sunnudagur, júní 25, 2006

Kassa vandræðin voru ekki eina hörmung helgarinnar, því að þegar bróðir minn fór með filmurnar ,sem ég tók í brúðkaupinu, í framköllun komumst við að því að helvítis myndavélin hefur klikkað eitthvað og það var ekki ein einasta mynd á filmunum. Hversu ömurlegt er það. Ég var og er í rusli yfir þessu. Búið að treysta mér fyrir þessu og svo fer þetta bara í vaskinn... ömurlegt. Samt skrítið því að síðast þegar ég notaði myndavélina var hún í fínulagi og það er ekki svo langt síðan.

Engin ummæli: