Ég er bara lítil og saklaus!
Ég var að vinna síðastliðin laugardag sem er svo sem ekki frásögu færandi því að maður á nú að vinna annan hvern laugardag. Nema hvað, ég var alveg að verða búin að dreifa póstinum, klukkan rétt að ganga eitt, kem að götu sem er vægast sagt vafasöm og ber nafnið Lille Istedgade. Er ekki bara fólk að sprauta hvort annað með einhverjum efnum og útum allt liggja sprautur og annar viðbjóður. Við þessa götu stendur Mændens hjemm sem er heimili fyrir heimilislausa, lögregglustöðin og hinu meginn býr fólk með fullt af börnum (já og handan hornsins sat fólk á kaffihúsi, sötraði kaffi og naut vorblíðunnar, trist ik?). Ég er bara svo svakalega lítil og saklaus, hef aldrei orðið vitni að svona sprautu veseni. Ég hef aldrei verið jafn fljót að henda inn póstinum og skúbba mér heim.
miðvikudagur, mars 22, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
oj... krípí. Svona venst maður nú ekki í sveitinni :)
Kveðja Drífa
Skrifa ummæli