Pabbi minn er alveg ótrúlegur, sko hann fer alltaf í svona home improvement rétt fyrir jólin, helst á þorláksmessu. Ég man bara eftir einum jólum sem ekkert hefur verið hammrað og það voru síðustu jól. Núna er mamma farin að kippa í taumana farin að vísa þessum breytingum fram í nóvember, í fyrra var sett upp kamína í húsið, mamma nöldraði svo mikið að því var lokið fyrir jól. Núna er pabbi sem sagt að byrja á einu jólaverkefninu. Hann er að setja upp hitaveitu í húsinu heima. Sem sagt bara að klæða sig vel um jólin. Nei nei bara að grínast þetta verður væntanlega til bóta.
Pabbi er nefninilega smiður og þið vitið hvernig það virkar. Smiðir eiga oft heima í hálf smíðuðum húsum.
En ég elska pabba minn samt mest í heiminum.
sunnudagur, nóvember 16, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli