sunnudagur, október 12, 2003

Jæja búin að fá tölvuna mína aftur, ég var góðmennskan upp máluð og lánaði Ásdísi systur pabba tölvuna mína um helgina til að vera með í skólanum ( hún er í fjarnámi frá HA og það voru verkefna dagar hjá þeim um helgina). Svo gat hún ekki notað vélina vegna þess að ég setti upp aðgang handa henni og ég lokaði alveg óvart fyrir það að hún gæti sett upp forritið sem hún ætlaði að nota. Úbbs.
Annars er ég bara búina að nota helgina til að læra, læra, læra og já læra.
Best að fara að læra.
góðar stundir.

Engin ummæli: