Hummm eitthvað er verið að ofsækja mig vegna bloggleysis! Best að skella þá inn einum ótrúlega skemmtilegum pistli.
Dagarnir renna dálítið saman hjá mér. Ég sum sé vakna klukkan tuttugumínútur í fjögur, fæ mér morgunmat, tölti á strætóstöðina og tek strætó klukkan tuttugu og átta mínútur yfri fjögur til þess að mæta svo í vinnuna klukkan fimm, vinn eins og brjálæðingur til klukkan eitt og kem mér heim. Reyni að gera eitthvað af viti þangað til um átta þegar þreytan fer virkileg að segja til sín þá er víst háttatími fyrir mig. Hvað er málið með það að fara í bólið milli átta og níu á kvöldin eingöngu til þess að rífa sig á lappir rétt fyrir fjögur á nóttunni... ég bara spyr. Ég er sko bara ekki gerð fyrir þetta kjaftæði. Eins gott að maður fari að fá eitthvað annað að gera, ég er komin með miklu meira en nóg af því að þrífa fyrir fyrirtæki, reyndar bara það að þrífa allmennt.
Ég er sum sé að skrúbba í Nordea bankanum á Knibbelsbro, þetta er sko svaka bygging, 7 byggingar með 5-7 hæðum hver. Það eru um 20 manns að vinna þarna bara við það að þrífa. Það eru nokkrir sem eru búnir að vinna þarna síðustu 6 árin...... þau skilja sko ekkert í því að ég er að leita mér að annarri vinnu????? Ég sum sé þarf að ryksuga (já það eru sko teppi á öllu) skrifstofu með 40-50 skrifborðum og svo er það rúsínan í pylsu endanum .... jú jú 22 klósett sem þarf víst að skrúbba..... GAMAN.
Á leiðinni heim úr vinnunni hitti ég mjög áhugaverðan svíja. Hann var að leita að hóteli, ég reyndi að hrista hann af mér með því að segjast ekki hafa hugmynd hvar þetta hótel væri, hann hélt samt áfram að spalla og hann sko talaði út í eitt bæði við mig og einhvern sem var í símanum. Ég sem sagt komst að því að hann var búin að vera að röta um í Köben alla nótina í leit að þessu hóteli, í rétt rúma 9 tíma. Hann var á leið í piparsveinapartíið sitt konan heima í Svíþjóð kasólétt af tvíburum og hann viltur í köben og síminn sem hann gat hringt úr var rafmagnslaus ... greyið... hann var búin að lenda í ýmsu. Brjálaðir menn ætluðu að ræna hann og skáru jakkan hans í tætlur og hann rétt slapp.... sem betur fer uppgvötuðu þeir ekki að hann var með rándýran pels (handa konunni) í rusla poka á bakinu. En fólk vildi sem sagt ekki hjálpa hinum því að hann leit út eins og útilegumaður.... ekki skrítið samt... En ég aumkaði mér yfir kallinn og auðivta var þetta hótel alveg gersamlega upp við aðallestarstöðina.... þar sem hann steig út úr lestinni frá Svíþjóð 9 tímum fyrr...
Greyið strákurinn táraðist og kallaði mig engilinn sinn og ég veit ekki hvað... heheh... Hann rekur fiski(www.vildafisken.se) dreyfingarfyrirtæki í svíþjóð og hann ætlar sko að gefa mér helling af fiski fyri að hafa bjargað lífi sínu..... gaman að þessu.
Eins og þið sjáið þá er ekkert skemmtilegt að gerast hjá mér þessa dagana....... læt þessu lokið í bili úr þokunni og suddanum úr vesturbæ Kaupmannahafnar. Meðfylgjandi mynd sýnir vinina Ingó og Valdór, við skruppum í kaffi til Bubbu og Hansa um daginn.
laugardagur, febrúar 18, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hæ þetta er flott mynd. sylvía Nótt vann evrovision
Æi rosakrúttileg mynd vona að þú finnir skemmtilegri vinnu sem fyrst
Skrifa ummæli