleg var ég að huxa um að skella inn stuttum pistli. ;) Ég vill auðvita byrja á því að óska mákonu minni til hamingju með daginn í gær, Hrefna mín til hamingju með þrír þrír afmælið já og svo vill ég auðvita óska þeim hjónum til hamingju með kúluna. Mikið hlakka ég til að verða föðursystir í annað skipti.
Svo er það auðvita frægi maðurinn hann Magni sem á afmæli í dag, til hamingju með daginn.

Við hjónkornin tilvonandi erum á leiðinni á jólahlaðborð, mikið nenni ég ekki .... það sem ég gerir ekki fyrir kallinn minn ;)

Fékk nett sjokk í gær þegar ég uppgvötaði að það er ekki nema rúmlega mánuður þangað til ég mun flytjast af landi brott í óákveðinn tíma, ekki nema rétt rúmur mánuður eftir og ég sem á eftir að gera svo mikið.

föstudagur, nóvember 24, 2006

Hef frá svo sáralitlu að segja að það er ekki einu sinni fyndið. Er bara að vinna og vinna núna þegar ma og pa eru í útlandinu, tek mér voða lítil frí, bara svona dag og dag. Er alveg svakalega einangruð hér í dalnum. Endilega segið mér nú einhverjar kjaftasögur.... kommon!

sunnudagur, október 22, 2006


What kind of jewel are you?

Pearl

Classic and lovely, you are exquisitely feminine.

Personality Test Results

Click Here to Take This Quiz
Brought to you by YouThink.com quizzes and personality tests.

þriðjudagur, október 10, 2006

Skil ekki fólk sem er í því að dreifa kjaftasögum um náungann, sérstaklega á svona litlum stað eins og á Egilsstöðum. Þegar einn flytur af staðnum og getur ekki varið sig er bara ráðist á viðkomandi, svo fær fjölskyldan á sem býr enn á staðnum bara að heyra allskonar rugl. Vitið til, þetta á eftir að bíta ykkur fast í afturendan.
Næst þegar þið heyrið sögu um einhvern sem fluttur er burt frá Egilsstöðum, þá eru miklar líkur á því að sagan sé algerlega byggð á kjaftagangi, varið ykkur á henni Gróu.
kv. Sigga

föstudagur, október 06, 2006

KRABBI 21. júní - 22. júlí
Ef þú vilt þéna meiri peninga skaltu þroska með þér tilfinninguna fyrir réttindum. Ef þú trúir því ekki að þú eigir það ekki skilið, verður það að ávinna sér eitthvað eintómt streð.

Já er það virkilega..... ég þurfti nú að uppgvöta þetta með því að fara erfiðuleiðina, vinna eins og kreisípörson jú jú og það er fullt af fólki búið að segja mér að læra bara eitthvað til þess að öðlast réttindi.

miðvikudagur, september 06, 2006

best að blogga svona í tilefni dagsins.
Hún mamma mín á afmæli í dag, orðin alveg fimm fimm ára gömul. Til hamingju með það elsku mamma mín.

Annars er frekar lítið að gerast í mínu lífi, hætt í vinnunni er að vinna í því að finna mér eitthvað að gera en hef varla komist út úr húsi vegna einhverrar helvítis flensu. Ekki gaman. Bara að vona að maður finni sér eitthvað að gera þangað til í janúar þegar stefnan verður tekin í skóla, púff smá stress varðandi það allt saman. Reyndar er ég með vinnu í 5 vikur rétt fyrir jól, jú jú foreldrar mínir eru á leið til Kanarý eitt árið enn og þá vantar einhvern í eldhúsið í Fljótsdalnum.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Mikið hata ég fólk sem leifir manni ekki að svara fyrir sig og kæfir mann bara í einhverju rugli. skammar mann bara í hengla og spyr milljón spurninga(í sömu andrá, vælir svo yfir því að maður hafi ekkert til málanna að leggja og ef maður ætlar að reyna að svara þá hækkar það bara róminn og segir sömu tugguna aftur.... fólk sem hefur bara rétt fyrir sér og hlustar ekki á það sem aðrir hafa að segj. Hóta svo að skrifa um þetta þegar það keumur til Reykjarvíkur, hvað er það.... úúú bara verið að hóta manni!
hann hefði sko aldrei gert þetta hefði ég verið karlkyns.... svona er það að vera stelpa sem vinnur "karlastarf" ég veit auðvita ekkert hvað ég er að gera.

Eins gott að maður er að flytja burt af þessu skíta skeri.

sunnudagur, ágúst 06, 2006

loksins loksins loksins
ég fékk svar frá einum af 4 skólum núna á fimmtudaginn. Það er sum sé skólinn í Esbjerg sem er að bjóða mér pláss í sjúkraþjálfunarnámi, ef ég tek því þá byrjar skólinn þann 30. janúar 2007.
þá er bara að ath hvort ég fái ekki svar frá hinum skólunum.... spennandi!
Ég læt vita hvað verður.

laugardagur, júlí 22, 2006

Nenni voðalega lítið að blogga er bara að njóta þess að vera í fríi. Áætalað er að fara í ökuferð á Fáskrúðsfjörð á morgun, en Ingó er að fara að leiðsögumannast upp á virkjunnarsvæði. Hér er lokskins komið sumar að okkar mati og var alveg 18 gráðu hiti..... það er nú ekki mikið hummmmm. Að íslenskumsið sleiktum við sólina og brunnum lítið eitt, við lágum ekki aðgerðarlaus heldur skárum ein þrátíu og fimm kíló af rabarbara og seldum hann á okur pening.
Brunaæfingin á Tyrklandi síðustu páska hefur borgað sig lítið eitt því að ég fékk stax þennan fína brúna lit á þau svæði sem verst urðu úti í brunanum mikla.
Blíðu er spáð næstu daga og þá er best að halda sig utandyra og gera eitthvað skemmtilegt, svo fara að koma sveppir þannig að tölvunni verður lítið sinnt á næstunni...

mánudagur, júlí 03, 2006

Var að keyra fjórhjól í fyrstaskipti... brunaði um eins og konungur.... bara gaman.
Annars er ég búin að að vinna eins og brjálæðingur, frá 6 til 20 á Hvammseyrinni og svo frá 21-24 í Hraðbúðinni... .mikið var ég nú þreytt... aaarrrg. en nú er það búið í bili og ég flutt í Fjótsdalinn þar sem ég er að leysa múttu af.
Mikið er samt mikið af vanþaklátufólki sem er að gera mig gggeeeðveika.. Hættið að væla þið eruð fullorðið fólk..

Siggan kveður með bros á vör

sunnudagur, júní 25, 2006

Blogg í tilefni dagsins! (er reyndar að vinna að annarri síðu þar sem blogspot er að gera mig geggjaða en eins og þið kannski sjáið varð ég að pósta pistilinn minn í mörgum bútum reynda er hann slatti langur... en kommentið nú endilega)

Nú er rúmur mánuður síðan bloggað var síðast og allt of margt búið að gerast síðan þá.
- Fórum til Norge þar sem vesenið byrjaði. Farfuglaheimilið sem við vorum búin að bóka gistingu á var barasta ekki búið að opna!!!! Sem var svo sem ekki allt vesenið heldur voru þarna bandarískir feðgar sem voru tregari en allt sem tregt. Þar sem við erum svo aumingja góð hjálpuðum við þeim á annann gististað. Þeir vældu svo mikið að það er ekki einu sinni prenthæft.
Við dvöldum í Oslo þessa daga og ekki annað hægt að segja en að borgin er rosalega falleg þrátt fyrir mikil umferðarmannvirki, versta var að það er allt svo svakalega dýrt.
- Flugum til Akureyrar og lentum að sjálfsögðu í töfum á flugvellinum vegna þess að við vorum í fyrstu vél icelandexpress til Ak. Með tilheyrandi ræðuhöldum og vitleisu.
Gistum á Hálsi í Öxnadal hjá Guðveigu og Fúsa, fengum höfðinglegar móttökur og verðskuldaða hvíld.
Fengum ókeypis bíl austur og mikið var nú ljúft að koma “heim”.

- Þar sem bróðir minn gifti sig þann 10. júní var ekið suður til þess að taka þátt í gleðinni. Ekki gekk undirbúningurinn átaka laust fyrir sig. Við sendum “búslóðina” heim með samskip og áttum von á að hún væri komin heim á undan okkur, í kössunum var meðal annars sparifötin okkar og myndavél sem átti að nota í brúðkaupinu. Í fáum orðum er hægt að segja að ekkert hafi gengið upp með þessa sendingu og ég hef ekki hugmynd hve oft þeir tíndu draslinu, eftir nokkrar morðhótannir og læti fengum við þetta sent á Hvolsvöll til Benna og það daginn fyrir brúðkaupið (góð þjónusta...). Héldum við þá að ruglið væri nú búið en nei nei. Brúðkaupið gekk fínt, bæði sögðu já og ég (brúðkaupsljósmyndarinn ógurlegi) tók myndir eins og vindurinn. Veislan var flott og fólk skemmti sér og auðvita tókum við fullt af myndum.
Daginn eftir fórum við að ná í dótið okkar sem var í góðu yfirlæti í bílskúr bróður míns en nei nei einhverjir gaurar höfðu verið að háþrístiþvo bílaplanið og ekki skrúfað nægilega fyrir vatnið og það lekið út um allan bílskúr og kassarnir okkar höfðu sko fengið að finna fyrir því og þá sérstaklega þykku lagabækurnar hans Ingós.
Alla leiðina austur var ég að fletta lagabókum og þurrka þær.
Ingó útskrifaðist sem piparsveinn í listum (BA) sama dag og brúðkaupið var en hann ákvað að mæta frekar í brúðkaupið. Drengurinn var að sjálfsögðu með besta árangurinn og ekki langt frá ágætis einkunn sem er 9 en hann var með 8,82. Svo stolt af kallinum mínum.
Kassa vandræðin voru ekki eina hörmung helgarinnar, því að þegar bróðir minn fór með filmurnar ,sem ég tók í brúðkaupinu, í framköllun komumst við að því að helvítis myndavélin hefur klikkað eitthvað og það var ekki ein einasta mynd á filmunum. Hversu ömurlegt er það. Ég var og er í rusli yfir þessu. Búið að treysta mér fyrir þessu og svo fer þetta bara í vaskinn... ömurlegt. Samt skrítið því að síðast þegar ég notaði myndavélina var hún í fínulagi og það er ekki svo langt síðan.
-Vinnan gengur svona upp og niður, held að við séum reyndar búin að ná botninum og þá er leiðin bara upp á við... ekki satt. Staffið mitt er núna svo rosalega veikt allir með kvef og hita.... spurning að KHB fari að gefa staffinu vítamín og sjá til þess að þau hreyfi sig, borði hollan mat og drekki nóg af vatni. Eheh bara hugmynd.

Ég er búin að vera voðalega dugleg og hjóla flesta daga í vinnuna og auðvita heim aftur. það er mun einfaldara en ég hélt. En að sjálfsögðu langar mig í bíl... en ég veit að ég get verið án hans þangað til framtíðin verður örlítið skýrari.

Nú er enn einn dagurinn að kveldi kominn það sem gerir þennan dag spes er að ég varð alveg heilu árinu eldri og vitrari (alltaf að halda í vonina) og nú vona ég að óheppnin fari að láta mig í friði. Næsta vika þarf bara að ganga vel vegna þess að ég þarf að vera á tveim stöðum á sama tíma seinni hluta vikunar þar sem ég er að fara að leysa múttu af á miðvikudaginn en Gulli kemur ekki aftur fyrr en næsta mánudag.... erfiðir tímar framundan og ég vona að allt gangi upp.

Mig langar svo að óska hinum afmælisbörnum dagsins til hamingju, þau eru Alma (Rauðhærði Reyðfirðingurinn,fædd 15 mín á undan mér á heilsugæslustöðinni á EG), Hildur (mýbúi), Lilja (tvíburamóðir), svo síðast en ekki síst systkinin Húni og Lára. Til hamingju öll, bara fallegt og skemmtilegt fólk sem deilir þessum deigi með mér.

Góða nótt

þriðjudagur, maí 23, 2006

Jæja þá er búið að koma dótinu í kassa og þá er bara að koma öllu heim. Hvað er málið, hvernig í ósköpunum fer maður að því að safna öllu þessu dóti að sér. Reyndar er ég búin að endurnýja fata birgðirnar alveg gersamlega, held svei mér þá að ég hafi aldrei átt svona mikið af nothæfum fötum. En samt er þetta ekki svo mikið :S

Síðasta kvöldmáltíðin hér í íbúðinni verður í kvöld og koma Ben og Asger i mat, kjúklinga og fiski karry sko sitt hvor rétturinn. namm... það verður sko étið maður.... en já svo förum við með rútu til Norge annaðkveld komum svo aftur til köben þann 29 og svo bara heim á klakann....

Best að drullast til að fara að þrífa, það er sennilega leiðinilegra en að pakka, púff.

miðvikudagur, maí 17, 2006

Jæja börnin góð! Við erum búin að bóka flug heim.
Lendum á Akureyrarflugvelli kl 20:50 þann 30. mai 2006.

Í gærkveldi lögðum við hjúin upp í leiðangur, vopnuð rauðvínsflösku, var ferðinni heitið að sækja heim Elfar og Marianne. Þar sem það tekur u.þ.b 10 mínútur að komast til þeirra varð nú að láta verða afþví að heimsækja þau svona rétt áður en við förum heim. já og ekki seinna vænna en að hitta hana Marianne almennilega, þar sem þau eru nú búin að vera saman í tjahh 7 og hálft ár og ég hef bara séð henni breggðafyrir, ekki einusinni lagt útlit hennar á minnið (skamm sigga). En þau sumsé buðu okkur í dýrindis elgssteik með öllu tilheyrandi, frábær matur og góður félagsskapur. Reyndar vorkendi ég Marianne dálítið mikið þar sem við hin vorum á minningarfylleríi, þ.e. rifja upp Eiða sögur og að spjalla um hvað hefði nú orðið um hinn og þennan. Nöfn flugu og við hlóum og auðvita vissi hún ekkert hverja við værum að tala um. Sorry Marianne. Takk fyrir gott kvöld.

þriðjudagur, maí 16, 2006

Það er komið á hreint að Inó er á leið í 6 mánaða starfsþjálfun til Genf í Swiss. Hefst þessi útlegð hans í Janúar 2007.

föstudagur, maí 12, 2006

Þessi mynd er sum sé tekin af póstmanninum ógurlega fyrir framan blokkina sem við hjónin búum í. maður verður nú að eiga mynd af þessu.... ekki ??
Þið verðið að afsaka en ég fékk einhverja fáránlega þörf til að sýna ykkur þessa mynd.... fötin sem maður fær í póstþjónustunni eru kannski ekki alveg til að láta mann líta betur út en hér er þetta.... Vá það er eins og maður sé rúmlega tonn að þyngd.... gaman að þessu. tek það fram að það er ekkert grín að hreyfa sig í 25 gráðu hita í þessari múdderingu.. heeh get svo svarið að buxurnar eru úr ull....

Erum enn að bíða eftir svarinu sem átti að koma í síðustuviku eða byrjun þessarrar. Komin föstudagur og við höfum ekkert heyrt þannig að við bara bíðum spennt, vonum bara að svarið kom í dag. Þá getum við gert einhver plön...

Það er den store bededag í dag, sem er frí dagur hér í danaveldi þannig að ég á eftir að vinna heila 7 daga hjá post danmark. Þá er bara að pakka saman og .... veit ekki hvenær komið verður heim heheheh... sjáumst

sunnudagur, maí 07, 2006

íslenskt já takk!

Tengdó var svo góð að senda okkur lambalæru um daginn, og mamma send okkur einmitt fisk í sömuferð. Við erum búin að borða fiskinn en í gærkvöldi fórum við heim til Mortens sem er vinur Ingós. Ég tók yfir eldhúsið og snaraði fram þessu líka frábæra mat... góðu hráefni er auðvita ekki hægt að klúðra þannig að ég hafði þetta bara einfalt. Í þessu matarboði voru tveir sem fannst lambakjöt bara ekkert gott, annar þeirra fékk sér meira að segja pínu að borða áður en hann kom. Við skulum bara orða það nett að hann sá alveg rosalega eftir því að hafa gert það.. hehe. Núna skil ég afhverju danir borða svona mikið af svínakjöti... þeir hafa bara ekki smakkað gott lambakjöt.
Íslenska lambið(og auðvita mín snilldar matreiðsla (hóst hóst)) vakti svo mikla lukku að við erum að vinna í því að flytja kjöt hingað út... í svona míní magni.

kvöldið var mjög ánægjulegt en dagurinn í dag er búin að fara að mestu í að jafna sig af áti og drykkju kvöldsins..... siggan kveður í bili.. þunn og með frjókornaofnæmi á hæsta stigi..hor og slefa

laugardagur, maí 06, 2006

Afmælisbarn dagsins er:
-Besta vinkona mín í öllum heiminum
-fallegasta manneskja sem ég þekki, bæði að innan og utan.
-yngsta barn foreldra sinna.
-fylgir sinni eigin samvisku að næstum öllu leiti.
-einstaklega hæfileikarík
-gerir allt sem hún tekur sér fyrir hendur einstaklega vel.

ég gæti haldið áfram að telja svona en það gæti tekið allt of langan tíma því að listinn er svvooo langur...

Til hamingju með afmælið litla systir mín, tilhamingju með tuttugu árin. You know what they say...it's just down the hill from now... eheh but it's better to be over the hill then under it.
Njóttu dagsins, verð með þér í (vín)anda. Sjáumst svo fljótlega ;)

sunnudagur, apríl 30, 2006

Hef lúmskann grun um að ég ætti að tjá mig eitthvað hér á þessari síðu, ekki nema rúmlega tvær vikur síðan ég sat þarna skaðbrunnin á internet búllu á Tyrklandi.
Ingó er smá saman að skrifa nákvæma ferðaskýringu á síðunni hjá sér þannig að þeir sem vilja lesa er bent á að skoða hana þar.

Það er einungis mánuður eftir af dvölinni hér í baunnalandi, já ég er að koma heim í sumar og verð að vinna 8-5 vinnu ekki sveitt, illa til höfð og úrvinda. Reyndar er ég ekki með vinnu í allt sumar verð semsagt (já Didda það er satt) í hraðbúð esso á egilsstöðum að leysa Gulla af (kominn í gamla djobbið). Geri þetta af einskærri sjálfspíningarhvöt og greiðvikni við Gunlaug þar sem hann setti upp einhvern hvolpa svip, bar sig aumingjalega, lést vera vængbrotinn og hljóp í hringi (uuuu) og sagðist bara ekki hafa neinn sem hann myndi treysta fyrir þessu starfi og ekki geta farið í sumarfrí (að byggjahúsið sitt) nema ég myndi bjarga þessu öllu saman. Takk fyrir það þetta var alllllttt of löng og illa sögð saga en barasta alveg sönn.
Þannig að ef þið eigið nú leið um Egilsstaði á virkum degi milli 8 og 5 á daginn, endilega kíkið til mín. Læt vita hvenær ég verð að vinna þarna því að eins og ég sagði þá verð ég ekki þarna í allt sumar (1-2 mánuði).

Er svo að vinna í því að leysa móður mína af í eldhúsinu hjá Héraðsverki í Fljótsdalnum restina af sumrinu. Það er bara spurning hvenaær og hvort konan komist í langþráða og bráðnauðsinlega aðgerð á fótum.

Svo er Ingó að bíða eftir að komast í viðtal númer 2 hjá utanríkisþjónustunni sem er á þriðjudaginn 2 mai og svo fær hann svar þann 3 mai. Þannig að eftir 3 mai getum við farið að setja framtíðarplönin á dagatalið. Get nú ekki annað verið en stolt af kallinum mínum en þau voru 120 sóttu um þar af fengu 40 að koma í fyrsta viðtal og nú eru þau 14 eftir um átta stöður og nú er bara að krossa puttana og vona að hann fái þetta.

Ég er búin að segja starfi mínu lausu hjá post Danmark og síðasti dagurinn verður 19 mai, ég á inni fríviku og þess vegna var mögulegt að hætta svona snemma. Þannig að ég á einungis 3 vikur eftir í þjónustu hennar hátignar. Þó að ég kveðji kannski ekki starfið sem slíkt með söknuði þá sé ég nú pínu eftir því fólki sem ég hef kinnst þarna, bara hálfruglað fólk sem vinnur þarna, skemmtilegt samt sem áður.

Það eru nokkrir búnir að eiga afmæli meðan á þessu blogghléi stóð þannig að hér koma nokkrar kveðjur
Sigurbjörg a.k.a Sibba Gilsungur varð 26 ára gömul þann 17. apríl
Jón Gunnar litlifrændi minn varð 13 ára þann 20. apríl (vá mér finnst hann vera svona 8)
Benedikt a.k.a Benni bróðir varð 33 ára þann 22 apríl
Til hamingu þið!

Haldið þið ekki að þau Benni og Hrefna séu ekki bara að fara að gifta sig (hann var eitthvað hræddur um að ég og Þorgerður yrðum á undan hehe) og verður giftingin í Odda sem er rétt hjá Hvolsvelli og dagurinn sem varð fyrir valinu er 10 júní sem er jú afmælis dagurinn hennar Þorgerðar ömmu (reyndar líka afmælisdagur Elfars, Gísla Freys og Madalen svíjaprinsessu (hehe))
Reyndar er líka þennan dag útskrift frá háskólanum á Akureyri þar sem Ingó mun útskrifast með BA í lögfræði. Þannig að spurning hvernig því verður púslað saman því að það er víst ekkert einfalt að vera á 2 stöðum á sama tíma, hvað þá í sitthvorum landshlutanum.

Átak okkar hjóna gengur barasta ágætlega en það varð smá afturför í Tyrklandsferðinni þar sem við borðuðum allllttt of mikið af svakalega góðum mat. Vigtin er á niðurleið og við bara sátt.

Sigga litli hjálpari kveður að sinni.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

bara ad lata vita af mer. er vibba solbrunnin ? alanya ? tyrklandi bara gaman. skrifa allt um thetta seinna.

Sendi fjölskyldunni a Thernunesi og adstandendum samudarkvedjur. m?k?d er skelfilegt thegar svona slys verda.

sunnudagur, mars 26, 2006

Sumartími
Jæja í nótt var víst skipt yfir á sumar hér hjá okkur í Danmörkinni, ekki er snjókoman neitt rosalega sumarleg. Held samt í vonina sumarið er vonandi handan slyddunnar.
Við hjónin fórum og horfðum á am. Idol hjá litlu fjölskyldunni í Maríuhæðum og borðuðum fína máltíð og vegna heimsku minnar og hvað hin voru auðtrúa þá misstum við af svona eins og helmingnum af þættinum en fín kvöldstund það, takk fyrir að hafa okkur ;)
Voðalega lítið að frétta, við bæði komin í átak og nú skulu ein 10 kg hverfa af hvoru fyrir sig og hana nú. Ekkert nammi og þar við situr... segji ég og gúffa í mig súkkulaðistykki.... hummm...

En bara að minna á að núna erum við 2 tímum á undan ykkur þarna á klakanum.

miðvikudagur, mars 22, 2006

Ég er bara lítil og saklaus!
Ég var að vinna síðastliðin laugardag sem er svo sem ekki frásögu færandi því að maður á nú að vinna annan hvern laugardag. Nema hvað, ég var alveg að verða búin að dreifa póstinum, klukkan rétt að ganga eitt, kem að götu sem er vægast sagt vafasöm og ber nafnið Lille Istedgade. Er ekki bara fólk að sprauta hvort annað með einhverjum efnum og útum allt liggja sprautur og annar viðbjóður. Við þessa götu stendur Mændens hjemm sem er heimili fyrir heimilislausa, lögregglustöðin og hinu meginn býr fólk með fullt af börnum (já og handan hornsins sat fólk á kaffihúsi, sötraði kaffi og naut vorblíðunnar, trist ik?). Ég er bara svo svakalega lítil og saklaus, hef aldrei orðið vitni að svona sprautu veseni. Ég hef aldrei verið jafn fljót að henda inn póstinum og skúbba mér heim.

sunnudagur, mars 19, 2006

Sunnudagar eru dagar lélegs sjónvarpsefnis.

Afhverju er alltaf svona léleg sjónvarpsdagskrá á sunnudögum, er þetta alheimssamsæri eða hvað? Væri ekki nær að hafa föstudags og laugardags dagskránna á sunnudögum? Ég bara spyr. Fólk er hvort eð er úti að skemmtasér á þessum dögum og situr svo á bömmer á sunnudögum og vantar afþreyingu. Reyndar er ég alltaf heima þessi kvöld þannig að ég get voðalítið sagt og sit í þinnku á sunnudögum, ekki eftir að þjóðverjarnir fóru heim. Þeir voru alltaf til í áfengi, furðulegt hvað þau gátu drukkið. Ben kemur stundum með athugasemdir um að við höfum virkilega bara verið heima alla helgina! Hvað er málið, þegar maður vinnur eins og ég veit ekki hvað og fer á fætur á mjög ókristinlegum tíma þá þarf maður bara sinn svefn. Að skilja ekki afhverju maður slefast í rúmið um ellefu á föstudagskvöldi þó að maður sé búin að vera á fótum síðan klukkan 5 um morguninn, búin að vinna 8 tíma og það helminginn af vinnutímanum að þeysast um á full(yfir) hlesstu hjóli og því að skuttlast upp eins og svona 40 stigaganga, 5 hæðir hver og aðeins einn með lyftu. Það er samt ekkert eins og maður hangi heima allan tímann, við erum eins og gamla fólkið skellum okkur í heilsubótargöngur. Ohh hvað maður er orðinn gammall!

Ég er haldin þeim leiðinda sið að fresta öllu fram í það óendanlega, ég bara get ekki hafist handa nema allt sé á leið á heitasta staðinn. Afhverju þarf þetta að vera svona?
Dagskráin var sum sé sú að sækja um skóla hér í Danmörku og jú jú ég kláraði það svo sem. Skilafresturinn var 15.mars síðastliðinn, hér virkar það þannig að maður fyllir út umsóknir fyrir hvern og einn skóla og þarf allskonar staðfest skjöl til þess að sanna að maður hafi nú gert sitt hvað í lífinu. Hvað gerði hún Sigga? Jú hún þurfti þessar sannanir auðvita allaleið frá Íslandinu. Frestaði því að fá skjölin alveg ótrúlega lengi og svo var ég með gersamlega allt niður um mig í þessum efnum. Hefði Ingó ekki verið þarna til að stjórna þessu hefði ég aldrei komið þessum umsóknum í póst. Ég átti líka að skrifa bréf um það afhverju þeir ættu nú að vilja mig í þetta nám, sum sé að dásama sjálfa mig á einni til tveim blaðsíðum, eitthvað sem ég bara er svo góð í! Aftur var það Ingó sem bró mig upp og auðvita Benni bróðir sem hjálpaði mér að snara þessu yfir á baunamálið. Hansi og Guðbjörg lásu svo yfir og þá var barasta allt tilbúið. Ég lærði af þessu en ég efast samt um að þetta hafi læknað frstunaráráttuna. En umsóknin komst úr húsi á réttum tíma með hjálp frá mínu fólki og nú er bara að bíða eftir svari. Sem reyndar kemur ekki fyrr en 28.júlí, hvað er málið með það. Skil ekki!

Við hjónin erum að fara til Tyrklands um páskana, bara svona að komast í annað umhverfi og vona að við getum tekið eitthvað af vori með til baka. Vorið er eitthvað að láta bíða eftir sér hér í baunalandinu, snjórinn vill ekki fara, reyndar er ekkert mikill snjór eiginnileg bara ekkert á íslenskann tommustokk en það er bara svo kallt og æi maður vill bara hafa hlýtt og gott veður.
Það er samt voðalega gaman að fylgjast með dönunum í þessu veðri, leið og sólin skýn þá er allt upp á við, þeir brosa og allt er gott en svo fer þetta um leið og sólinn hverfur og þá draga þeir húfurnar niðurfyrir eyrun og strunsa um. Oft hefur verið talað um að íslendingar stjórnist af veðrinu, ég held að það meigi greina meiri sveiflur í dönunum. Svei mér þá! Svo fær maður þessar spurningar: er ekki rosalega kallt á Íslandi, er ekki rosalega hvasst, er ekki alltaf dimmt, er ekki bla bla bla. Þetta er bara ekkert betra, nema á sumrinn, þá verður auðvita heitara hér. En nú er bara að vona að þessi vindur úr íshafinu hætti að blása hér niður og það fari að vera hlýrra.

Það er annars dálítið stórrt ef núna hjá okkur hjónakornunum, Ingó er að sækja um starfsþjálfun hjá utanríkisþjónustunni og ef hann fær þar inn þá byrjar það í júní og er í hálft ár. Ef ekki þá þarf hann að fara að finna sér sumarvinnu og undirbúa að setjast að á Akureyri næsta vetur, ef hann fær inn þarna þá er bara spurning hvað ég fer að gera. Á ég að vera hér halda áfram í póstinum, finna mér aðra vinnu, fara heim og finna mér vinnu, sækja um eitthvað annað nám (þá á klakanum) ef ég fæ ekki inn í skólanum hér. Á ég að fara heim og bíða eftir svarinu, vera hér og bíða? Hvað ætti ég þá að gera heima? Það væri nú ljúft ef einhver vissi svarið við þessu!

Ég held að ég hafi þetta ekki lengra, enda ekkert gaman að þessu, les þetta hvorteð er ekki nokkur maður. Why bother?

miðvikudagur, mars 08, 2006

Öskudagurinn....party... lesist á síðunni hjá Ingó

laugardagur, mars 04, 2006

( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
(x) verið rekin/n – og ráðin aftur svona korteri seinna hehe
( ) lent í slagsmálum
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
( ) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
(x) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði (sem sagt í snjó)
( ) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
( ) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
( ) farið í \\\"tískuleik\\\" (dress up)
(x) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
( ) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
( ) fundið jarðskjálfta
( ) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
(x) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni – allt of oft
(x) borðað líter af ís á einu kvöldi – meira en einn ....
(x) fengið deja vu
(x) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
(x) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
(x) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí – ferlega langt síðan
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
( ) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér – og orðið fyrir gusu af mjólk og kexi frá syss
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
( ) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
(x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni
(x) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk – nei en ég, Elfar og Einar Már ætluðum nú að skella okkur einhverntíma
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) pissað úti

fimmtudagur, mars 02, 2006

Hún systir mín er að fara að keppa í smíðum í keppninni Iðnneminn 2006. Mín er ekkert smá stollt af liltu syss :D

Vinnan gengur barasta nokkuð vel, aðlögunin gengur bara vel. Það er sko hellingur af stórfurðulegu fólki sem vinnur þarna þannig að ég passa bara nokkuð vel inn í hehe.
Það voru meira að segja slagsmál í vinnunni í dag... aðeins of mikið testósteron.... ehehe mikið var það samt fyndið.
Það er einn ítali að vinna þarna, hann Luka, ferlega skemmtilegur gaur talar enskuskotna dönsku með ítölskum hreim. bara brilli. Hann kann tvö orð í íslensku, Halló kúkalabbi...... gaman að þessu

Í dag þegar ég kom heim úr vinnunni fékk ég algert kast, reif af rúminu og þvoði draslið (veitti ekki af púff), lagaði bara slatta til,bjó um rúmið(með smá hjálp) eldaði svo dýrindis máltíð handa okkur hjónunum, horfði á eina teiknimynd, þreif baðherbergið, fór í sturtu, bloggaði og er á leið í rúmið enda á að vakna kl 5 í fyrramálið. Svona skemmtilegur var s.s dagurinn hjá mér.... júppí

góða nótt!

laugardagur, febrúar 25, 2006

Núna er ég sem sagt búin að vinna heila 2 daga í þjónustu hennar hátignar og ég get með sanni sagt að þetta er sko d***** erfitt. Ég hélt að ég gæti ekki stigið í fæturnurnar þegar ég vaknaði í morgun, kálfarnir gersamlega bauluðu af sársauka. Ég lést í sófanum í gærkvöldi, Ingó reyndi eitthvað að tala við mig en ég rumskaði ekki fyrr en um kl eitt þegar hann hristi mig og fékk mig til að færa mig inn í rúm. Vaknaði ekki fyrr en eftir 13,5 tíma svefn og var ekki alveg úthvíld en maður lét sig nú hafa það að rífa sig á fætur. Fórum svo í þvílíkan göngutúr, röltum um Nyhavn tókum hafnarstrætóinn yfir að óperuhúsinu, ákváðum að það þyrfti að skoða betur við betra tækifæri.
Borðuðum svo dásamlegt sushi á stað á Knippelsbro, þvílíkt gott namm namm.
EFtir það fór dagurinn bara versnandi, ætluðum að fá okkur dýrindis ostaköku á kaffi húsi einu hér í bæ en nei, þar var bara til muffins.. mig langaði nú bara í köku .. fórum að versla og ætluðum að kaupa okkur einhverja góða köku í bakaríinu í búðinni, en nei þar var líka bara til muffins. Mig langaði bara í einhverja djúsí köku sneið og fékk ekki, dagurinn ónýtur. Eins og þetta hefði ekki verið nóg. Nei. Ég ætlaði að elda þennan líka dýrindis fiskirétt í kvöldmatinn, í fyrstalagi þá notaði ég eitthvað rjómalíki til þess að þykkja og það líka bragðaðist svo ógeðslega að það drap allt bragð sem var í pottinum, eitthvað reyndi ég að bjarga því og svo var þetta tilbúið og við byrjuðum að skófla þessu í okkur en þá komumst við hrinlega að því að fiskurinn var viðbjóðslega vondur. Nú erum við að ég held, hætt að reyna að borða fisk sem keyptur er frosin út í búð. nú er það bara fiskbúðin sem blívar þó að þar sé allt fokdýrt, maður verður nú að fá sinn fisk ;). Kannski ég hringi í sænska fisksalann minn ;)

út í allt annað

Ég sit hér og hori á Am. idol og ............... hvað er fólk að huksa?
og í aðra sálma!

Ég var að hjóla í átt að fyrsta áfangastað í vinnunni, beið á rauðuljósi og það var fullt af fólki að labba yfir á gangbrautinni. Hver haldið þið að hafi ekki verið að ganga þar yfir.... það var bara hann Magni, þvílík tilviljun maður. get nú sagt að það kom nú pínu á hann þegar ég vinkaði til hans... ehheeh bara skondið ;)

nú er ég búin að æla hér á þessa síðu í bili. vonandi kemur eitthvað skemmtilegt næst ...

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Bubba var svo skemmtileg að henda þessu í mig. Hér eru svo svörin mín

4 störf sem ég hef unnið við um ævina:
• Flokkstjóri unglingavinnunar á Eiðum
• Hótel störf: Gistiheimilið og Eddan
• Verslunarstörf: KHB (Hraðbúðin, vöruhúsið og Ártún) og að sjálfsögðu nemendasjoppan á Eiðum og í ME
• Skúrkustörf: Vinnubúðir í fríríkinu Fljótsdal og í Nordea bankanum á Knibbelsbro

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
• Gelgjumyndir: vill ekki nefna hverjar… of vandræðalegt hehe við systurnar erum svakalegar þegar kemur að þessu ;)
• Long kiss goodnight
• Taxi myndirnar þessar frönsku að sjálfsögðu

4 staðir sem ég hef búið á:
• Ættaróðalið Þrándarstaðir
• Egilsstaðir: Stekkjartröðin, heimavist ME, Valaskjálf, Miðgarður og Árskógar
• Klettastígur 4 á Akureyri
• Sønder Boulevard 80 København

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar.
• Friends
• Gilmore girls
• Spennuþættir eins og crossing Jordan og CSI
• Couplings orginal útgáfan að sjálfsögðu
• Blacadder-Father Ted-Simpsons-allo allo- ég heiti sigga og er sjónvarpsfíkill

4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
• Mbl.is
• B2.is
• Dr.dk dagskráin
• Visir.is (krapp... ég veit)

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
• Krít
• Danmörk
• Farið út um allt á Íslandi
• London baby

4 matarkyns sem ég held uppá:
• Kjöt í Karry
• Kjöt og kjötsúpa- og bara allskonar kjötsúpur reyndar líka góð grænmetissúpa..
• Flæskesteg (sem ég geri víst snilldar vel)
• Karry réttir... namm kemur sennilega ekki á óvart að ég elska mat.. ehehe

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
• Í sólinni mð koktel í annarri og Ingó í hinni
• Í rúminu mínu (reyndar ekki þar sem það er núna... á verkstæðinu hjá pabba)
• Á ferðalagi
• Í faðmi Ingós og að hafa familíuna mína í nágreninu. (þetta með familiuna er ekki alveg að fara að gerast er það?)

mánudagur, febrúar 20, 2006

ÉG ER KOMIN MEÐ AÐRA VINNU
Haldið að stúlkan hafi ekki nælt sér í starf þar sem einkennis búningurinn er fallega rauður jakki (merktur drottningunni), svartar buxur og þetta líka stórglæsilega gula hjól með svörtum töskum jafnvel gæti komið til greina að gulum bíl yrði ekið svona einstöku sinnum. Já ég er hætt að skrúbba klósett og farin að bera út og flokka póst (eins og þú sért að dreyfa pósti(dansinn)). Vona svo heitt og innilega að þetta verði í lagi og veðrið fari nú að verða gott. Byrja á fimmtudaginn.
Fór sem sagt í viðtal áðan og þar sem dreyfingarstjórinn var veikur þá hitti ég bara póstmeistarann, sem var svona líka yndæll. Honum leist svona líka vel á mig, sagði að ég líktist dóttur sinni svo mikið og það væri nú mikill plús... hehe Ben félagi sagði að ég ætti alltaf að kalla hann pabba... veit ekki með það!
En í dag finnst mér allt vera bjart og fallegt og hlakka voðalega til að losna undan klóm skrúbbsins.

Annað er það að hann afi minn hann Jói hefði átt 86 ára afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku afi minn.

laugardagur, febrúar 18, 2006

Hummm eitthvað er verið að ofsækja mig vegna bloggleysis! Best að skella þá inn einum ótrúlega skemmtilegum pistli.

Dagarnir renna dálítið saman hjá mér. Ég sum sé vakna klukkan tuttugumínútur í fjögur, fæ mér morgunmat, tölti á strætóstöðina og tek strætó klukkan tuttugu og átta mínútur yfri fjögur til þess að mæta svo í vinnuna klukkan fimm, vinn eins og brjálæðingur til klukkan eitt og kem mér heim. Reyni að gera eitthvað af viti þangað til um átta þegar þreytan fer virkileg að segja til sín þá er víst háttatími fyrir mig. Hvað er málið með það að fara í bólið milli átta og níu á kvöldin eingöngu til þess að rífa sig á lappir rétt fyrir fjögur á nóttunni... ég bara spyr. Ég er sko bara ekki gerð fyrir þetta kjaftæði. Eins gott að maður fari að fá eitthvað annað að gera, ég er komin með miklu meira en nóg af því að þrífa fyrir fyrirtæki, reyndar bara það að þrífa allmennt.
Ég er sum sé að skrúbba í Nordea bankanum á Knibbelsbro, þetta er sko svaka bygging, 7 byggingar með 5-7 hæðum hver. Það eru um 20 manns að vinna þarna bara við það að þrífa. Það eru nokkrir sem eru búnir að vinna þarna síðustu 6 árin...... þau skilja sko ekkert í því að ég er að leita mér að annarri vinnu????? Ég sum sé þarf að ryksuga (já það eru sko teppi á öllu) skrifstofu með 40-50 skrifborðum og svo er það rúsínan í pylsu endanum .... jú jú 22 klósett sem þarf víst að skrúbba..... GAMAN.

Á leiðinni heim úr vinnunni hitti ég mjög áhugaverðan svíja. Hann var að leita að hóteli, ég reyndi að hrista hann af mér með því að segjast ekki hafa hugmynd hvar þetta hótel væri, hann hélt samt áfram að spalla og hann sko talaði út í eitt bæði við mig og einhvern sem var í símanum. Ég sem sagt komst að því að hann var búin að vera að röta um í Köben alla nótina í leit að þessu hóteli, í rétt rúma 9 tíma. Hann var á leið í piparsveinapartíið sitt konan heima í Svíþjóð kasólétt af tvíburum og hann viltur í köben og síminn sem hann gat hringt úr var rafmagnslaus ... greyið... hann var búin að lenda í ýmsu. Brjálaðir menn ætluðu að ræna hann og skáru jakkan hans í tætlur og hann rétt slapp.... sem betur fer uppgvötuðu þeir ekki að hann var með rándýran pels (handa konunni) í rusla poka á bakinu. En fólk vildi sem sagt ekki hjálpa hinum því að hann leit út eins og útilegumaður.... ekki skrítið samt... En ég aumkaði mér yfir kallinn og auðivta var þetta hótel alveg gersamlega upp við aðallestarstöðina.... þar sem hann steig út úr lestinni frá Svíþjóð 9 tímum fyrr...
Greyið strákurinn táraðist og kallaði mig engilinn sinn og ég veit ekki hvað... heheh... Hann rekur fiski(www.vildafisken.se) dreyfingarfyrirtæki í svíþjóð og hann ætlar sko að gefa mér helling af fiski fyri að hafa bjargað lífi sínu..... gaman að þessu.

Eins og þið sjáið þá er ekkert skemmtilegt að gerast hjá mér þessa dagana....... læt þessu lokið í bili úr þokunni og suddanum úr vesturbæ Kaupmannahafnar. Meðfylgjandi mynd sýnir vinina Ingó og Valdór, við skruppum í kaffi til Bubbu og Hansa um daginn.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

rakst á þetta flotta sparnaðar fitusnauða popp, hef reyndar ekki prófað þetta en sá þetta sko í sjónvarpinu hehehe og svo að sjálfsögðu fylgir súkkulaðiköku uppskrift líka hehe

Billige Popcorn, der er fedtfattige!

Ding!

Vi kender alle lyden fra mikrobølgeovnen der fortæller at nu er popcornene færdige. En flad pose er blevet til en stor - fyldt med lune, sprøde popcorn. De smager godt - men sådan en omgang popcorn koster omkring seks kroner og så har de en fedtprocent på mere end 20. Men du kan lave samme mængde popcorn for en krone og uden fedt!

Ingredienser:

2 spsk. vand
en tsk. salt
1 dl majskorn

Tag en skål (plastic, eller ovnfast glassskål der kan rumme ca. 4-5 liter) og put alle ingredienserne i. Skålen dækkes med et låg og en tandstik i klemme - eller der lægges micro-film over skålen hvori der prikkes et hul. Sæt mikrobølgeovnen til 650W i 9 minutter. Når skålen kommer i ovnen vil varmen få vandet til at fordampe og dampen vil så poppe popcornene.

Tip: Hvis popcornene skal være mere salte, er det en fordel at tilsætte det inden tilberedningen.

Chokoladekage

4,5 dl hvedemel
4,5 dl sukker
1,5 dl kakao
1,5 tsk. bagepulver
225 g margarine
3 æg
1,5 dl appelsinjuice

Rør alle ingredienserne rigtig godt sammen (evt. i en foodprocessor i 30 sekunder)
Fyld dejen i en form. Bag kagen i mikrobølgeovnen ved 750 W i 4 minutter. Dernæst ved 500 W i fire minutter.

God appetit.

(Hvis du ikke har mikrobølgeovn - sæt kagen i en kold ovn og indstil den på 160 grader. Bag kagen i 45 minutter)

þriðjudagur, janúar 31, 2006

jæja hvernig væri nú að blogga!!!!

ég er búin að sækja um vinnur út um allan bæ og svo heppilega vildi til að hringt var í mig í gær út af einni. reyndar ekkert skemmtilegasta vinna í heiminum og ekki beint á besta tíma nei nei eiginilega alveg hrútleiðinileg vinna á versta tíma.Ætli maður láti sig nú samt ekki hafa það svona þangað til manni býðst eitthvað bitastætt. Þetta er s.s. skúringar jobb (júppí) í aðalstöðvum Nordea bankans sem er geðsíkislega stórt hús með svakalegum rangölum. Mæting er klukkan 5:00 um morguninn(miðja nótt) sem þýðir það að ég þarf að taka næturbus þangað til að ég er búin að redda mér hjóli(venjulegir strætóar og s-tog byrja ekki að ganga fyrr en kl 5 svekk).
Fyrsta ferðin í vinnuna var nú ekkert sérstaklega skemmtileg. Stillti klukkuna á 3:40 til þess að vera nú smá fersk svona fyrsta daginn. Fékk mér morgunmat og tölti síðan af stað. Uppgvötaði mér til mikillar mæðu að ég þurfti að bíða smá stund eftir strætó vegna þess hve mikið ég flýtti mér að heiman. Þetta er kannski ekki frá sögu færandi nema vegna þess að ég ákvað bara að rölta á næstu stoppi stöð (bara svona til að drepast ekki úr kulda). Biðstöðin sem ég fer alltaf á er við enda Istedgade og keyrir strætó svo þá götu í átt að ráðhústorginu. Sum sé þá rölti ég af stað og tek svo eftir því að hvítur sendiferðabíll stoppar fyrir aftan mig (allt í lagi með það) svo fer hann alltaf smá áfram og keyrir stundum alveg við hliðina á méren fer aldrei lengra...... ég ákveð í panikki að snúa við (kallinn var mjög krípí) og rölta að upphaflegu biðstöðinni, haldið að kall fíflið snúi ekki við og elti mig til baka...... ég dó næstum úr hræðslu, hringi í Ingó og hleip heim með hjartað í buxunum. Sem betur fer þurfti ég að labba yfir torg til þess að labba heim og náði því að losa mig við krípið.... en ég missti samt ekki af strætó.

mánudagur, janúar 23, 2006

hér er ekki mikið að gerast en við hjónin látum fara vel um okkur í íbúðinni okkar á Sønder Boulevard 80, 1720 København V

Ingó á svo ammmlli á fimmtudaginn þann 26. jan og enn er óvíst hvað á að taka sér fyrir hendur þann dag ætli það verði bara ekki óvissu farð hehe. Kallinn verður alveg tveir fimm ára gamall og svo skemmtilega vill til að við eigum s.s. trúlofunar afmæli sama dag búin að vera trúlofuð í heil 5 ár, hvernig væri nú að fara að gifta sig hummm.

Svo er það auðvita hún Jóhanna Blóm sem á afmæli á miðvikudaginn 25. jan og er stúlkan á besta aldri ;) til hamingju með daginn blómið mitt.

Ég er enn að leita að vinnu og gengur bara svona upp og niður en þetta hlítur að fara að smella krossa putta fyrir þessu OK!

yfir og út

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Ársuppgjör

Árið 2005 byrjaði ekkert sérstaklega skemmtilega, ég hafði ákveðið að hætta í námi við Háskólann á Akureyri og fara að vinna. Eitthvað gekk brösulega að finna vinnu og var ég atvinnulaus í mánuð. Það er hræðilegt að vera atvinnulaus maður hefur allan tímann í heiminum til þess að gera hluti sem maður hafði ekki tíma í að gera áður, ekki gerir maður það samt, maður byrjar í ákefð að leita sér að vinnu en efir ákveðinn skammt af neijumm fær maður nóg og hálf partinn gefst upp.

Leitaði ég þá á slóðir sem ég ætlaði sannarlega aldrei á aftur, nefninilega í vinnubúðir Landsvirkjunnar í Fljótsdalnum. Í Fljótsdalnum kynntist ég fult af fólki, vann eins og skeppna, gerði góðahluti, helling af stórum og smáum mistökum og fékk nóg. Búin að ákveða það að ég mun ekki koma nálægt þessari vinnu aftur. Ég er ekkert að útiloka svipaða vinnu, bara þetta fyrirtæki. Ég er auðvita þakklát fyrir margt sem gerðist og ég lærði alveg svakalega mikið á þessum sjö mánuðum sem ég dvaldi þarna en þegar maður er búin að tína því sem skiptir mann öllu máli þá er tími til komin að huksa sig virkilega um hvað sé þess virði. Ég sakna einungis fólksins (sumra) sem vann þarna
Það er bara eitt sem ég sakna alveg virkilega það er fólkið sem vann í dalnum; Jóhanna, Gonzalo, Bjarni, Jón Smári, hinn Jón, Áki, Sigmundur, Stefán, Jan, Ársæll, Toggi, Alex, Kristinn, Kristjana, Hrefna, Helle, Hreggviður, Halldóra, Guðrún A, Ben, Brian, Alan, Seamus, Helgi, Gulli og Pétur (held að ég sé ekki að gleyma neinum) ég sakna ykkar bara talsvert.

Ég hætti í skóla vegna þess að ég fann mig ekki í náminu, ætlaði að taka mér frí og finna mig, hvað ég vildi gera, í staðin þá tíndi ég mér.
Í ágúst hætti ég í dalnum og skellti mér til Danmerkur í lýðháskóla, leikskóla eins og margir vilja kalla það. Fyrstu vikurnar fóru í það að púsla mér saman á ný, uppgvötaði þá að mig hafði tildæmis ekkert dreymt síðustu sjö mánuði, ég var mjög þunglynd og var búin að búa mér til búr þar sem ég hafði læst litla sjálfið inni. Í Danmörku byrjaði ég bara alveg upp á nýtt, hvíldist vel, vann úr minni tilfinninga flækju og fór að gera bara það sem mér fannst áhugavert og skemmtilegt, þar kynntist ég nokkrum velvöldum manneskjum og verð þeim ævinlega þakklát fyrir þessa fjórum mánuði af skemmtilegheitum og kúri (huggi).

Nú í árslok og lít yfir farin veg, stend ég uppi sem vonandi sterkari persóna, veit betur og elska heitar og er að öllum líkindum búin að ákveða hvað ég vill læra.
Takk mamma, pabbi, Benni, Hrefna W, Jói, Krisín, Jón, Þorgerður og Reynir, tengdafjölskyldan mín í heild og auðvita vinir mínir (þið vitið hver þið eruð ;)). Takk fyrir að vera til staðar fyrir mig, þolinmæði og ást ykkar er mér ómetanleg. En fyrst og fremst vill ég þakka elskunni minni honum Ingó fyrir allt, ég hef sko ekki verið auðveld þetta árið, ég elska þig svo mikið takk fyrir að gefast ekki upp á mér. Elska þig alveg gersamlega útaf lífinu.

Gleðilegt ár allir saman og megi komandi ár verða skemmtilegt og hamingjuríkt hjá ykkur öllum.

Og auðvita heftur Megas rétt fyrir sér þegar hann segir “ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig”

Annars byrjar þetta ár ekki svo ósvipað, ég er núna atvinnulaus í Danmörku, er að leita mér að vinnu, reyndar er ég búin að fá eitt tilboð og ég er rétt að byrja að sækja um vinnu. Þannig að ég er bara bjartsýn.

Hef nú samt grun um að ekki nokkur maður hafi nennt að klóra sig í gegnum þennan mjög svo langa, þunglynda og væmna pistil... lofa að vera rosa skemmtileg næst, þ.e. ef einhver er nú að lesa bloggið mitt svona yfir höfuð, væri til í smá kommennt ok.

sunnudagur, janúar 08, 2006

Ætli sé ekki komin tími á að blogga.

Gleðilegt ár öll sömul takk fyrir allt gamalt og gott.

nú árið er liðið í al... æi já þið vitið hvernig þetta hljómar.
ég lofa nú að vera duglegri við að láta vita af mér þegar líður á en núna er bara verið að pakka niður og svo verður flogið "heim" til danaveldis á mogun og það er mæting í flug er klukkan 600 í fyrramálið.
Er búin að skrifa árspistil en hann er bara í hinni tölvunni þannig að hann kemur seinna, hann er nú svo sem ekkert upplífgandi, bara svona eins og síðasta ár var, en það fáið þið bara að lesa seinna.