laugardagur, febrúar 25, 2006

Núna er ég sem sagt búin að vinna heila 2 daga í þjónustu hennar hátignar og ég get með sanni sagt að þetta er sko d***** erfitt. Ég hélt að ég gæti ekki stigið í fæturnurnar þegar ég vaknaði í morgun, kálfarnir gersamlega bauluðu af sársauka. Ég lést í sófanum í gærkvöldi, Ingó reyndi eitthvað að tala við mig en ég rumskaði ekki fyrr en um kl eitt þegar hann hristi mig og fékk mig til að færa mig inn í rúm. Vaknaði ekki fyrr en eftir 13,5 tíma svefn og var ekki alveg úthvíld en maður lét sig nú hafa það að rífa sig á fætur. Fórum svo í þvílíkan göngutúr, röltum um Nyhavn tókum hafnarstrætóinn yfir að óperuhúsinu, ákváðum að það þyrfti að skoða betur við betra tækifæri.
Borðuðum svo dásamlegt sushi á stað á Knippelsbro, þvílíkt gott namm namm.
EFtir það fór dagurinn bara versnandi, ætluðum að fá okkur dýrindis ostaköku á kaffi húsi einu hér í bæ en nei, þar var bara til muffins.. mig langaði nú bara í köku .. fórum að versla og ætluðum að kaupa okkur einhverja góða köku í bakaríinu í búðinni, en nei þar var líka bara til muffins. Mig langaði bara í einhverja djúsí köku sneið og fékk ekki, dagurinn ónýtur. Eins og þetta hefði ekki verið nóg. Nei. Ég ætlaði að elda þennan líka dýrindis fiskirétt í kvöldmatinn, í fyrstalagi þá notaði ég eitthvað rjómalíki til þess að þykkja og það líka bragðaðist svo ógeðslega að það drap allt bragð sem var í pottinum, eitthvað reyndi ég að bjarga því og svo var þetta tilbúið og við byrjuðum að skófla þessu í okkur en þá komumst við hrinlega að því að fiskurinn var viðbjóðslega vondur. Nú erum við að ég held, hætt að reyna að borða fisk sem keyptur er frosin út í búð. nú er það bara fiskbúðin sem blívar þó að þar sé allt fokdýrt, maður verður nú að fá sinn fisk ;). Kannski ég hringi í sænska fisksalann minn ;)

út í allt annað

Ég sit hér og hori á Am. idol og ............... hvað er fólk að huksa?
og í aðra sálma!

Ég var að hjóla í átt að fyrsta áfangastað í vinnunni, beið á rauðuljósi og það var fullt af fólki að labba yfir á gangbrautinni. Hver haldið þið að hafi ekki verið að ganga þar yfir.... það var bara hann Magni, þvílík tilviljun maður. get nú sagt að það kom nú pínu á hann þegar ég vinkaði til hans... ehheeh bara skondið ;)

nú er ég búin að æla hér á þessa síðu í bili. vonandi kemur eitthvað skemmtilegt næst ...

Engin ummæli: