miðvikudagur, maí 17, 2006

Jæja börnin góð! Við erum búin að bóka flug heim.
Lendum á Akureyrarflugvelli kl 20:50 þann 30. mai 2006.

Í gærkveldi lögðum við hjúin upp í leiðangur, vopnuð rauðvínsflösku, var ferðinni heitið að sækja heim Elfar og Marianne. Þar sem það tekur u.þ.b 10 mínútur að komast til þeirra varð nú að láta verða afþví að heimsækja þau svona rétt áður en við förum heim. já og ekki seinna vænna en að hitta hana Marianne almennilega, þar sem þau eru nú búin að vera saman í tjahh 7 og hálft ár og ég hef bara séð henni breggðafyrir, ekki einusinni lagt útlit hennar á minnið (skamm sigga). En þau sumsé buðu okkur í dýrindis elgssteik með öllu tilheyrandi, frábær matur og góður félagsskapur. Reyndar vorkendi ég Marianne dálítið mikið þar sem við hin vorum á minningarfylleríi, þ.e. rifja upp Eiða sögur og að spjalla um hvað hefði nú orðið um hinn og þennan. Nöfn flugu og við hlóum og auðvita vissi hún ekkert hverja við værum að tala um. Sorry Marianne. Takk fyrir gott kvöld.

Engin ummæli: