íslenskt já takk!
Tengdó var svo góð að senda okkur lambalæru um daginn, og mamma send okkur einmitt fisk í sömuferð. Við erum búin að borða fiskinn en í gærkvöldi fórum við heim til Mortens sem er vinur Ingós. Ég tók yfir eldhúsið og snaraði fram þessu líka frábæra mat... góðu hráefni er auðvita ekki hægt að klúðra þannig að ég hafði þetta bara einfalt. Í þessu matarboði voru tveir sem fannst lambakjöt bara ekkert gott, annar þeirra fékk sér meira að segja pínu að borða áður en hann kom. Við skulum bara orða það nett að hann sá alveg rosalega eftir því að hafa gert það.. hehe. Núna skil ég afhverju danir borða svona mikið af svínakjöti... þeir hafa bara ekki smakkað gott lambakjöt.
Íslenska lambið(og auðvita mín snilldar matreiðsla (hóst hóst)) vakti svo mikla lukku að við erum að vinna í því að flytja kjöt hingað út... í svona míní magni.
kvöldið var mjög ánægjulegt en dagurinn í dag er búin að fara að mestu í að jafna sig af áti og drykkju kvöldsins..... siggan kveður í bili.. þunn og með frjókornaofnæmi á hæsta stigi..hor og slefa
sunnudagur, maí 07, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Bíð spennt eftir niðurstöðu í þessum viðtölum sem Ingólfur fór í
Kv. Olla
Skrifa ummæli