ÉG ER KOMIN MEÐ AÐRA VINNU
Haldið að stúlkan hafi ekki nælt sér í starf þar sem einkennis búningurinn er fallega rauður jakki (merktur drottningunni), svartar buxur og þetta líka stórglæsilega gula hjól með svörtum töskum jafnvel gæti komið til greina að gulum bíl yrði ekið svona einstöku sinnum. Já ég er hætt að skrúbba klósett og farin að bera út og flokka póst (eins og þú sért að dreyfa pósti(dansinn)). Vona svo heitt og innilega að þetta verði í lagi og veðrið fari nú að verða gott. Byrja á fimmtudaginn.
Fór sem sagt í viðtal áðan og þar sem dreyfingarstjórinn var veikur þá hitti ég bara póstmeistarann, sem var svona líka yndæll. Honum leist svona líka vel á mig, sagði að ég líktist dóttur sinni svo mikið og það væri nú mikill plús... hehe Ben félagi sagði að ég ætti alltaf að kalla hann pabba... veit ekki með það!
En í dag finnst mér allt vera bjart og fallegt og hlakka voðalega til að losna undan klóm skrúbbsins.
Annað er það að hann afi minn hann Jói hefði átt 86 ára afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku afi minn.
mánudagur, febrúar 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
FRÁBÆRT, tillykke med dit nye arbejde, alle tiders du! Vona svo innilega að þetta veður fari að batna. Knús yfir til ykkar.
P.S. Frábær mynd með síðasta pistli :)
það er ekkert annað... bara ný vinna og nýr pabbi saman í pakka!!!
hahaha... þetta er pínu broslegt ;)
Hej!
Tillykke med dit nye job!
Vona að það standi undir væntingum....
Heyrumst.
kv.das bónd
Skrifa ummæli