miðvikudagur, apríl 28, 2004

Jæja þá er ég sennilegast komin með vinnu....... kannski ekki allt of spennandi vinnu en samt .....það er vinna!
Ég mun sennilegast búa í dal fljótsins og dvelja flestar nætur í húsum tengdaforledra minna... jebb pabbi sagði að ég myndi nú alveg örugglega getað fengið að gista í fjárhúsunum á Valþjófstað, ohhh takk pabbi (þetta er sko pabbi minn í hnotskurn, þetta finnst honum alveg svakalega fyndið ).
Enn já ég er mjög sennilega að fara að vinna í landsvirkjunarbúðunum í Fljótsdalnum sem hjálapar hella kokksins.... úff. Kaldhæðnin í þessu öllu saman er að Ingó mun búa á Þránarstöðum og ég verð sennilega mest á Valþjófsstað. skondið ekki satt.
Jæja lífræn efnafræði bíður eftir mér í stöflum......

Engin ummæli: