þriðjudagur, janúar 30, 2007

Fór til wonderfull Copenhagen í gær (mánudag) og kom heim áðan, s.s einnarnætur gaman ;)
Ætlunin var að eiga dag í borginni með ásinni minni en eitthvað var okkur ekki ætlað að fá langan tíma saman í þetta skipti. Hér kemur s.s lýsing á deginum samt bara nauðsinlegar upplýsingar ehehe.
Til þess að vera komin til Köben í tíma þurfti ég að taka fyrstu lest frá Esbjerg vaknaði því um kl 4 til þess að ná fyrsta bus og svo lestinni sem fór kl 5:57, allt í góðu með það. Ingó hringir svo í mig til að láta vita af því að hann sé að fara um borð í vélina.
Ég kem til Köben rétt fyrir 9 og skellti mér til amager þar sem ég þurfti að sinna nokkrum erindum. Hélt að ég væri nú bara voða gáfuð að klára mín verkefni frá svona áður en Ingó kæmi. Var ekki búin að vera lengi í amagercenter þegar Ingó sendir sms sem segir að það hafi þurft að snúa vélinni við vegna bilunnar, þau væru bara að bíða eftir að þetta væri lagað og svo myndu þau leggja af stað aftur. Nei, ekki var það svo gott, þau biðu, var vísað úr vélinni og svo biðu þau aðeins meira svo er bara hætt við flugið! Ingó fékk svo að fara með Icelandair og var ekki komin til DK fyrr en um hálf sjö. Sum sé þá fóru þessir 7 tímar sem við ætluðum að eyða saman í það að bíða. Enn gaman. Ég ætlaði að drepa tímann og fara að skoða nýja Liljendal prinsinn var komin hálfaleið þegar ég uppgvötaði það að ég hafði einhverstaðar gleymt pokanum sem ég var með, í panikki skipti ég um bus og fór aftur niður á lestarstöðina með nákvæmlega engar væntingar um að finna pokann. Bjóst við að mæta einum rónanum í nýju hvítu 66°N peysunni. Sem betur fer gleymdi ég pokanum á "góðum" stað og hann hafði verið tekin til handagagagns. Þetta var nú bara svona til þess að toppa allt. Fór til Guðbjargar og reyndi aðeins að slappa af, svona þangað til hún sparkaði mér út ;) fór þá og náði í Ingó á völlinn. Borðuðum og meira fáið þið bara ekki að vita ;)

Benni afhverju gastu ekki komið til Köben í dag en ekki á morgun???? Skil þetta bara ekki. Hefði verið gaman að hitta þig. En það verður bara að vera seinna, láta mig vita með góðum fyrir vara ef þið viljið hitta mig í Köben og þá helst að vera þar um helgi hehehe. Það nefninilega kostar mig 604 dkr að fara yfir en um helgar ef ég panta með 7 daga fyrirvara bara 300 kr. Líka ef þið eruð að koma þá er hægt að kaupa svona miða á netinu og með fyrirvara (8 daga til að vera viss) og prenta út heima hjá sér. Sniðugt.

Fékk bréf frá skólanum í dag, er s.s að fara í samanhristiferð með bekknum mínum, allskonar íþrótta æfingar.... verðum vakin kl 4 og svona gaman, busaferð... mér finnst ég vera gömul......

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ skvísa, takk fyrir síðast. Alltaf gaman að fá þig í heimsókn :) Verður gaman í RUTStúrnum.. hólí móli þetta eru yfirleitt svaðalegir túrar bara drykkja og drykkja.. íþróttaleikir heheh yeah right. En allavega hrikalega góða skemmtun, það er víst gott að fara í þetta til að kynnast liðinu og vera með!! Knús frá okkur í Rödovre... :=)