laugardagur, júní 09, 2007

Sirkus Arena( www.arena.dk ) er í bænum, spurnig um að skella sér á sýningu! Fortíðarþráin eitthvað að spila með mig.... hihi ohh hvað ég man hvað var gaman að fara í sirkus á Egilsstaðatúninu ( þar sem kleinan og níjan standa nú) í gamladaga!
Man að ég vildi alltaf fá kandífloss, mamma sagði sagði alltaf að hún vissi að mér fyndist það vont .. en ég lét hana sko ekki plata mig með einhverju rugli. Endaði svo á því að henda sykrinum útaf því að mér fannst þetta svo ógeðslegt! Mamma veit best (var ekki einhver texti sem innihélt þetta?)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá sirckus arena maður þú verður að fara Sigga.Þetta er í mininguni hálf óraunverulegt það varð ekki flottara í gamla daga.
Manni fanst þetta svo stórt og æðislegt.
Það er ekki neitt með það þú verður að fara og segja mér hvernig var,en þú þarft ekki að smakka kandíflosið því eins og allir vita er það viðbjóður.
kv fúsi

Sigga Hulda sagði...

já, nákvæmlega þetta var nú ekkert lítið ævintýri þarna í gamla daga og einhvernig efast ég um að ég verði fyriri vonbrigðum... (bara smá pressa á sirkusinn). við erum nokkur sem ætlum að skella okkur í sirkus en ég held að ég láti kandíflosið algerlega eiga sig!
Ég hlakka bara svo til að sjá dýrin leika listir sínar, var alltaf svo fúl að dýrin mættu ekki koma með til íslands.. hehe

Nafnlaus sagði...

hehe þegar sircusinn kom heim á Höfn þá hét hann sircus arena berdino. Þetta er örugglega sama fyribærið ;) Þú verður að skella þér, tala nú ekki um þar sem dýrin fá að vera með.

kv. frá skverinu. Hrefna

Nafnlaus sagði...

oh já það var svooooo gaman.
Við vorum að hugsa um að fara þegar við vorum í Danmörku síðast en því miður gafst ekki tími í það :(
En maður á sko pottþétt eftir að fara aftur ef færi gefst.
Skemmtu þér vel :)
Drífa