Muse á leið til Íslands
Breska rokkhljómsveitin Muse heldur tónleika hér á landi 10. desember næstkomandi í Laugardalshöll. Hún er ein vinsælasta rokkhljómsveit heimsins um þessar mundir.
Íslenskir rokkaðdáendur fagna væntanlega þessum tíðindum því hljómsveitin nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Nýjasta plata hennar, Absoulution, er ein sú söluhæsta hér á landi. Gagnrýnendur virðast vera sömu skoðunar og íslenskir rokkarar því þeir hafa farið fögrum orðum um plötuna.
Muse hefur áður komið til Íslands meðal annars til að taka upp tónlistarmyndband og semja lög. Þeir hafa því lengi haft áhuga á landi og þjóð.
Hljómsveitinni fylgja um 10 tonn af græjum og segjast þeir ætla að bjóða upp á bestu rokktónleikanna sem haldnir hafa verið hér á landi. Tónleikarnir verða þeir síðustu í Evrópuferð sveitarinnar, en þeir hafa leikið á um 40 tónleikum víðsvegar um evrópu síðustu mánuði.
Tónleikarnir verða í Laugardalshöll og hefst forsala aðgöngumiða í verslunum Skífunnar á föstudaginn kemur.
sunnudagur, nóvember 09, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli