sunnudagur, júní 24, 2007

já já hvað er að gerast, komin sunnudagur. Hver er sagði tímanum að líða svona hratt halló hægja pínu á sér... eða hvað.
Kannski er bara best að koma þessu prófi frá til að ég geti einbeitt mér að einhverju öðru.. humm já er það ekki bara.

Nú eru öll partý yfirstaðin, stóra verkefnið er godkendt (s.s við náðum þessari önn) og prófið er svo ekki á morgun heldur hinn (s.s á þriðjudaginn 26 júní) Strax eftir prófið verður brunað til Köben og borðað með syss og Reyni og brunað heim til Esbjerg með síðustu lest samdægurs.
Hlakka svo til að hitta þau, vona bara að þau villist ekki svakalega í köbe hihi, þau eru nefninilega að koma á morgun og gista eina nótt í höfuðborginni.

Svo er það "bara" að þrýfa, mála og flytja. Flyt reyndar ekki langt, rétt 200 metra, fæ afhent þann 2. júlí og flýg heim 5. júlí fer í heimsókn ásamt mömmu til Benna, Hrefnu , Óla og litlu sætu frænku og svo keyrum við mæðgur austur þegar Benni og fam henda okkur út. ohh hvað ég hlakka til að knúsast aðeins með snúlluna ;) pínu hrædd samt, hef ekki haldið á unga barni í laannngan tíma, sennilega ekki síðan Jón Gunnar var smá barn... vá hvað það er langt síðan, krakkinn er orðin 14 ára. Hrefna spurning að hafa augun á mér hehe

Jæja best að lesa pínu... þannig að maður standi ekki eins og álfur út úr hól í þessu blessaða prófi... þó að það gildi nú ekki neitt.. og það er ekki hægt að fella mig héðan í frá heheh.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með afmælið Sigga mín.
Vona að þú hafir það EXTRA gott í dag.
Kveðja úr 16 stiga hita og golu á Egilsstöðum (og klukkan bara 9)
Drífa

Nafnlaus sagði...

Hæ, hæ! Innilega til hamingju með daginn frá öllum á Gilsbakka 3! Og gangi þér vel með prófið og flutninginn. Hlökkum svakalega til að fá þig í heimsókn! Bestu kveðjur, Benni, Hrefna, Óli og krútti frútti

Nafnlaus sagði...

til hamingju með daginn. Hlakka til að hitta þig. mamma

Sigga Hulda sagði...

æi hvað er gaman að fólk man eftir mér.. :D Takk takk
Hér er bara spáð rigningu svo langt sem spáin nær, en ég kýs að taka ekki mark á svoleiðis rugli, syss og Reynir verða nú að fá gott veður í útlöndum. ;)

Þráinn sagði...

Til hamingju með ammlið:)

Alma sagði...

hellú og til hamingju með daginn til baka ;) Já, ég er alltaf skrefinu á undan :) hehehe

Vona að þú eigir góðan dag í Danaveldi.

Kveðja Alma

Nafnlaus sagði...

innilega til hamingju með dagin
gangi þér vel með prófið
hlökkum til að sjá þig
kv úr sveitini

jói stína og jón gunnar

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið, og takk fyrir kvittið, þér mun nú bætt í leslistann minn ;)
kvitt og kveðja
Kristján