þriðjudagur, maí 23, 2006

Jæja þá er búið að koma dótinu í kassa og þá er bara að koma öllu heim. Hvað er málið, hvernig í ósköpunum fer maður að því að safna öllu þessu dóti að sér. Reyndar er ég búin að endurnýja fata birgðirnar alveg gersamlega, held svei mér þá að ég hafi aldrei átt svona mikið af nothæfum fötum. En samt er þetta ekki svo mikið :S

Síðasta kvöldmáltíðin hér í íbúðinni verður í kvöld og koma Ben og Asger i mat, kjúklinga og fiski karry sko sitt hvor rétturinn. namm... það verður sko étið maður.... en já svo förum við með rútu til Norge annaðkveld komum svo aftur til köben þann 29 og svo bara heim á klakann....

Best að drullast til að fara að þrífa, það er sennilega leiðinilegra en að pakka, púff.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða skemmtun í Norge og góða ferð heim.. sniff sniff. Hlakka til þegar þú kemur aftur.
Knús

Nafnlaus sagði...

hlakka til að sjá þig :)

Nafnlaus sagði...

Ertu strax búin að fá nóg af Köben? Það er nú alltaf best á klakanum engu að síður.

Kveðja, Áki