þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Það er svo fyndið að fylgjast með honum dr. Hermanni en hann kennir aðferðir og atvinnulíf (sem er bæðevei mjög svo leiðinilegur áfangi).
Já, sem sagt fyndið, Kennararnir eru með svona smá hljóðnema, svo eru magnarar á nokkrum stöðum í loftinu. Hermann stendur alltaf og hallar sér upp að ræðupúltinu og les til skiptis af blaðinu og glærum þannig að þegar hann horfir fram í salinn þá er eins og hann sé að öskra á okkur en svo snýr hann hausnum upp að töflunni og þá heyrir maður ekki neitt. Þannig að maður er við það að sofna þá byrjar maðurinn að garga á mann um einhverja heimskulega hnattvæðingu alveg ein og að hann hefði komið upp með þessa hugmynd sjálfur. Maðurinn les svakalega mikið upp af blaði og það vita allir hvað er hræðilegt að hlusta á svona þurran upplestur smá tilvitnun í dr Hermann ( lesið upp í sama tón) “maðurinn er félagsvera sem mótast í félagslegum samskiptum”
Það er líka alveg óborganlegt þegar hann fer að tala eitthvað svona útfrá sinni eigin reynslu, aftur smá tilvitnun “ já, þegar ég bjó niðri á Englandi þá gerði ég mér fyrst grein fyrir blablablabla….zZZZzzz”, “ Þegar ég var í Ameríku …zzzzzzzzzzzz.”. Þegar æviágripið er búið þá man hann ekkert hvar hann var í textanum, þá kemur bara þögn í svolítin tíma svo byrjar hann að tala þvílíkt hátt og lækkar svo róminn aðeins meira og svo meira og þannig að maður heyrir varla í honum svo byrjar hann aftur að tala þvílíkt hátt og lækkar svo róminn aðeins meira og svo meira og þannig að maður heyrir varla í honum …. o.s.fr. Þetta er nú pínulítið þreytandi.


Engin ummæli: