sunnudagur, júní 25, 2006

- Flugum til Akureyrar og lentum að sjálfsögðu í töfum á flugvellinum vegna þess að við vorum í fyrstu vél icelandexpress til Ak. Með tilheyrandi ræðuhöldum og vitleisu.
Gistum á Hálsi í Öxnadal hjá Guðveigu og Fúsa, fengum höfðinglegar móttökur og verðskuldaða hvíld.
Fengum ókeypis bíl austur og mikið var nú ljúft að koma “heim”.

- Þar sem bróðir minn gifti sig þann 10. júní var ekið suður til þess að taka þátt í gleðinni. Ekki gekk undirbúningurinn átaka laust fyrir sig. Við sendum “búslóðina” heim með samskip og áttum von á að hún væri komin heim á undan okkur, í kössunum var meðal annars sparifötin okkar og myndavél sem átti að nota í brúðkaupinu. Í fáum orðum er hægt að segja að ekkert hafi gengið upp með þessa sendingu og ég hef ekki hugmynd hve oft þeir tíndu draslinu, eftir nokkrar morðhótannir og læti fengum við þetta sent á Hvolsvöll til Benna og það daginn fyrir brúðkaupið (góð þjónusta...). Héldum við þá að ruglið væri nú búið en nei nei. Brúðkaupið gekk fínt, bæði sögðu já og ég (brúðkaupsljósmyndarinn ógurlegi) tók myndir eins og vindurinn. Veislan var flott og fólk skemmti sér og auðvita tókum við fullt af myndum.
Daginn eftir fórum við að ná í dótið okkar sem var í góðu yfirlæti í bílskúr bróður míns en nei nei einhverjir gaurar höfðu verið að háþrístiþvo bílaplanið og ekki skrúfað nægilega fyrir vatnið og það lekið út um allan bílskúr og kassarnir okkar höfðu sko fengið að finna fyrir því og þá sérstaklega þykku lagabækurnar hans Ingós.
Alla leiðina austur var ég að fletta lagabókum og þurrka þær.
Ingó útskrifaðist sem piparsveinn í listum (BA) sama dag og brúðkaupið var en hann ákvað að mæta frekar í brúðkaupið. Drengurinn var að sjálfsögðu með besta árangurinn og ekki langt frá ágætis einkunn sem er 9 en hann var með 8,82. Svo stolt af kallinum mínum.

Engin ummæli: