þriðjudagur, desember 30, 2003

halló halló halló
bara að láta vita af mér, ég er ekki látin.
það er svo summ margt verra en að drepast (svo ég vitni nú í hina göfugu kvikmynd alladín). nei nei ég er búin að hafa það alltof gott í faðmi minnar yndislegu fjölskyldu voða rólegt eða þannig það er gersamlega búið að umturna öllu hér í húsinu. ég var ekki fyrr komin heim þegar mér var bókstaflega hennt í málningargallan og látin mála og þrífa upp um alla veggi þangað til það blæddi úr höndum mínum (ok kannski smá ýkt) en núna er allt orðið svo svaka fínt. Ekki skánaði það samt, árleg jóla veisla Þránda var haldin hérna heima og komu allir mínir yndislegu ættingjar sem búsettir eru í nágreninu rétt um 40 stk. en sko hann pabbi minn er einn af 11 systkinum og 9 eru enn á lífi. Trúið mér þetta er sko ekki fólk sem lætur lítið fyrir sér fara........segi ekki meira....
jæja best að fara að gera eitthvað viturlegt
hafið það annars sem allra best og geðilega rest.

Engin ummæli: